Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2004, Blaðsíða 7

Læknablaðið - 15.05.2004, Blaðsíða 7
RITSTJÓRNARGREiNAR Straumhvörf í meðferð blóðsjúkdóma Á síðustu áratugum hafa orðið straumhvörf í með- ferð illkynja blóðsjúkdóma. Elstu menn í greininni muna það þegar farið var að kynna meðhöndlun með fjöllyfjakúrum við ýmsum illkynja blóðsjúkdómum, svo sem hvítblæði og eitlakrabbameinum, en þessir sjúkdómar höfðu áður verið taldir nær ólæknandi. Á næstu áratugum urðu miklar framfarir í gjöl' frumu- bælandi lyfja en þó varð fljótlega ljóst að hefðbund- inni lyfjameðferð voru ákveðin takmörk sett. Lyfja- skammtar takmörkuðust fyrst og fremst af því magni sem blóðmyndun beinmergsins þolir. Samhliða varð til betri þekking um hina einstöku eiginleika hinnar svonefndu blóðmyndandi stofnfrumu. Hún hefur þá eiginleika að geta endurnýjað sjálfa sig og auk þess getur hún þróast yfir í allar gerðir fullþroska blóð- frumna. Fyrstu beinmergskiptin milli einstaklinga er heppn- uðust vel eru talin hafa átt sér stað í Seattle árið 1968. Áður höfðu víða verið gerðar margar tilraunir í þessa átt en gefist misjafnlega (1). Þessari meðferð var í fyrstu aðallega beitt við ónæmisgalla í börnum en fljótlega varð ljóst að hér var einnig komin góð að- ferð til að endurvekja beinmergstarfsemi og þar með blóðmyndun eftir mjög háa skammta af frumubæl- andi lyfjum. Nú er almennt talað um að flytja eða græða stofnfrumur frekar en beinmerg enda eru frumurnar oftast unnar úr blóði jafnt gjafa sem sjúk- linga og í raun er það magn og gæði þeirra sem máli skiptir. Það að flytja blóðmyndandi stofnfrumur á milli manna er og verður mjög erfið og oft hættuleg meðferð og snemma kom í ljós að meðferðin hentaði ekki næstum öllum sjúklingum. Tíðni ónæmisrask- ana (graft verus host) var mikil og margir sjúklingar létust af völdum þess fylgikvilla svo og vegna sýkinga. Einungis hluti sjúklinga á beinmerggjafa af nothæf- um vefjaflokki. Loks skiptir aldur og ástand sjúklings miklu máli og sjúkdómurinn verður að vera næmur fyrir lyfjameðferð. Um svipað leyti og stofnfrumuskipti hófust hafði þeirri aðferð verið lýst að varðveita eigin stofnfrumur sjúklings utan líkama á meðan háir lyfjaskammtar eru gefnir og vernda þær þannig fyrir áhrifum lyfjanna. í lok háskammtalyfjameðferðar eru svo stofnfrumurn- ar gefnar sjúklingnum aftur. Þessi aðferð vekur ekki ónæmisraskanir og hætta á sýkingum er mun minni en við stofnfrumuskipti milli einstaklinga. Á móti kemur að þessi tegund meðferðar ekki eins kröftug til að vinna bug á illkynja sjúkdómum. Það var þó ekki fyrr en alllöngu síðar, eða um 1990, að þessi meðferð fór að verða almenn. Nú er svo komið að í Evrópu eru gerðar um 6000 (allogen) stofnfrumuskipti frá gjafa á ári en um 12.000 eigin (autologue) stofnfrumuígræðslur (2). Mjög svipað hlut- fall sést þegar skráð tilfelli víðar um veröld eru skoðuð (3). Helstu ábendingar fyrir eigin stofnfrumuígræðslu eru eitlakrabbamein og Hodgkins sjúkdómur, þá gjarnan þegar þessi mein taka sig upp aftur eftir sjúk- dómshlé. Eigin stofnfrumuígræðsla er einnig viður- kennd meðferð við mergæxli (multiple myeloma) og henni er beitt í ákveðnum tilfellum við meðhöndlun hvítblæðis. Eigin stofnfrumuígræðslum hefur þó að- eins fækkað undanfarin ár eftir að niðurstöður rann- sókna gáfu til kynna að óvíst væri um gagnsemi með- ferðarinnar fyrir sjúklinga með langt gengið brjósta- krabbamein. Á seinni árum hefur það færst í vöxt, sérstaklega í fullorðnum sjúklingum, að nota stofn- frumur sem safnað er úr blóði í stað beinmergs. Þró- unin hefur verið sérstaklega hröð við eigin stofn- frumuígræðslu og í þeirri meðferð eru stofnfrumurn- ar unnar úr blóði hjá 95% fullorðinna og 85% barna (3). Á síðustu áratugum hafa íslenskir sjúklingar farið erlendis bæði til að fá stofnfrumur frá gjafa og einnig til að fá eigin stofnfrumur. í samantekt Margrétar Jensdóttur þá 4. árs læknanema sem gerð var um fjölda og árangur íslenskra sjúklinga á árunum 1981- 1999 kom í Ijós að á þessu tímabili fóru 40 íslenskir sjúklingar í stofnfrumuskipti þar sem þeir fengu stofn- frumur frá gjafa en einungis 17 fóru í háskammta- meðferð með eigin stofnfrumugjöf (4). Síðustu fimm ár þessa tímabils fóru að meðaltali sjö sjúklingar á ári í aðra hvora þessara meðferða en einungis þriðjung- ur þeirra fór í eigin stofnfrumuígræðslu. Vitað er að tíðni helstu illkynja blóðsjúkdóma er mjög álíka á ís- landi og gengur og gerist í nágrannalöndum okkar. Þegar þessar tölur eru bornar saman við tíðni þessar- ar meðferðar í Vestur-Evrópu er ljóst að fjöldi þeirra er fara í stofnfrumuskipti frá gjafa eru mjög álíka og gerist í nágrannalöndunum. Hvað varðar eigin stofn- frumuígræðslu þá hafa þær undanfarin ár verið mun færri hér en í nágrannalöndunum og hefur það fyrst og fremst verið skýrt með því að erfitt er að senda sjúklinga í þessa meðferð erlendis. Árangur íslensku sjúklinganna var þó mjög sambærilegur við það sem fram kemur í erlendum rannsóknum á sama efni. Allmörg ár eru liðin frá því fyrst var farið að und- irbúa það að flytja háskammtameðferð með eigin stofnfrumugjöf til Islands. Eftir sameiningu sjúkra- húsanna í Reykjavík komst aftur skriður á undirbún- ing málsins og lagt var til við framkvæmdastjórn Landspítala að hefja undirbúning þessa. Gerð var fjárhagsáætlun og samkvæmt henni var hægt að sýna Vilhelmína Haraldsdóttir Höfundur er sérfræöingur í lyflækningum og blóðsjúkdómum. Læknablaðið 2004/90 371
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.