Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2004, Blaðsíða 11

Læknablaðið - 15.05.2004, Blaðsíða 11
RITST JÚRIUARGREINAR Lyfjaverð og lyfjasamanburður „In religion and politics people’s beliefs and con- victions are in almost every case gotten at second- hand, and without examination." Mark Twain Lyfjamáladeild heilbrigðisráðuneytisins hefur boðað aðgerðir til að lækkunar á lyfjakostnaði. Aðgerðirnar byggjast meðal annars á því að beitt er sömu niður- greiðslu fyrir sambærileg lyf (analog lyf). Trygginga- stofnun ríkisins mun miða greiðsluþátttöku sína við lægsta smásöluverð í hverjum viðmiðunarflokki sam- bærilegra lyfja. Munu þessar reglur gilda um magalyf, geðdeyfðarlyf af SSRI-ílokki og blóðfitulækkandi lyf af statíngerð. Til að reglur sem þessar geti komið að gagni fyrir samfélagið og sjúklinga þurfa þær að styðjast við réttar grunnforsendur. Þessar forsendur eru faglegs eðlis. Það er flókið mál að bera saman mismunandi lyf í sama lyfjaflokki enda liggja mis- miklar rannsóknir að baki hverju lyfi. Ábyrgð lækna sem sinna sjúklingum er mikil. I ábyrgðinni felst sú höfuðskylda læknis að veita sjúk- lingum bestu meðferð sem möguleg er á hverjum tíma. Því ber læknum að stunda stöðuga þekkingar- leit og vaka yfir framförum í sínu fagi. Ábyrgð lækna lýtur þó ekki eingöngu að sjúklingum. Læknar bera ábyrgð gagnvart samfélaginu, ekki síst skattgreið- endum og ríkisvaldinu sem greiðir stærsta hluta þjón- ustunnar. Læknar þurfa að hafa ríka kostnaðarmeð- vitund. Læknum ber að taka virkan þátt í öllum að- gerðum er beinast að því að draga úr kostnaði í heil- brigðiskerfinu. Læknar verða að leggja sitt af mörk- um til að draga úr lyfjakostnaði þjóðarinnar. Ef til eru tveir jafngóðir meðferðarmöguleikar sjúklingi til handa ber að velja þann sem er ódýrari. Á síðustu árum hafa alþjóðlegar klínískar rann- sóknir leitt til mikilla framfara á sviði hjartalækninga. Þessar rannsóknir hafa aukið skilning á áhrifum lyfja- meðferðar á framgang hinna ýmsu hjartasjúkdóma svo og á lífshorfur sjúklinga. Rannsóknimar hafa kennt okkur hvaða lyf bæta horfur sjúklinga með háþrýst- ing, kransæðasjúkdóm og hjartabilun svo eitthvað sé nefnt. Bandarísku hjartalæknasamtökin og þau evr- ópsku hafa samið klínískar leiðbeiningar til lækna um meðferð hinna ýmsu sjúkdóma. Þessar leiðbein- ingar byggja að mestu leyti á niðurstöðum áður- nefndra klínískra rannsókna. Landlæknisembættið hefur staðið að gerð klínískra leiðbeininga fýrir lækna hér á landi. Meðal þess sem sýnt hefur verið fram á í klínísk- um rannsóknum eru jákvæð áhrif nokkurra blóðfitu- lækkandi lyfja af statíngerð hjá sjúklingum með kransæðasjúkdóm. Gjöf þessara tilteknu lyfja dregur úr hættu á kransæðastíflu og fækkar dauðsföllum bor- ið saman við lyfleysu. Ekki hefur verið sannað að öll statín sem á markaði eru hérlendis hafi þessi mikil- vægu klínísku áhrif. Læknum sem stunda gagnreynda læknisfræði (evidence based medicine), með hags- muni sjúklinga sinna að leiðarljósi, ber að gefa sjúk- lingum með kransæðasjúkdóm statínlyf sem sýnt hef- ur verið fram á að bæti lífshorfur og dragi úr líkum á nýjum kransæðaáföllum. í svokallaðri viðmiðunarskrá sambærilegra lyfja sem ætlunin er að taki gildi fljótlega eru statínlyf flokkuð í tólf flokka. Greiðsla hins opinbera miðast við tiltekið viðmiðunarlyf í hverjum flokki sem er ódýrasta lyfið. í flestum flokkanna er viðmiðunarlyf- ið ekki lyf sem sýnt hefur verið fram á að bæti lífs- horfur og minnki líkur á kransæðastíflu hjá sjúkling- um með kransæðasjúkdóm. Læknir sem vill veila sjúklingi sínurn meðferð sent sannað hefur verið að bæti horfur getur því í flestum tilvikum ekki ávísað viðmiðunarlyfinu. Hér er ljóst að faglegar forsendur hafa ekki verið hafðar að leiðarljósi. Jafnframt er ljóst að ávísun annars lyfs en viðmiðunarlyfs mun hafa í för með sér kostnaðarauka fyrir sjúklinginn. Fyrir efnameira fólk er ekki víst að verðið skipti miklu máli og líklegt er að sjúklingurinn þiggi það lyf sem læknirinn telur rétt að ávísa. Efnaminni einstak- lingur myndi þó hugsanlega velja ódýrasta kostinn þótt rninni vitneskja liggi fyrir um gagnsemi þess lyfs. Þarna er augljóst að verð og efnahagur sjúklinga get- ur haft áhrif á hvaða meðferðarleið er valin. Líklegt er að breytingar á lyfjaverði muni leiða til þess að viðmiðunarlyfin á hverjum tíma breytist. Ef ætlast er til að sjúklingur taki ávallt ódýrasta lyfið á hverjum tíma er hætt við að það hafi í för með sér stöðugar lyfjabreytingar hjá sama sjúklingnum. Ljóst er að nýboðaðar reglur lyfjamáladeildar heil- brigðisráðuneytisins munu hafa í för með sér mikið óhagræði og kostnaðaraukningu fyrir marga sjúk- linga. Faglegum forsendum og hagsmunum sjúklinga er ýtt til hliðar í nafni sparnaðar. Það kann að vera að ráðamenn séu með þessu móti að knýja lyfjainnflytj- endur og lyfjaframleiðendur til þess að lækka lyfja- verð. Læknar hljóta að mótmæla því að hagsmunir sjúklinga séu hafðir að vopni í slíkri orustu. Axel F. Sigurðsson Höfundur er hjartalæknir. Læknablaðið 2004/90 375
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.