Læknablaðið - 15.05.2004, Blaðsíða 74
UMRÆÐA & FRÉTTIR / ARFUR JÓNS STEFFENSEN
fræðileg efni. Hann hafði vald á arabísku, grísku og
latínu og var því einstaklega vel fallinn til þess að rann-
saka og þýða þessa texta. Hann starfaði í klaustrinu
sem Heilagur Benedikt hafði stofnað árið 529 á Monte
Cassino, en það er rniðja vegar milli Salernó og Róm-
ar. f>ar sneri hann úr arabísku á latínu þrjátíu og sjö
bókum, þar á meðal voru tvö verk eftir Isaac Israeli
sem uppi var einhvern tímann milli 855 og 955 og starf-
aði sem augnlæknir í Norður-Afríku og enn erum við
minnt á framlag Gyðinganna.
Mikilvægasta afrek Konstantínusar var að koma á
framfæri hinni víðtæku þekkingu á grískri læknis-
fræði sem Islam bjó yfir, þar á meðal verkum Hippó-
kratesar og Galens, svo og bókinni Pantechné (Öll
kunnátta og færni), sem er stytt útgáfa af Liber Reg-
alis (Kitab al-maliki eða Konungsbókinni) frá tíundu
öld eftir persneska lækninn Haly Abbas (Ali ibn al-
Abbas).
Þýðingar Konstantínusar breiddust um Evrópu
með ótrúlegum hraða og þær höfðu óhemjuleg áhrif
næstu aldirnar. Þó svo að fram kæmu nákvæmari og
fágaðri þýðingar skömmu eftir lát hans 1087, voru
verk hans rannsökuð af fræðimönnum allt fram á
sextándu öld.
í Geschichte der Botanik setur þýzki grasafræð-
ingurinn Ernst H.F. Meyer fram þrjár fullyrðingar:
Að Salernóskólinn hafi vaxið upp óháð reglu heilags
Benedikts í Monte Cassino,
að skólinn hafi allt frá byrjun verið undir veraldlegri
stjórn, þó svo að klerklærðir fengju líka að starfa
þarog
að fyrir daga Konstantínusar Afríkanusar hafi skólinn
ekki verið opinber kennslustofnun, heldur hafi þar
verið eins konar læknagildi og læknarnir hafi
haldið þekkingunni leyndri fyrir öðrum en fáum
útvöldum.
Var það og í samræmi við ævagamlan læknaeið,
sem er „miklu eldri en Hippókrates, en sýnir glöggt
anda þann, sem ríkti í esklepíadísku, hippokratisku
skólunum, en þaðan er hann til vor kominn“ eins og
segir í þýðingu Valdimars Steffensens: „Eg vil virða
læknisfræðikennara minn sem foreldra mína, taka
þátt í lífskjörum hans og, ef nauðsyn krefur, ala önn
fyrir honum; ... Fræði mín vil ég kenna sonum mín-
um og sonum kennara míns, svo og þeim lærisveinum
mínum, sem bundnir eru læknalögum og læknaeiði
og engum öðrum.“
Með þýðingunum var gengið af þessari hefð dauðri
og eins og fram kemur hér á eftir bættist svo við ann-
ar veigamikill þáttur sem varð einnig til að tryggja
framgang þeirra fræða sem Constantinus Africanus
flutti Evrópubúum og ollu straumhvörfum í læknis-
fræðinni.
Uppgangur og síðan endalok Salernóskólans
Roger II (1095-1154) tók við af föður sínum og árið
1130 var hann krýndur konungur Sikileyjar, Kapúa
og Apúlíu af sendimanni páfa. Hann virðist ekki
frekar en faðir hans hafa haft bein afskipti af Salernó-
skólanum, en þegar læknum tók mjög að fjölga gaf
hann út tilskipun árið 1140 þess efnis að í ríkinu
mættu þeir einir stunda lækningar sem lokið hefðu
læknisprófi. Þetta var gert til þess enginn þegn ætti á
hættu að lenda í höndum reynzlulausra manna. Lá
við fangelsun og eignamissir ef út af var brugðið.
Dóttursonur Rogers, Friðrik annar (1194-1250),
sem varð þýzk-rómverskur keisari, rak síðan smiðs-
höggið þegar hann kunngjörði í Liber Augustalis að
próf vegna veitingar lækningaleyfis skyldu fara fram
hjá meisturum læknaskólans í Salernó, en keisarinn
eða fulltrúi hans gæfi út leyfið. Aður en gengizt yrði
undir prófið skyldi fyrst ljúka þriggja ára undirbún-
ingsnámi í náttúruvísindum og heimspeki. Lyflæknis-
fræði og skurðlækningar skyldi kenna á fimm árum
og síðan tæki við starf í eitt ár hjá reyndum lækni.
Vitnað var til þess skaða og óafturkallanlega tjóns
sem getur leitt af reynsluleysi lækna og að með þess-
um ráðstöfunum sjái konungurinn trúum þegnum
sínum fyrir betri þjónustu. Hefir því snemma verið
skjalfest að stjórnendur ríkja telja sig bera ábyrgð á
heilbrigði þegna sinna og varð þetta upphafið að því
að í Evrópu eru það stjórnvöld sem ákveða hverjir
mega stunda lækningar og hvernig eftirliti með lækn-
um skuli háttað.
Með tilskipun sinni viðurkenndi keisarinn ágæti
og yfirburði Salernóskólans, en það var einmitt í því
sem fall hans var falið: Á tólftu öldinni dreifðust nem-
endurnir út um alla Evrópu og margir þeirra urðu
kennarar við nýja læknaskóla á Ítalíu og á þrettándu
öld voru starfandi góðir læknaskólar í Bólógnía,
Padúa, Ferrara, Perúgía, Síena og Róm, auk Salernó.
Smátt og smátt færðist forystuhlutverkið til Mont-
pellier í Frakklandi. Eins og Salernó lá borgin á
mörkum hins íslamska og latneska heims og árið 1180
var leyft að Gyðingar og Arabar mættu sækja skólann
og var það til marks um það frelsi sem skólinn í
Montpellier naut umfram aðra franska skóla. Árið
1220 setti sendimaður páfa skólanum nákvæmar
starfsreglur og í þeim var áfram viðurkenndur réttur
nemenda og kennara sem ekki voru kristnir til náms
og starfs.
Svo virðist sem starfsemi Salernóskólans hafi að
mestu fluzt til Napólí um 1268 og síðan hafi hann lið-
ið undir lok og er ekki frekar hægt að tímasetja það
fremur en upphafið.
Á íslandi gætti enn áhrifa frá skólanum á fimm-
tándu öld í lækningabók sem lítill gaumur hefir verið
gefinn hérlendis fram að þessu og það er í ágætu sam-
ræmi við forsöguna að við höfum hvorki hugmynd
um það, hvar hún varð til eða hvernig og heldur ekki
hvernig og hvenær hún lenti í Dýflinni.
Við þessa sögu verður þó ekki skilizt án þess að
geta hugsanlegrar vísbendingar: í Mírmanns sögu,
438 Læknablaðið 2004/90