Læknablaðið - 15.05.2004, Blaðsíða 78
UMRÆÐA & FRÉTTIR / FRÁ HEILBRIGÐIS- OG TRYGGINGARÁÐUNEYTINU
Lyfjamál 125
Aðgerðirtil að draga úr lyfjakostnaði:
Eggert Sigfússon
Einar Magnússon
Ingolf J. Petersen
Lyfjakostnaður landsmanna var tæpir 14 milljarð-
ar króna á síðasta ári. Hlutur ríkisins í þessari upp-
hæð var 9,4 milljarðar. Síðustu ár hefur kostnaðar-
aukning verið um það bil 10% milli ára. Að óbreyttu
má því gera ráð fyrir að á yfirstandandi ári verði lyfja-
kostnaður ríkisins um 10,3 milljarðar króna.
Heilbrigðis- og tryggingaráðuneytið hefur á und-
anförnum mánuðum kannað ýmsar leiðir lil að
sporna við útgjaldaaukningu vegna lyfjakostnaðar. í
byrjun ársins var til að mynda kynnt sérstakt átak í
lyfjamálum heilbrigðisstofnana sem einkum snýr að
vali lyfja, innkaupum og útboðum. Átakið er liður í
langtímaáætlun ráðuneytisins í lyíjamálum en á næstu
mánuðum og misserum er ætlunin að endurmeta alla
helstu þætti lyfjamála og heildarstefnu í málaflokkn-
um. Nú á vormánuðum mun ráðherra skipa nefnd til
að móta stefnu í lyfjamálum og heildarendurskoðun
lyfjalaganna en við þá stefnumörkun mun nýútkomin
skýrsla Ríkisendurskoðunar væntanlega vera lögð til
grundvallar.
I fjárlögum yfirstandandi árs er gert ráð fyrir 450
milljón króna sparnaði á fyrirsjáanlegum lyfjaút-
gjöldum Tryggingastofnun ríkisins og því hefur verið
ákveðið að grípa til nokkurra aðgerða sem kynntar
voru á blaðamannafundi í byijun apríl.
Má þar nefna að lyljaverðsnefnd hefur unnið að
lækkun lyfjaverðs með gildistöku 1. júlí næstkomandi
sem nemur um 500 milljón króna kostnaðarlækkun á
heildarútgjöldum vegna lyfja á ársgrundvelli. Þar sem
TR greiðir um 63% lyfjakostnaðar er þessi lækkun
talin geta leitt til um 158 milljón króna sparnaðar á
lyfjaútgjöldum TR það sem eftir lifir ársins.
Þá verður tekið upp viðmiðunarverð lyija með sam-
bærileg meðferðaráhrif (analog-viðmiðunarverð) frá og
með 1. maí 2004 í þremur kostnaðarsömustu lyfja-
flokkunum, það er A02 B C (lyf við sárasjúkdómi, pró-
Sambærileg lyf Skilgreindur dagskammtur Gafngildir skammtar) Reiknistuöull Settur sem 1 fyrir efni A, sem viömiöunarefni Umreiknaöur styrkur
Virkt efni A: Hylki 10 mg 15 mg i 10 mg A
Virkt efni B: Töflur 20 mg 30 mg 2 20 mg B = 10 mg af A
Virkt efni C: Töflur 25 mg 45 mg 3 25 mg C = 8,3 mg af A
Eggert er deildarstjóri, Einar
yfirlytjafræðingur og Ingolf
skrifstofustjóri í heilbrigðis- og
tryggingamálaráðuneytinu.
tónpumpuhemlar), C10 A A (lyf sem lækka kólesteról)
og N06 A B (geðdeyfðarlyf). TR mun þá miða greiðslu-
þátttöku sína við þessi viðmiðunarverð með svipuðum
hætti og nú gildir um viðmiðunarverð samheitalyfja.
Lyf með sambærileg meðferðaráhrif eru þau sem
hafa sömu ábendingar og eru með sambærilega verk-
un. Efnafræðilega eru þessi lyf mismunandi en af
sama meiði. Form lyfjanna eru sambærileg og skil-
greindir dagskammtar þeir sömu eða sambærilegir.
Við val á þeim þremur lyfjaflokkum sem nú fá við-
miðunarverð sambærilegra lyfja hefur ráðuneytið og
TR í samráði við Landlæknisembættið og Lyfjastofn-
un stuðst við tillögur analognefndarinnar svokölluðu
sem skilaði nefndarálit í júní 2001, en auk þess er byggt
á faglegri vinnu dönsku lyfjastofnunarinnar. Þau lyf
sem flokkuð eru saman og fá sama viðmiðunarverð
hafa sömu meðferðaráhrif að teknu tilliti til auka-
verkana og milliverkana hafa því verið metin sam-
bærileg eða jafngild.
Til skýringar skal þess getið að samkvæmt reglu-
gerð um greiðsluþátttöku almannatrygginga í lyfja-
kostnaði getur viðmiðunarverð ýmist verið:
• ódýrasta smásöluhámarksverð samheitalyfja
eða
• ódýrasta smásöluhámarksverð lyfja, sem hafa
sambærileg meðferðaráhrif.
Verðið sem greiðsluþátttaka TR miðast við er
verð þess lyfs sem er ódýrast í flokki lyfja, sem hafa
sambærileg meðferðaráhrif.
Lyf með sambærileg meðferðaráhrif eru flokkuð
saman eftir jafngildum styrkleika í samsvarandi lyfja-
formum. Hylki og töflur eru þannig alla jafnan lögð
að jöfnu. Ef 10 mg styrkleiki lyfsins A hefur sömu
meðferðaráhrif og 20 mg styrkleiki lyfsins B teljast
þessir styrkleikar lyfjanna sambærilegir. Stundum eru
styrkleikar einstakra lyfja ekki að fullu jafngildir og
eru því leyfð að hámarki 33% vikmörk í umreiknuð-
um styrkleika innan hvers flokks sambærilegra lyfja.
Taflan hér til vinstri sýnir dæmi um flokkun þriggja
sambærilegra lyfja sem innihalda sitt hvert virkt en
sambærilegt efni.
Stuðst er við skilgreinda dagskammta (jafngilda
skammta) lyfjanna og magn efnisins B og C er um-
reiknað yfir í magn sem svarar til magns efnisins A.
Reiknistuðull sem notast er við er þannig fundinn
að hann er settur sem 1 fyrir virka efnið A, af því leið-
ir að reiknistuðull fyrir efnið B er 2, þar sem hlutfall
dagsskammta B/A er 30/15 eða 2. Á sama hátt er
fundinn reiknistuðull fyrir C, sem er 45/15 eða 3.
Þetta segir okkur að 2 mg af B samsvari 1 mg af A og
3 mg af C samsvar 1 mg af A.
Af þessu leiðir að 1 hylki A (10 mg) er sambæri-
legt við 1 töflu B (20 mg), hins vegar samsvarar virka
442 Læknablaðið 2004/90