Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2004, Blaðsíða 42

Læknablaðið - 15.05.2004, Blaðsíða 42
ÞING SKURÐLÆKNA, SVÆFINGA- OG GJÖRGÆSLULÆKNA / ÁGRIP ERINDA ára. Það varð einnig aukning í tíðni á hálstognunum af öðrum or- sökum en ekki jafnmikil og vegna afleiðinga umferðarslysa. Um þriðjungur allra tognana á hryggsúlu er í brjósthrygg eða mjóbaki. Umræða: Tíðni hálstognana hefur aukist verulega á seinni hluta miðað við fyrri hluta tímabilsins. E - 14 Brothættir karlar Brynjólfur Mogensen', Brynjólfur Y. Jónsson2, Kristín Siggeirsdótt- ir’, Helgi Sigvaldason3, Gunnar Sigurðsson1-3 'Landspítali, ’bæklunarskurðdeild Háskólasjúkrahússins í Málmey, Svíþjóð, ’Hjartavernd Inngangur: Hóprannsókn Hjartaverndar hófst 1967 og var ætlað að finna og fylgjast með áhættuþáttum hjarta- og æðasjúkdóma. Ein- staklingar voru valdir með slembivali úr íbúðaskrá Reykjavíkur og voru fæddir á árunum 1907-1934. Markmið rannsóknarinnar var að kanna brotalíkur reykvískra karlmanna úr tveimur fyrstu hópum Hjartaverndar, orsök og stað- setningu brota. Efniviður og aðferðir: Fyrstu tveir hópar Hjartaverndar á líli 1. jan- úar 1977 og þeim fylgt eftir til 31. desember 2000 eða þar til þeir lét- ust. Sjúkraskýrslur karla á slysa- og bráðadeild og allar innlagnir voru athugaðar. Brotagreiningar voru fengnar úr ICD 9 og 10. Lið- bandaafrifur voru ekki taldar með. Orsakagreiningar voru fengnar úr E númerum og Norrænu slysa- og óhappaskráningunni. Niðurstöður: 4137 karlar voru á lífi 1. janúar 1977. Þeir voru 55 ára (42-69 ára) og fylgt eftir að meðaltali í 18,5 ár. 939 menn brotnuðu (23%) og hlutu 1531 brot. Lágorkubrot voru 53%. Aldur við fyrsta brot var 65 ár, við annað brot 68 ár, það þriðja 71 ár og fjórða 73 ár. Algengust voru brot á rifi 246, á hendi 241, framhandlegg 212, fót 138 og mjöðm 135. Lágorka kom við sögu á upphandlegg í 72% tilvika, framhandlegg í 77%, hrygg 35%, mjaðmargrind 36% og mjöðm 75%. Ef menn brotnuðu einu sinni voru 34% líkur á öðru broti, ef tvisvar þá 43% líkur á þriðja broti og eftir það um 40% líkur á að brotna að nýju við hvert brot. Brotalíkur voru 19,5 hjá þúsund körlum á ári. Umræða: Karlar eru brothættir og kemur lágorka við sögu í rúmlega helmingi tilvika. Ef karlar brotna eru rúmlega þriðjungs líkur á að þeir brotni öðru sinni og eftir það um 40% líkur á nýju broti eftir hvert brot. E - 15 Samanburður á þremur rannsóknaaðferðum (æöaþræðingu, ómskoðun og tölvusneiðmynd) við greiningu á þrengingum í hálsslagæðum Sigurður Benediktsson', Ásbjörn Jónsson2, Halla Halldórsdóttir2, Jón Guðmundsson2, Kristbjörn Reynisson2, Pétur H. Hannesson2, Stefán E. Matthíasson3 'Læknadeild Háskóla íslands, 2myndgreiningarþjónusta og 3æða- skurðdeild Landspítala Tilgangur: Að bera saman á framsýnan hátt tölvusneiðmyndar (TS) æðaskoðun (e. CT angiography), ómskoðun og æðaþræðingu til greiningar þrenginga í hálsslagæðum. Æðaþræðing er hin gullna viðmiðun til greiningar hálsæðaþrengsla en er töluvert ífarandi rannsókn. Hinar tvær rannsóknirnar eru mun minna ífarandi og ómskoðunin í raun hættulaus. Ef ásættanleg greiningarvissa fæst með TS æðaskoðun og/eða ómskoðun verður hugsanlega unnt að fækka verulega æðaþræðingum á hálsslagæðum í greiningarskyni. Efniviður og aðferðir: Rannsóknarhópinn skipuðu tíu einstaklingar sem allir gengust undir æðaþræðingu á báðum hálsslagæðum, sam- tals 20 æðum. Átta þessara einstaklinga gengust undir TS æðaskoð- un og átta ómskoðun. Rannsóknirnar voru framkvæmdar blint á þann hátt að niðurstöður sérhvers rannsakanda voru ekki aðgengi- legar hinum fyrr en allir höfðu skilað sínum niðurstöðum. Rann- sakendur voru beðnir um að leggja mat á þrengingargráðu í innri og ytri hálsslagæð (aðferð sem kennd er við North American Sympto- matic Carotid Endarterectomy Trial), kalkanir í skellum og sár á æðaþeli. Einstaklingunum var raðað í flokka með tilliti til greindra þrengsla í innri hálsslagæð: I engin þrenging, II (0-29%) væg þreng- ing, III (30-49%) og IV (50-69%) talsverð þrenging, V (70-99%) mikil þrenging og VI alger lokun. Niðurstöður: Æðaþræðing var notuð til grundvallar og hinar tvær rannsóknirnar bornar saman við hana. Alger lokun greindist í sex æðum af tuttugu og voru bæði ómskoðun og TS æðaskoðun sam- kvæmar þræðingunni í þeim tilfellum. Ómskoðunin yfirgreindi tvær æðar sem hefði hugsanlega leitt til annarrar meðferðar en ella. Hins vegar var ómskoðunin samhljóða þræðingu í þremur tilfellum á því sviði þrengingar sem er afgerandi með tilliti til meðferðar (þ.e. III- V). TS æðaskoðun undirgreindi eina æð, yfirgreindi eina æð og var samhljóða þræðingu um fjórar æðar á því sviði þrengingar sem er afgerandi m.t.t. meðferðar. TS æðaskoðun hefði leitt til þess að tvær æðar af sex hefðu lent í öðrum meðferðarflokki en ella. Ályktanir: Vegna smæðar rannsóknarhópsins er ekki unnt að full- yrða um marktækni. Greinilegt er að niðurstöður ómskoðunar og TS æðaskoðunar eru að nokkru leyti frábrugðnar niðurstöðum þræðingar. Hins vegar er það mikilvægt að lokuðu æðamar greind- ust réttilega lokaðar í ómun og TS. Við TS æðaskoðun er unnt að fá fram flatarmálsþrengsli sem trúlega er nákvæmari stærð en einvídd- armæling undir þremur til fjórum hornum í æðaþræðingu. Erlendis hefur fjórða rannsóknaraðferðin, segulómunar æðaskoðun (e. MR angiography), gefið góða raun en slíkt tæki er væntanlegt á LSH. E - 16 Hyponatremía eftir aðgerðir á börnum Birna Guftbjartsdóttir', Kristján Óskarsson2, Þórður Þórkelsson2, Stefán Hjálmarsson3, Aðalbjörn Þorsteinsson’ 'Læknadeild Háskóla íslands, 2Barnaspítali Hringsins og ’svæfinga- og gjörgæsludeild Landspítala Inngangur: Osmolaritet og rúmmál utanfrumvökvans ræðst að mestu leyti af styrk natríumjónar (Na+). Lækkun Na+ veldur flutn- ingi á vökva inn í frumur. Þá eykst hætta á heilabjúg sem í versta falli getur valdið alvarlegum heilaskemmdum eða dauða. Aukin áhætta virðist vera hjá börnum. Nýrun hafa nákvæma stjórn á jafnvægi Na+ og vatns. Antidiuretic hormone (ADH) á þar hlut að máli og lætur nýrun halda í vatn. Utanaðkomandi þættir, s.s. streita, sársauki, ógleði og fasta sem oft fylgja aðgerðum, auka seytun ADH. Við aðgerðir er 406 Læknablaðið 2004/90
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.