Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2004, Blaðsíða 47

Læknablaðið - 15.05.2004, Blaðsíða 47
ÞING SKURÐLÆKNA, SVÆFINGA- OG GJÖRGÆSLULÆKNA / ÁGRIP ERINDA E - 27 Fá sjúklingar sem mjaðmabrotna beinvernd við hæfi? Unnur Þóra Högnadóttir', Þorvaldur Ingvarsson3 'Læknadeild Háskóla Islands, 2bæklunardeild Fjórðungssjúkrahúss- ins áAkureyri Inngangur: Á íslandi mjaðmabrotna um 200 einstaklingar á hverju ári. Mjaðmabrot er alvarlegur áverki og er talið að 14-30% einstak- linga deyi innan árs frá broti. Samspil beinþynningar og áhættuþátta fyrir byltu eru algengustu orsakir mjaðmabrota. Markmið rann- sóknarinnar var að a) athuga hvort sjúklingar með mjaðmabrot séu á lyfjum sem auka hættu á brotum og b) athuga hvort sjúklingar með mjaðmabrot fái beinverndandi meðferð. Efniviður og aðferðir: Skoðaðar voru sjúkraskrár 790 sjúklinga sem lögðust inn á FSA á árunum 1982-2003 með greiningarnúmerin 820.0-820.1 eða S72.0-S72.1. Eftirfarandi upplýsingar voru skráðar: 1) kennitala 2) kyn 3) aldur 4) tegund brota 5) lyfjameðferð sjúklings við inniögn 6) lyfjameðferð við útskrift 7) lyfjameðferð innan deilda FSA fjórum vikum eftir brot 8)póstnúmer 9)dánardagur 10)önnur brot fyrir eða eftir lærleggshálsbrot, úr skrám röntgendeildar, ásamt tímasetningu þeirra. Upplýsingar úr röntgenskrám náðu aftur til árs- ins 1991. Upplýsingar fengust úr öllum sjúkraskrám nema þremur. Urvinnsla gagna miðast við 1983-2003 þar sem skráning gagna 1982, byijaði seinni hluta árs, og náði því ekki yfir heilt ár. Niðurstöður: Notkun lyfja með slævandi verkun hefur aukist um 60% á þessu tímabili. Á sama tíma hefur notkun beinverndandi meðferðar aukist um 17%. 30% sjúklinga sem komu af Eyjafjarðar- svæðinu voru með sögu um beinþynningarbrot. Einnig voru 34% af þeim með vísbendingu um beinþynningu af röntgenmyndum. Umræða-ályktun: Þrátt fyrir að hlutfall sjúklinga á beinverndandi meðferð hafi aukist um 17% á rannsóknartímabilinu þá vekur rannsóknin upp spurningar hvort klínískum leiðbeiningum sé fylgt í kjölfar mjaðmabrota. Ekki er að sjá að sjúklingar á beineyðandi lyfjum fái vörn við hæfi. Áhugavert væri að kanna hvort sjúklingar með mjaðmabrot fái beinvernd eftir útskrift af sjúkrahúsum. E - 28 Offituaðgerðir meö kviðsjártækni. Aðferðir og árangur fyrstu 114 aðgerða á Landspítala Björn Geir Leifsson, Hjörtur Georg Gíslason Skurðdeild Landspítala Inngangun Offita er vaxandi heilsufarsvandamál í hinum vestræna heimi. Vaxandi fjöldi einstaklinga með sjúklega offitu og tilkoma nýrrar skurðtækni með mun tryggari og varanlegri árangri hefur valdið byltingu á þessu sviði. Hjáveita maga og efri hluta gamar sem opin aðgerð hefur gefið betri og varanlegri raun en aðrar aðferðir, sérstaklega sultarólaraðgerðir. Aðgerðin er möguleg með kviðsjár- tækni þökk sé tækniframförum á sviði heftitækja og ómskæra. Efniviður og aðferðir: Maganum er skipt með heftibyssu meðfram minni bugðunni þannig að „túpa“ myndast sem framlenging af vél- indanu. Netjunni er skipt að endilöngu og síðan er mælt 2 metra niður eftir mjógirni frá Treitz bandinu og lykkju lyft fram fyrir ristil og samgötuð með heftibyssu og handsaumun að magastúfnum. Síð- an eru mældir 50sm frá magastúfnum á fráfarandi armi lykkjunnar og gerð samgötun þar við aðfarandi arminn rétt neðan við maga- stúfinn. Loks er aðfarandi arminum deilt milli samtenginganna þannig að úr þessu verður svokölluð Y tenging (Roux-Y). Niðurstöður: Frá nóvember 2001 til ársloka 2003 voru gerðar á LSH 114 aðgerðir (89 konur og 25 karlar) með ofan lýstri tækni. Meðal þyngdarstuðull við aðgerð var 48,7 (38,2 - 70,9). Margir höfðu farið gegnum undirbúning með atferlis- og aðhaldsmeðferð á Reykja- lundi skömmu fyrir aðgerð og misst talsvert hold. Engin dauðsföll urðu, en þrír af fyrri helmingi hópsins reyndust leka frá samgötun þar af tveir sem kröfðust enduraðgerðar. Blæðing í kviðarhol krafð- ist enduraðgerðar hjá einum sjúklingi. Blæðing í görn frá neðri sam- götun var stöðvuð með speglunartækni skömmu eftir aðgerð hjá einum sjúklingi. Einn sjúklingur fékk lungnarek skömmu eftir út- skrift og var meðhöndluð með blóðþynningu. Engin innri kyrking á görn hefur orðið. Legutími er fjórir dagar við eðlilegar aðstæður. Aðgerðartími var að jafnaði rúmir tveir tímar í upphafi en lækkaði jafnt og þétt og er nú um klukkutími við góðar aðstæður. Árangur hingað til bendir til þess að sjúklingarnir nái að jafnaði að missa 70% af umframþunga á fyrsta ári og um 80% á einu og hálfu ári og er það í samræmi við það sem best gerist annars slaðar. Ályktun: Þetta er tæknilega krefjandi aðgerð á áhættusjúklingum en hefur gengið vel og án alvarlegra áfalla. Árangurinn er sambæri- legur við það sem best gerist annars staðar. E - 29 Brottnám á nýra og nýrnaæxlissega úr hjarta - djúp líkamskæling, blóðrásarstöðvun og öfug blóðrás um heila. Sjúkratilfelli Hulda M. Einarsdóttir', Bjarni Torfason', Eiríkur Jónsson2, Valur Þór Marteinsson’, Guðmundur Klemenzson4 'Hjarta- og lungnaskurðdeild og 2þvagfæraskurðdeild Landspítala, þvagfæraskurödeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri og 4svæf- inga- og gjörgæsludeild Landspítala Inngangur: Nýrnakrabbamein hafa tilhneigingu til að mynda æxlis- sega. Segarnir ná í 4-10% tilvika inn í neðri holbláæð. Þar geta þeir stíflað blóðflæði og eru hættuleg uppspretta sega, bæði fyrir og í að- gerð. Aðgerð er flókin og áhættusöm. Sagt er frá meðferð og afdrif- um sjúklings með nýrnakrabbamein og stóran æxlissega sem náði inn í hjartað en slíkt er afar sjaldgæft. Sjúkratillelli: 68 ára karlmaður með verkjalausa blóðmigu. Saga um lungnarek átta mánuðum áður og var á blóðþynningu eftir það. Rannsóknir leiddu í ljós 5 cm æxli í hægra nýra og stóran æxlissega sem lá um hægri nýrnabláæð og holbláæð inn í hægri gátt og hægri slegil. Æxlisseginn skerti verulega blóðflæði frá neðri hluta líkama og heilbrigða nýranu. Kreatínín var vægt hækkað: 133. Ekki voru merki um fjarmeinvörp. Eftir ítarlegar umræður lækna, sjúklings og aðstandenda var ákveðið að freista þess að fjarlægja æxlið. Sam- felldur miðlínu brjóstholsskurður og þverlægur kviðarholsskurður. Aðgerðin var gerð með hjálp hjarta- og lungnavélar í djúpri kælingu (16°C) og blóðrásarstöðvun. Aðgerðarsvæðið var blóðtæmt - blóð tekið út um hægri nárabláæð en blóðflæði um heila viðhaldið með öfugri blóðrás um heila (300 ml/mín) um legg í efri holbláæð (retro- Læknablaðið 2004/90 411
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.