Læknablaðið - 15.05.2004, Blaðsíða 84
LAUSAR STÖÐUR / NÁMSKEIÐ / OKKAR Á MILLI
Sérfræðingur
og aðstoðarlæknir
Staða sérfræðings við sjúkrahúsið Vog er laus til
umsóknar. Sérmenntun í geðlækningum, lyflækn-
ingum eða heimilislækningum æskileg.
Einnig er laus staða deildarlæknis.
Nánari upplýsingar veitir Þórarinn Tyrfingsson for-
stöðulæknir á staðnum eða í síma 824 7600. Um-
sóknir sendist SÁÁ Ármúla 18, 108 Reykjavík, merkt-
ar „læknir".
íbúð til leigu í París
50 fermetra íbúð til leigu í París frá 12. til 23. júní.
íbúóin er miósvæðis og með öllum þægindum.
Upplýsingar í síma 565-7642 e. kl. 18,
netfang: raggalovdal@hotmail.com
Námskeið í stoðkerfisfræði
að Reykjalundi
dagana 28.-30. maí
Hálshryggur
Námskeið í stoðkerfisfræði (ortópedískri medisín)
verður haldið að Reykjalundi dagana 28.-30. maí
2004. Er þetta annað í röð fjögurra slíkra námskeiða.
Aðalkennari verður sem fyrr Bernt Ersson læknir frá
Gávle. Farið er í líffærafræði og líftækni (bíomeka-
nik), en aðaláhersla verður lögð á meðferð. Á nám-
skeiðinu verður farið í greiningu og meðferð vanda-
mála í hálshrygg og verður stuðst við bók Bernts
sem verður seld á niðursettu verði á námskeiðinu.
Kennt verður á sænsku eða ensku eftir þörfum.
Námskeiðin eru ætluð læknum og sjúkraþjálfurum
en fjöldi þátttakenda verður takmarkaður og gert
ráð fyrir að þeir sem fyrstir sækja gangi fyrir.
Upplýsingar og skráning á námskeiðin er hjá Magn-
úsi Ólasyni, lækni á Reykjalundi (s. 566 6200, magn-
uso@reykjalundur.is) og Óskari Reykdalssyni, lækni,
heilbrigðisstofnuninni á Selfossi (s. 482 1300).
Frá Félagi íslenskra lækna í Svíþjóð
Um áramótin tók við ný stjórn FÍLÍS. Aðsetur hennar er í Lundi
og samkvæmt venju starfar hún í tvö ár. Stjórnin hefur tekið við
embættum af fráfarandi stjórn sem sat í Gautaborg. Embættisskip-
an er eftirfarandi: Tómas Guðbjartssoii forntaður (hjarta- og
lungnaskurðdeild), Kristín Huld Huraldsdóttir. ritari (skurðdeild),
Hjálmar Bjartmurz (heila- og taugaskurðdeild), Jóhannes Jóhann-
esson meðstjórnandi (kvennadeild) og Olai'ur Guðmundsson með-
stjórnandi (háls-, nef- og eyrnadeild). Endurskoðendur eru Anna
Steíánsdóttir (bæklunarskurðdeild) og Þorgerður Sigurðardóttir
(svæfinga- og gjörgæsludeild).
Allir stjórnarmenn eru starfandi við háskólasjúkrahúsið í Lundi
nema Jóhannes sem starfar við háskólasjúkrahúsið í Malmö. Stjórn-
in fundar á tveggja mánaða fresti og oftar ef þurfa þykir. Eins og
stendur bíða engin sérstök hitamál nýju stjórnarinnar. Afram verð-
ur lögð áhersla á að kynna sérnámið í Svíþjóð og möguleika á rann-
sóknum samhliða klínísku sérnámi. Fréttabréf er gefið út tvisvar til
þrisvar á ári og símaskrá er send til allra félaga FÍLÍS. Þeim sem
þurfa að hafa samband við FÍLÍS er bent á að hafa samband beint
við formann eða ritara. Annars eru upplýsingar um sérnám í Sví-
þjóð að finna í nýlegri grein eftir undirrituð á heimasíðu Læknafé-
lagsins.
Tómas Guðbjartsson formaður
Grönegatan 19B
222 24 Lund, Svíþjóð
tomasgudbjartsson@iwtmail.com
Kristín Huld Haraldsdóttir ritari
Fágelhundsvagen 62,
226 53 Lund, Svíþjóð
kristinhh@hotmail.com
Nýkjörin stjórn FÍLÍS: Jóhannes Jóhannesson, Hjálmar Bjartmarz,
Kristín Huld Haraldsdóttir, Hákon Helgi Hallgrímsson „meðstjórnandi",
Ólafur Guðmundsson og Tómas Guðbjartsson.
448 Læknablaðið 2004/90