Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2004, Blaðsíða 76

Læknablaðið - 15.05.2004, Blaðsíða 76
UMRÆÐA & FRÉTTIR / ÍÐORÐAPISTILL 166 Eldri verkefni Jóhann Heiðar Jóhannsson johannhj@lamIspitali.is UmfjÖLLUN UM exposure í undanförnum pistlum hefur ýtt til hliðar ýmsum verkefnum sem verið hafa í biðstöðu, hvað varðar umfjöllun og úrlausn, í langan líma. Reyndar er það svo að ýmsum íðorðaverkefn- um er svarað að bragði í síma eða með tölvupósti og mörg af þeim svörum rata aldrei inn í pistlana. Öllum svörum, nema einföldustu uppflettingum í prentaða safninu, er þó á einhvern hátt haldið til haga. Hug- myndin er að þessi verkefni og úrlausnir þeirra verði að lokum hluli af endurskoðaðri útgáfu íðorðasafns lækna. I pistlunum birtast umfjallanir og úrlausnir, sem undirritaður vill vekja athygli á og telur að eigi almennt erindi til lækna, og einnig ýmis konar beiðn- ir um athugasemdir eða aðstoð. Rétt er að ítreka að viðbrögð lækna við tillögunum eru mikils virði, ekki síst þegar tilteknum tillögum er hafnað og útskýrt er hvers vegna þær gefa ekki rétta mynd af fyrirbærinu. Um smekk má svo endalaust deila. Capsule enteroscopy Helgi Sigmundsson, læknir, sendi tölvupóst frá Banda- ríkjunum og spurði hvort til væri íslenskt heiti á nýrri rannsóknaraðferð sem beitt væri í meltingarlækning- um, video capsule enteroscopy eða capsulc entero- scopy. Helgi sagði frá því að aðferðin hefði verið viðurkennd til rannsókna á blæðingum af óþekktum uppruna í meltingarvegi og gerði hann ráð fyrir að ábendingum myndi fjölga þegar notagildið kæmi betur í Ijós. Til dæmis mætti fylgjast með afdrifum ígrædds smágirnishluta og staðsetja bólgubreytingar í ýmsum útbreiddum sjúkdómum í meltingarvegi. Heiti á þessari rannsókn fannst ekki í íðorðasafni lækna og beðið var um nánari lýsingu. Aðferðarlýsing Lykiltækið er örsmá, einnota myndavél, sem sjúkling- urinn gleypir og er látin taka röð mynda af slímhúð meltingarvegarins á leið sinni niður að endaþarmsopi. Vélinni er komið fyrir í hylki, capsule, sem vegur um 4 g og mælist um 2,5 sm á lengd. Auk myndavélarinnar inniheldur hylkið rafhlöður og ljósgjafa þannig að taka má litmyndir af landslagi meltingarvegarins. Vélin er virkjuð eftir inntökuna og mun eftir það geta tekið tvær litljósmyndir á sekúndu meðan rafhlaðan endist. í hylkinu er einnig sendir, sem sendir myndirnar jafnóðum til móttökubúnaðar sem komið er fyrir á sjúklingnum í belti eða beisli. Eftir að myndatökunni er lokið má hlaða myndröðinni inn í tölvu og skoða myndirnar á skjá til að leita uppi sjúklegar breytingar. Jóhann Heiðar er læknir á Landspítala Hringbraut. Garnaspeglun Fyrstu viðbrögð undirritaðs voru þau að þýða orð- hlutana hvern fyrir sig. Enteroscopy verður þannig garna- eða þarniaspcglun og video capsule entero- scopy gæti þá fengið heitið niyndhylkisgarnaspeglun eða garnaspcglun með myndhylki. Hylkið má með sama lagi nefna myndhylki eða speglunarhylki. Skoð- un tiltekinna hluta meltingarvegar má einnig gefa til kynna með viðeigandi tilbrigðum í aðgerðarheitinu, magaspeglun með myndhylki og ristilspeglun með myndhylki og almennt má nefna aðgerðina mynd- hylkisspeglun. Holsjárhylki Ásgeir Theódórs, meltingarsérfræðingur, fékk veður af umræðunni og rifjaði upp fyrri umfjöllun urn ís- lensk heiti á scopia (Læknablaðið 1997; 83: 690). Fram kom þá að íslenska orðið speglun væri almennt viðurkennt og rnikið notað, þó ekki væri það eðlis- fræðilega hámákvæmt. I þeirri umræðu var einnig rætt um almenna heitið á því tæki sem notað er, scope, og fram komu heitin -sjá, til dæmis augnsjá, eyrnasjá og nefsjá, og holsjá. til dæmis magaholsjá fyrir gastroscope og smáholsjá fyrir miniscope. Að þessu sögðu vildi Ásgeir nefna hylkið holsjár- hylki og rannsóknaraðferðina mjógirnisranusókii ineð holsjárhylki. Um það er ekki nema gott eitt að segja. Kransæðaheilkenni Guðmundur Þorgeirsson, hjartalæknir, hafði sam- band og óskaði eftir umfjöllun um nýtl hugtak. acute coronary syndrome. Undirritaður sá engin vand- kvæði á því að þýða orðrétt og nefna fyrirbærið brátt kransæðahcilkenni. Nýjar og sértækar rannsóknaaðferðir leiða stund- um til þess að skilgreining vel þekktra sjúkdómsfyrir- bæra er tekin til endurskoðunar og að áður viðtekin heiti duga ekki til að lýsa samfelldum sjúkdómsferli. Ymis klínísk fyrirbæri eru flokkuð að nýju og hver undirflokkur verður að fá viðeigandi heiti, þannig að ljóst sé hvað við er átt í fræðilegum samanburði. Kransæðasjúkdómurinn, coronary heart diseasc, er eitt dæmið um slíkt. I þeim sjúkdómi leiðir kransæðar- mein, oftast æðakölkun og blóðsegi, til blóðþurrðar, ischemia, í hjartavef. Helsta einkennið er brjóstverk- ur, hjartaöng, og alvarlegasta afleiðing umtalsverðrar blóðþurrðar er frumudauði í hjartavöðva, eða svonefnt fleygdrep, infarct. sem getur að lokum dregið sjúk- ling til dauða. Klínískar rannsóknir, svo sem hjarta- línurit og lífefnamælingar á blóði, gefa til kynna að ferlinum frá brjóstverk til fullmyndaðs fleygdreps megi skipta í mismunandi stig. Hugmyndin er sú að hvert stig gefi til kynna ákveðinn sjúkdómsframgang og vísi til þeirra meðferðarúrræða sem best eiga við. Heitið brátt kransæöaheilkenni á því að gefa nýja sýn á samfelldan sjúkdómsferil en ýmis undirheiti, sem ekki verða rædd hér, munu síðan afmarka einstök stig hans. 440 Læknablaðið 2004/90
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.