Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2004, Blaðsíða 28

Læknablaðið - 15.05.2004, Blaðsíða 28
FRÆÐIGREINAR / MEÐFERÐ VIÐ ÖNDUNARBILUN Tafla II. Helstu atriði úr BTS Guidelines. 1. BiPAP meöferö þarf að vera aðgengileg allan sólarhringinn á þeim sjúkrahúsum sem taka á móti sjúklingum meö bráða öndunarbilun. 2. BiPAP meöferö ber aö íhuga hjá öllum sjúklingum meö bráöa versnun á LLT meö öndunarsýringu (pH: 7,25- 7,35 eftir fyrstu lyfjameöferö og súrefnisgi'öf). 3. BiPAP má ekki nota I staö barkaþræðingar sé sú meöferö talin ráðlegust. 4. Mikilvægt er aö ákvaröa hver skuli vera hámarksmeöferö hjá hverjum einstökum sjúklingi. Sé barkaþræöing ekki fyrirhuguö má meöhöndla jafnvel mjög veika sjúklinga með BiPAP. 5. BiPAP meðferö má gefa á hefðbundinni legudeild aö því tilskildu aö starfsfólk hafi kunnáttu á þessari meðferö og aögengi sé aö gjörgæsludeild. 6. Jafnvel þó flestar rannsóknir hafi veriö geröar á sjúklingum með fyrrgreind pH gildi má meöhöndla sjúklinga meö verri öndunarsýringu (pH: <7,25). Meöferöina skal þá gefa á gjörgæsludeild eöa hágæsludeild. 7. BiPAP ber aö reyna viö bráöa og viö langvinna öndunarbilun hjá sjúklingum meö taugasjúkdóma eða aflögun á brjóstkassa. 8. BiPAP má reyna viö lungnabjúg ef CPAP ber ekki árangur. 9. BiPAP getur veriö hentugt hjálpartæki þegar venja skal sjúkling úr öndunarvél (weaning). 10. BiPAP má reyna viö súrefnisbilun hjá sjúklingum meö lungnabólgu og meö herpusjúkdóma en þá þarf aö liggja fyrir áætlun um barkaþræöingu viö versnandi ástand. 11. LLT sjúklinga sem hafa lagst inn meö bráöa öndunarbilun oftar en þrisvar ætti aö meta meö tilliti til langtíma BiPAP meðferöar heima fyrir. c. Tímasett (T), vélin skiptir milli innöndunar og útöndunar án tillits til öndunarhreyfinga sjúk- lings. Þessi slilling er sjaldan notuð. d. CPAP Oftast er ST stillingin notuð við bráðameðferð LLT. Þá er öndunartíðni vélar stillt á gildi sem eru nokkru lægri en öndunartíðni sjúklings og þannig tryggt að vélin taki við ef hægir verulega á öndun. Þetta kallast „back-up frequency" og er hliðstætt þeirri stillingu sem á hefðbundnum öndunarvél- um nefnist „assist-control ventilation“. Ljóst þarf þó að vera að áhrif ytri öndunarvélar eru mest ef sjúklingur andar sjálfur, það er að segja ef vélin styður við eigin öndun sjúklings. Áhrif vélarönd- unar einnar, án þátttöku sjúklings, eru harla lítil. Því skal ekki nota ytri öndunarvél á meðvitundar- lausa sem sýna enga tilburði til öndunar. CPAP meðferð er oft fullnægjandi við lungna- bjúg BiPAP-Vision hafa einungis stillingarnar S/T og CPAP. 3. Súrefni. Einungis flóknari sjúkrahúsvélar hafa sam- hæft súrefnisblöndunarkerfi sem getur ábyrgst nokkuð stöðugt súrefnisflæði við breytingar á loft- flæði til sjúklings. Á einfaldari vélum þarf að bæta súrefni beint við loftstrauminn en þar sem loft- straumur getur breyst mikið verða einnig breyt- ingar á súrefnisflæði. Best er að gefa súrefni beint inn á grímuna. Lífeðlisfræöileg áhrif BiPAP meöferöar Við versnun á LLT með bráðri öndunarbilun ein- kennist sjúkdómsmyndin af verulegri útöndunar- teppu, ofþenslu (hyperinflation) og þreytu innönd- unarvöðva. Teppan veldur því að lungun tæma sig hægar, dýnamískt samfall verður á loftvegum við hærri lungnarúmmál og í lungnablöðrum (alveoli) verður yfirþrýstingur við lok útöndunar, svokallað PEEP (intrinsic positive end-expiratory pressure (PEEPi); innbyggður jákvæður endaútöndunar þrýstingur). Til að ný innöndun geti hafist verða öndunarvöðvar að yfirvinna þennan þrýsting. Ofþensla felur þannig í sér aukningu á öndunarvinnu sem getur verið veruleg hjá LLT sjúklingum við bráða öndunarbilun, (áætlað allt að 43% af heildar öndunarvinnu) (8). Mælingar við versnun á LLT benda til að PEEPi sé um það bil 6,5 (+/- 2,5) cm H20 (12). Með öndunar- stuðningi er hægt að draga úr PEEPi og þar með minnka innöndunarvinnu. Þetta eru ein aðaláhrifin af CPAP meðferð hjá sjúklingum með LLT. Af þessu leiðir einnig að það hefur ekki þýðingu að gefa hærri útöndunarþrýsting en nauðsynlegur er sem mótvægi við PEEPi; slíkt leiðir einungis til frekari ofþenslu. CPAP getur því eitt og sér borið árangur við versnun á LLT með öndunarbilun en vegna viðbótar öndunar- stuðnings í innöndun hefur BiPAP þó áhrif mun fyrr. Aðstæður eru aðrar við lungnabólgu/lungnahrun (atelectasis)/lungnabjúg eða brátt heilkenni öndun- arerfiðleika (ARDS). Hér hefur CPAP bein áhrif á loftskipti með því að opna samfallna eða vökvafylltar lungnablöðrur (alveoli), sérstaklega í neðri hluta lungna. CPAP meðferð við bráðum lungnabjúg er fljótvirk og árangursrík meðferð (9). Sérstaka þýð- ingu hér hefur lækkun á forfyllingu (preload) og aft- urfyllingu (afterload) vegna hækkunar á þrýstingi í brjóstkassa. Aukalega geta hrein þrýstingsáhrif leitt til minni vökvasöfnunar í lungnablöðrum (alveoli), minni teppu og meiri sveigjanleika (compliance). Þan á lungum leiðir líka til örvunar á parasympatísk- um boðum sem hægja á hjartslætti. 392 Læknablaðið 2004/90
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.