Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2004, Blaðsíða 50

Læknablaðið - 15.05.2004, Blaðsíða 50
ÞING SKURÐLÆKNA, SVÆFINGA- OG GJÖRGÆSLULÆKNA / ÁGRIP ERINDA / VEGGSPJALD voru 36%, 54% l'yrir stig IIA+B, 35% fyrir stig IIIA og 32% fyrir stig IIIB. Enginn lést <30 d. eftir aðgerð. Hár aldur (p=0,05) og stór æxli (p<0,001) voru sjálfstæðir neikvæðir forspárþættir lífshorfa. Slím- frumukrabbamein (n=42) höfðu verri horfur en flöguþekju- (n=74) og stórfrumukrabbamein (n=14) (p=0,04). Alyktun: Skammtíma árangur lungnabrottnáms er mjög góður í þessari rannsókn þar sem enginn lést <30 daga frá aðgerð. Lang- tímahorfur eru hins vegar lélegar, einnig fyrir sjúklinga með stað- bundið lungnakrabbamein. Berkjufistlar eru algengustu alvarlegu fylgikvillarnir (6,2%) og sjást oftar eftir hægra lungnabrottnám. E - 35 Skuröaögeröir viö loftbrjósti og áhætta á endurteknu loftbrjósti Ingiinar Ingólfsson, Erik Gyllstedt, Per Jönsson, Tómas Guðbjarts- son Hjarta- og lungnaskurðdeild háskólasjúkrahússins í Lundi, Svíþjóð Inngangur: Loftbrjóst er oftast hægt að lækna með kera og sogmeð- ferð. I völdum tilvikum getur þurft að grípa til skurðaðgerðar, oftast vegna endurtekins loftbrjósts eða viðvarandi lungnaleka. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna ábendingar og árangur aðgerða vegna loftbrjósts við háskólasjúkrahúsið í Lundi. Efniviður og aöfcrðir: Rannsóknin er afturvirk og náði til allra sjúk- linga sem gengust undir skurðaðgerð vegna loftbrjósts í Lundi á tímabilinu 1996-2003. Samtals var um 256 sjúklinga að ræða. Með- alaldur var 42 ár (bil 13-94 ár) og voru karlar í meirihluta (73%). Lagt var mat á árangur aðgerðanna með sérstöku tilliti til tíðni end- urtekins loftbrjósts eftir skurðaðgerð. Niðurstöður: Þeir sem gengusl undir aðgerð höfðu flestir sjálfkrafa loftbrjóst án undirliggjandi sjúkdóma (77%). Helmingur hafði reykingasögu að baki. Meirihlutinn hafði a.m.k. einu sinni áður greinst með loftbrjóst. Fimmtungur hafði þekktan lungnasjúkdóm, oftast lungnaþembu eða berkjubólgu. Aðgerðirnar voru oftast (93%) framkvæmdar í gegnum brjóstholsjá en í 2% tilvika þurfti að snúa í hefðbundna opna aðgerð. Aðgerðartími var að meðaltali 63 mínútur (bil 20-292 mínútur) og sjúkrahússdvöl 3,5 dagar. í lang- flestum tilvikum var hluti efra blaðs lungans fjarlægður með hefti- byssu (89%) en fleiðran síðan sprautuð með talki (36%), skröpuð með Marlex-neti (14%) eða sandpappír (30%). Hjá 99 sjúkling- anna var að auki framkvæml hlutabroltnám á efri hluta fleiðru (pleurectomy). Algengustu fylgikvillar aðgerðanna voru viðvarandi loftleki (11 %) og blæðingar (3%). Tveir létust úr öndunarbilun eftir aðgerð (skurðdauði 0,8%). Alls gengust 28 sjúklingar (11%) undir endurtekna aðgerð vegna loftbrjósts sömu megin, að meðaltali níu mánuðum (ld.-39 mán) frá upphaflegu aðgerðinni. Sjúklingar með lungnaþembu (OR 3,6, p=0,05) og loftleka >7 daga eftir aðgerð voru í marktækt meiri áhættu (OR 16,1, p<0,0001) að gangast undir enduraðgerð vegna loftbrjósts. Hár aldur (OR 0,979, p=0,01) og hlutabrottnám á lungnatoppi (OR 0,231, p=0,01) minnkuðu hins vegar áhæltu á enduraðgerð. Alyktun: Alvarlegir fylgikvillar aðgerða við loftbrjósti með brjóst- holsjá eru sjaldgjæfir. Aðgerðin er örugg og fljótleg og legutími stuttur. Endurtekið loftbrjóst eftir aðgerð er áhyggjuefni þar sem tíðni þess er hærri en við opna aðgerð. Veggspjald V - 1 P2Y12 ADP-viötakinn er til staöar í sléttum vöövafrumum æða og miðlar samdrætti Anna-Karin Wihlborg', Tómas Guðbjartsson2, Lingwei Wang', Oscar Östberg Braun', Atli Eyjólfsson2, Ronny Guslafsson2, David Erlinge' 'Hjartadeild, 2hjarta- og lungnaskurðdeild háskólasjúkrahússins í Lundi, Svíþjóð. Ágrip: ADP gegnir mikilvægu hlutverki í samloðun blóðflagna með því að virkja P2Y12 viðtaka, en lyf sem hemja þessa viðtaka (til dæmis clopidogrel, Plavix®) eru notuð til að fyrirbyggja sega í kransæðum. I þessari rannsókn könnuðum við þá tilgátu að P2Y12 viðtaka sé að finna í sléttum vöðvafrumum blá- og slagæða. Efniviður og niðurstöður: Notast var við slagæða- og bláæðagræð- linga 16 sjúklinga sem gengust undir kransæðahjáveituraðgerð á há- skólasjúkrahúsinu í Lundi. í sléttum vöðvafrumum mældist mRNA fyrir P2Y12 hátt samanborið við aðra P2 viðtaka, sérstaklega sam- anborið við hina tvo ADP viðtakana, P2Yj og P2Y]3 (real-time PCR). Með Western-blot aðferð sáust 50 kD bönd sem svipar til þeirra sem sjást í blóðflögum. Til þess að afhjúpa æðasamdrátt vegna P2Y12 viðtakans, og þannig líkja eftir aðstæðum in vivo, voru æðarnar fyrst meðhöndlaðar með norepinephrine, síðan adenosine og loks calcitonin-gene-related peptide sem veldur æðavíkkun. Síðan var 2-MeSADP, sem er stöðugt lyf sem svipar til ADP, notað til að framkalla samdrátt í innri brjóstholslagæð (IMA), greinum hennar og litlum bláæðum (Emax = 15 ± 6 % af 60 mmol/L K+ samdrætti, pEC50 = 5.6 ± 0.6, Emax = 20 ± 1 %, pEC50 = 6.8 ± 0.3 resp. Emax = 68 ±11 %, pEC50 = 6.7 ± 0.3). Að því búnu var samdráttur vegna 2- MeSADP upphafinn með sérhæfðum P2Y12 hemjara, AR-C67085. Ekki sást minnkun á samdrætti hjá sjúklingum sem lóku clopidogrel en clopidogrel hemur ADP-örvaða samloðun blóðflagna með því að hemja P2Y12 viðtaka. Þetta skýrist sennilega af því hversu óstöð- ugt virka efni clopidogrels er. Ályktun: ADP miðlar samdrætti í slag- og bláæðum með því að virkja P2Y12 viðtaka. Lyf sem letja P2Y12 viðtaka geta því haft áhrif á bæði samloðun blóðflagna en einnig hindrað samdrátt í æðum. Slík lyf gætu haft þýðingu hjá sjúklingum sem gangast undir hjá- veituaðgerð til að fyrirbyggja samdrátt og segamyndun í slag- og bláæðagræðlingum fyrst eftir aðgerð. V - 2 NUSS-aögerö - nýjung í meöferð trektarbrjósts Tómas Guðbjartsson, Ramon Lillo-Gil, Per Jönsson, Erik Gyllsted Hjarta- og lungnaskurðdeild háskólasjúkrahússins í Lundi, Svíþjóð Inngangur: Trektarbrjóst (pectus excavatum) er algengur með- fæddur galli sem sést hjá l%o barna, aðallega drengjum. Oftast er trektarbrjóst án einkenna en í völdum tilvikum getur trektin þrengt að bæði hjarta og lungum. Aðgerðir við trektarbrjósti eru langoftast 414 Læknablaðið 2004/90
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.