Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2004, Blaðsíða 58

Læknablaðið - 15.05.2004, Blaðsíða 58
UMRÆÐA & FRÉTTIR / VÍSINDARANNSÓKNIR Mikil gróska í vísindarannsóknum Rætt við Björn Guðbjörnsson formann Vísindasiðanefndar Þröstur Á heimasÍðu Vísindasiðanefndar segir svo um hlut- Haraldsson verk hennar: „Helsta hlutverk Vísindasiðanefndar er að meta umsóknir um rannsóknir sem fyrirhugað er að gera á mönnum og sem varða heilsu þeirra á einn eða annan hátt.“ Reglugerðin um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði er frá 1999 en þá var gerð nokkur breyting á skipan nefndarinnar. Fyrsta spurning mín til Björns Guðbjörnssonar formanns nefndarinnar er um þá breytingu, í hverju hún fólst. „Breytingin sem þá var gerð kallaði á töluverðar umræður um starfsemi nefndarinnar, einkum hvað varðaði skipun hennar. Staða nefndarinnar innan stjórnsýslunnar breyttist hins vegar lítið, til dæmis skipaði heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra nefnd- ina eins og áður. Það var hins vegar kveðið á um að nefndarmenn skuli búa yfir sérþekkingu á sviði heil- brigðisvísinda, siðfræði, rannsókna og mannréttinda en slfkt var ekki í eldri reglugerð. Það eru því gerðar meiri fræðilegar kröfur til nefndarmanna. Nefndin hóf störf undir forystu Ingileifar Jóns- dóttur og fyrsta verkið var að semja viðmið fyrir nefndina með hliðsjón af þeim stóru rannsóknar- verkefnum sem þá voru hafin. Þessi viðmið snerust um það hvernig rannsakendur skuli haga sér við að nálgast sjúklinga, leita eftir samþykki þeirra og fleira og byggðust meðal annars á ýmsum alþjóðlegum sáttmálum um rannsóknir á mönnum. Um þetta urðu miklar umræður innan nefndarinnar og við rann- sóknarhópa og sjúklingasamtök. Þetta starf var að Breytt landslag í vísindum Islenskt vísindaumhverfi hefur tekið miklum breytingum á síðustu árum. Raunar má segja að umræðan um miðlægan gagnagrunn og tilkoma íslenskr- ar erfðagreiningar hafi hrist duglega upp í vísindasamfélaginu. Ýmsar siðferði- legar spurningar urðu áleitnari en fyrr, auk þess sem ný fyrirtæki og nýir mögu- leikar í lífvísindum breyttu starfsvettvangi rannsakenda. Nú er rnesti hasarinn sem fylgdi þessum breytingum horfinn og þess vegna ekki úr vegi að líta yfir sviðið hér í Læknablaðinu. Hér á eftir fylgja viðtöl við þau Björn Guðbjörnsson formann Vísindasiða- nefndar og Sigrúnu Jóhannsdóttur forstjóra Persónuverndar en þessar tvær stofnanir hafa fylgst með þeim sviptingum sem orðið hafa og raunar orðið fyrir þeim sjálfar. Báðum stofnunum var breytt töluvert og þeim gert kleift að takast á við ný og aukin hlutverk. I næsta blaði verður fjallað sérstaklega um lyfjarannsóknir en í maí taka gildi nýjar reglur um framkvæmd þeirra sem sniðnar eru eftir evrópskri fyrir- mynd. mestu unnið á fyrstu árunum og hefur reynst mjög vel því síðan hefur ríkt allgóð sátt um starfsemi nefnd- arinnar, bæði um verklag og samskipti við rannsak- endur.“ - Hvernig hefur vísindasamfélagið tekið þessum breytingum? „Það sem hefur helst valdið óánægju er sú krafa nefndarinnar að sömu viðmið skuli gilda um litlar rannsóknir, jafnvel nemaverkefni með fáum þátttak- endum, og þær stóru þar sem þátttakendur skipta hundruðum eða þúsundum. Þeim sem standa að minni rannsóknarverkefnum hefur fundist þetta íþyngj- andi. Okkar stefna er hins vegar sú að um þetta verði að gilda jafnræðisregla, það verði að gilda sömu við- mið og sama upplýsingaskylda. Nemar í rannsóknar- námi verða að læra þær siðferðisreglur sem gilda.“ Mikil fjölgun rannsókna Umfang rannsóknanna hefur aukist verulega því á fyrstu árum hinnar nýju nefndar voru afgreiddar um og innan við 100 rannsóknir á ári en eru nú á bilinu 170-200. Við það bætist að viðbótum við eldri verk- efni hefur fjölgað gífurlega. „Þetta er eðlilegt því í rannsóknum vakna oft nýj- ar spurningar sem þarf að svara. I sumum tilvikum er óskað eftir að nota frumgögn í framhaldsrannsókn- um og jafnvel öðrum rannsóknarverkefnum. Allt krefst þetta þess að farið sé á ný í gegnum siðferði- lega umræðu. Við köllum þá oft eftir ítarlegri rök- stuðningi rannsakenda.“ Björn segir að þessi aukning hafi kallað á aukinn mannafla. Árið 1999 var framkvæmdastjóri nefndar- innar í hálfu starfi en nú eru starfsmennirnir orðnir tveir og farið að huga að þeim þriðja. „Skriffinnskan og skjalavarslan sem fylgir þessu hefur aukist mikið en þessi aukni starfskraftur hefur líka gert okkur kleift að hraða afgreiðslu umsókna og bæta þjónust- una við rannsakendur. Algengt er að frumrannsóknir séu afgreiddar á 4-6 vikum og viðbætur og breytingar á 2-3 vikum. Flestar umsóknir eru vel unnar sem flýtir fyrir af- greiðslu þeirra. Við þurfum hins vegar að gera at- hugasemdir, mismiklar, við um það bil þriðjung um- sókna. Oftast bregðast menn við og fá erindið afgreitt í annarri umferð en í nokkrum tilvikum verða bréfin fleiri. Sumar rannsóknir eru þess eðlis að þær kalla á ítarlega umræðu og samráðsfundi með rannsóknum. Þá er oft verið að fara nýjar nálgunarleiðir og þar 422 Læknablaðið 2004/90
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.