Læknablaðið - 15.05.2004, Blaðsíða 82
ÞING / STYRKIR
3. norræna þingið um lækninga-
húmor í Reykjavík 9.-13. júní
„Praktisk bruk av
medisinsk humor“
Þingið verður haldið í Hringsal Barnaspítala Hringsins
og er opið öllu áhugafólki um lækningahúmor. Dag-
skrá, skráningarblað og kynningarbækling er að finna á
slóðinni http://kmh.mirrorz.com
Eins og yfirskrift þingsins ber með sér verður lögð
sérstök áhersla á hvernig nota má húmor í starfi heil-
brigðisstarfsfólks. Von er á tveimur heimsfrægum fyrir-
lesurum, dr. Madan Kataria og prófessor Rod A.
Martin. Dr. Kataria er heimilislæknir frá Bombay á Ind-
landi. Hann er stofnandi Hláturklúbba-hreyfingarinnar
og er eftirsóttur fyrirlesari og leiðbeinandi. Rod A.
Martin er prófessor í sálfræði í London, Ontario í Kan-
ada. Hann hefur setið lengi í stjórn The International
Society of Humor Studies og byggir vísindavinnu sína
að miklu leyti á rannsóknum á skopskyni og á því
hvernig nota má húmor sem vörn gegn streitu.
Auk þessara tveggja verða víðfrægir fyrirlesarar, bæði
erlendir og innlendir. Má þar nefna Mats Falk, heimilis-
lækni frá Svíþjóð, Stein Tyrdal, bæklunarlækni og for-
seta Nordisk Selskap for Medisinsk Humor frá Noregi,
Hildi Helgadóttur, hjúkrunarforstjóra, Braga Skúlason,
sjúkrahúsprest, Sigurð Guðmundsson, landlækni,
Ottar Guðmundsson, geðlækni og Pétur Lúðvígs-
son, barnalækni.
Q Lækna-
dagar
O 2005
Læknadagar verða nú haldnir 17.-21. janúar næst-
komandi. Fjöldi tillagna til dagskrár Læknadaga
2005 hefur nú borist til Fræðslustofnunar. Fyrirhug-
að er að ganga frá stærstum hluta dagskrárinnar
fyrir sumarið. Undirbúningsnefndin hyggst fara yfir
tillögurnar fyrir 15. maí og mun í kjölfarið senda svör
til viðkomandi. Þeir sem enn hafa tillögur geta sent
þærtil Margrétar Aðalsteinsdóttur hjá Fræðslustofn-
un lækna, Hlíðasmára 8, 201 Kópavogi, eða með
tölvupósti magga@lis.is
Undirbúningsnefnd
Novo Nordisk Foundation
Research Meetings
Styrkir til
vísindastarfsemi
Norræna rannsóknanefndin (Nordisk Forsknings
Komité) ráðgerir að veita allt að 300.000 DKR á ári
til vísindastarfsemi á Norðurlöndunum, til dæmis til
eins til þriggja daga málþinga, jafnvel sem velskil-
greinda fundi í tengslum við stærri ráðstefnur
(satellite symposium), eða til að bjóöa alþjóðlega
viðurkenndum vísindamönnum til styttri dvalar hjá
rannsóknahópum í tengslum við fyrirlestrahald eða
sambærilega starfsemi. Styrkir verða ekki veittir
vegna námskeiða.
Starfsemin skal vera á sviði innkirtlafræði eöa
tilraunalífeðlisfræði.
Hver styrkur nemur að jafnaði 100.000 DKR eða
hærri upphæð.
Sækja má um styrki vegna starfsemi á árinu 2005
eða 2006.
Umsóknir skal senda í fimm eintökum til:
Novo Nordisk Fonden
Brogárdsvej 70
Postbox 71
DK-2820 Gentofte, Danmark
sími: +45 44 43 90 31
bréfasími: +45 44 43 90 98
www. no vonordiskfonden.dk
í umsókninni skal koma fram rökstuðningur fyrir
mikilvægi þeirrar starfsemi sem sótt er um styrk til
(ein síða), lýsing á starfseminni, fjárhagsáætlun og
áætluð tímasetning, upplýsingar um virkni rann-
sóknarhóps umsækjenda á fræðasviðinu og
þýðingu þeirrar starfsemi sem sótt er um styrk til
fyrir framhald þeirra rannsókna, ásamt skrá yfir
birtingu á helstu nióurstöðum rannsóknarhóps
umsækjenda síðastliðin tvö til þrjú ár (tvær síður).
Umsóknir ásamt öllum fylgiskjölum skulu hafa
borist til Novo Nordisk Fonden í síðasta lagi 17.
ágúst 2004. Ófullnægjandi umsóknir og umsóknir
sem berast á bréfasíma eða í tölvupósti verða ekki
teknar til greina.
Umsóknum verður svarað um miðjan október
2004.
446 Læknablaðið 2004/90