Læknablaðið - 15.05.2004, Blaðsíða 73
UMRÆÐA & FRÉTTIR / ARFUR JÓNS STEFFENSEN ■
Læknabók Þorleifs Björnssonar
Endurreisn vísinda og mennta á Ítalíu
Roger I (1031-1101) reyndist afburðastjórnandi og
sýndi fádæma umburðarlyndi þeim þegnum, sem
voru af öðru þjóðerni og það sem meira var, í öllu
ríkinu var fullkomið trúfrelsi. Fern trúarbrögð þrifust
hlið við hlið - rómversk-kaþólsk og grísk-kaþólsk trú,
íslam og gyðingdómur. Höfuðborgin, Palermó, var
nefnd þrítyngda borgin, opinberu málin voru latína,
gríska og arabíska og að auki mátti heyra arameisku,
tungu Gyðinganna og frönsku, móðurmál Normann-
anna. Var því ekki furða að til þessa frjálsa rfkis
streymdu menntamenn, skáld og listamenn.
Fram að þessu höfðu menning og vísindi verið
aðskilin í tvo heima, latneskan og grískan og ríkti
gagnkvæm andúð og skilningsleysi þar á milli. Arab-
ar komust í snertingu við Aust-rómverska keisara-
dæmið og þar voru náin menningarsamskipti. Til dæm-
is er vitað að í byrjun níundu aldar barst Mamoun
kalífa í Bagdad safn grískra rita sem hann lét kristna
Sýrlendinga þýða á arabísku. Grísk arfleifð komst
þannig í vörzlu Serkjanna og falin handan kristninnar
í Jerúsalem, Alexandríu, Kaíró, Túnis, Spáni og Sikil-
ey.
í ríki kalífanna stóð læknisfræði með blóma og
stórlega var bætt við þekkinguna. Frægastur læknir
þar var Avicenna (Ibn Sina), sem uppi var 980-1037
og nefndur var prinsinn meðal lækna. Meginverk
hans nefnist lögmál læknisfræðinnar og var það notað
til kennslu víða um Vesturlönd og á einum stað allt til
ársins 1650. Raunar er Avicenna nú á dögum þekkt-
astur fyrir heimspekikenningar sínar og fyrir þau
áhrif sem hann hafði á Averroes og Maimonides,
Heilagan Tómas Aquinas og Albertus Magnus.
Fyrsta myndskreytta verkið um skurðlækningar kom
frá hendi Abduls Kasim (Albucasis), sem var sam-
tímamaður Avicenna og bjó í Kordóba á Spáni. Frá
þeirri borg kom einnig annar læknir, Maimonides,
Gyðingurinn Moses ben Maimon (1135-1204). Þegar
hann neitaði að kasta trú sinni og ganga íslam á hönd,
var hann útlægur ger og flýði til Kaíró. Þar varð frægð
hans slík að hann varð líflæknir Saladíns fyrirliða
Serkjanna. Maimonides ritaði líu bækur á arabísku
og kom þar á framfæri hugmyndum Hippókratesar,
Galens, Díoskórídesar og Avicenna. í læknisfræðileg-
um kjarnyrðum kom hann kenningum Galens í 1500
stuttar, hnitmiðar setningar að hætti Hippókratesar.
Á sama hátt og Ibn Sina er Moses ben Maimon nú
hins vegar þekktastur fyrir skrif sín um heimspeki og
þó sérstaklega siðfræði.
Þegar uppgangur Normanna hófst var ríki kalíf-
anna í Bagdad farið að hnigna og eftir að krossferð-
irnar hófust tóku Gyðingar að streyma vestur á bóg-
inn. Þeir fluttu með sér þekkingu sem þar var löngu
glötuð og má orða þetta svo að Serkir og Márar hafi
varðveitt læknavísindin fyrir Vesturlandabúa um hin-
ar myrku aldir.
Þegar vísindarit, frumsamin og þýdd, tóku að
streyma vestur á bóginn, var hafizt handa við að þýða
þau úr arabísku á latínu og hvergi voru betri skilyrði
en á Sikileyjunum báðum. Þegar eftir að Normannar
höfðu tryggt yfirráðin á Sikiley, réðu þeir þýðendur til
þess að snúa á latínu þeim arabísku og grísku bókum
sem þeir komust yfir í Palermó. í læknisfræðinni var
það hins vegar Salernó sem tók forustuna.
Örn Bjarnason
Læknaskólinn í Salernó
Salernó liggur á vesturströnd Ítalíuskagans við botn
samnefnds flóa um fimmtíu kílómetra sunnan við
Napólí. Á velmektartímum Rómarveldisins var þar
vinsæll heilsulindastaður og álitið er að munkar af
Benediktsreglu hafi verið farnir að reka þar spítala í
byrjun níundu aldar, en auk þess var spítali á Monte
Cassino í tengslum við klaustrið þar.
Ekki er ágreiningur um það að í Salernó varð til
fyrsti læknaskóli í Evrópu, en margt er á huldu um
upphaf hans. Það hefir líklega verið á níundu öld og
heimildir eru til um það að seint á öldinni hafi stúd-
entar verið farnir að sækja þangað úr fjarlægum hér-
uðum. Munnmæli herma að stofnendur hans hafi ver-
ið Gyðingurinn Elínus, Grikkinn Pontínus, Arabinn
Adala og Rómverjinn Meistari Salernus. Þó svo að
sögnin sé vafasöm í betra lagi má segja að hún lýsi vel
þeim menningarþáttum sem tryggðu velgengni skól-
ans.
í Salernó var skurðlækningum gert jafn hátt undir
höfði og lyflækningum og konur fengu aðgang að
náminu. Frægust þeirra var Trotula sem við er kennd
ritgerð um fæðingarfræði.
Eitt frægasta ritið sem frá Salernó kom var Regi-
men Sanitatis Salernitanum, latneskt ljóð um forsend-
ur mataræðis og hreinlætis. Elstu uppskriftir geyma
um 362 vers og sumar allt að 3500. Ljóðið var fyrst
gefið út í Písa 1480 og síðan fylgdu fjórtán útgáfur víðs
vegar í Evrópu og bókin var staðalrit fyrir lækna út
sextándu öldina og fram eftir sautjándu öldinni.
Tilefni þessarar frásagnar um ríki Normanna og
um Salemóskólann var að geta sagt deili á þeim manni
sem Henrik Harpestræng fékk efnivið sinn hjá að
verulegum hluta.
Constantínus Africanus var fæddur í Karþagó eða
á Sikiley snemma á elleftu öld. Hann lærði læknisfræði
í Salernó og ferðaðist um Sýrland, Persíu, Indland, Eg-
yptaland og Eþíópíu og safnaði handritum um læknis-
Fyrri hluti þessarar greinar
birtist í aprílhefti
Læknablaðsins.
Höfundur var ritstjóri Lækna-
blaðsins 1976-1993. Hann er að
mestu hættur lækningum og
vinnur nú að undirbúningi að
útgáfu á norrænum lækninga-
handritum frá miðöldum og
skýringum á þeim.
Læknablaðið 2004/90 437