Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.05.2004, Page 75

Læknablaðið - 15.05.2004, Page 75
UMRÆÐA & FRÉTTIR / ARFUR JÓNS STEFFENSEN sem út kom 1997, segir ritstjórinn, Desmond Slay, frá íslenzkum handritum sem varðveitt eru í bókasafni Trinity College, Dublin. Hafi þau um tíma verið í eigu James Johnstone fornfræðings (antiquary). Um líf hans sé lítið vitað nema það að hann hafi verið prest- ur og ritari við Brezka sendiráðið í Kaupamannahöfn 1779 til 1782 og hafi síðan veitt sendiráðinu forstöðu í fjarveru sendiherrans 1785 til 1786 og aftur 1789 til 1790. Ritsmíðar hans hafi verið gefnar út í Höfn 1780 til 1786 og hann titlar sig þá: Rector of Magheracross in Ireland. Johnstone lézt á írlandi árið 1798. Des- mond Slay segir, að Trinity College hafi keypt „John- stone’s considerable collection of Icelandic manu- scripts on 27 February 1800 ... (Library Minutes, TCD MUN/LIB/2/l)“. Ekki kemur fram hvort MS L-2-27 var meðal þeirra handrita, sem seld voru og ekki er heldur vitað hvernig MS 23 D 43 komst í bókasafn the Royal Irish Academy. íslenzk lækningahandrit og Henrik Harpestæng í formálanum að ritum Harpestrængs segir Marius Kristensen að af íslenzkum textum sem að hluta til eða í heild megi rekja til Harpestrængs séu þessir þekktir: Kafli úr lækningabók frá síðasta hluta þrettándu aldar fenginn úr handritinu A.M. 655 XXX Qv. og út- gefinn af Konráð Gíslasyni í Kaupmannahöfn árið 1860 (Fire og fyrretyve for en stor deel forhen utrykte Pi'pver af Oldnordisk Sprog og Litteratur). Kafli um læknisfræði í Alfræði íslenzkri sem Kr. Kálund gaf út í Kaupmannahöfn 1908 (Islandsk En- cyklopædisk Litteratur I. COD. MBR. AM 194,8v°). íslenzka lækningabókin Codex Arnamagnæanus 434 a 12mo. frá síðari hluta 15. aldar. Kr. Kálund gaf út í Kaupmannahöfn 1908 (Kongelige Danske Viden- skabs Selskabs Skrifter 6 Række. Historisk-filologisk Afdeling IV. Kjpbenhavn 1907) Handrilið MS Royal Irish Academy 23 D 43 í Dublin, sem fyrr var nefnt. Um það segir Kristensen: „Bogen blev fundet for nogle ár siden af Edw. Gwynn, fellow of Trinity College og Prof. Carl Marstrander (nu i Christiania) har taget afskrift af den.“ í formálanum að læknabók Þorleifs Björnssonar þakkar Larsen veittan stuðning og aðstoð, þar á með- al Poul Hauberg lyfjafræðingi í Kaupmannahöfn „for suggestions upon botanical questions.“ Hefir sú ráð- gjöf að sjálfsögðu náð til ábendinga um það hvaða jurtir er verið að fjalla um. Poul Richard Hauberg var einn af ráðgjöfum Kristensens við útgáfuna á ritum Harpestrængs 1908 til 1922 og hann hélt áfram rannsóknum sínum á nor- rænum handritum fram eftir öldinni. Að honum látn- um kom út ritið: Lægebpger med til tilknytning til Henrik Harpestræng. Theriaca. Samlinger til Farma- ciens og medicinens Historie. Eftirfarandi textar, með skýringum Haubergs, eru í ritinu: U Lægebogen í Uppsala Universitetsbibliotek D 600. 8° - frá lokum 15. aldar, AD Lægebogen í Thottske Samling 710. 4° - frá miðri 15. öld og Det Arna-Magnæanske Haand- skrift A.M. 819.4°-frál7. öld. C Lægebogen i Ny Kgl. Samling 314 b. 4° - frá lokum 15. aldar, I Lægebogen i Det Arna-Magnæanske Haand- skrift A.M. 45.4° - frá miðri 15. öld, U1 Lægebogen i Uppsala Universitetsbibliotek D 600. 8°, E Lægebogen i Gl. Kgl. Samling 3487. 8° - frá byrjun 16. aldar, F Lægebogen i Den Arna-Magnæanske Haand- skriftsamling A.M. 188. 4° - frá miðri 16. öld, G Lægebogen i Gl. Kgl. Samling 3487. 8° - frá byrjun 16. aldar. I þessu verki renndi Hauberg styrkari stoðum undir þekkinguna á því, um hvaða jurtir er verið að fjalla í norrænum lækningahandritum og það auð- veldar allan samanburð. Þegar kemur að útgáfu Læknabókar Þorleifs Björnssonar og orðaskýringum með henni munu lesendur geta sannreynt að svo er. Helztu heimildir Blöndal LH, Jónsson V. Læknar á fslandi. Skrifstofa landlæknis lét taka saman. Reykjavík: ísafoldarprentsmiðja MCMXLV. Harpestræng H. Gamle Danske urtebpger, stenbpger og koge- bpger. Udgivne for Universitets-Julilæets Danske Samfund ved Köbenhavn ved Marius Kristensen. Kpbenhavn: H.H. Thieles Bogtrykkeri 1908-1921. [Fprste Hæfte 1908, Andet Hæfte 1909, Tredje Hæfte 1910, Fjærde Hæfte 1913, Femte Hæfte 1915, Sjette Hæfte 1917, Syvende Hæfte 1921] Larsen H. An Old Icelandic Medical Miscellany. MS Royal Irish Academy 23 D 43 with Supplement from MS Trinity College (Dublin) L-2-27. Utgitt for Fridtjof Nansens Fond. Det Norske Videnskaps-Akademi i Oslo. Oslo: I Kommisjon hos Jacob Dybwad 1931. Harpestræng H. Liber herbarum udgivet af Poul Hauberg. Kpben- havn: Bogtrykkeriet Hafnia (Carl Kretzschmer)1936. Hauberg P. Lægebpger med Tilknytning til Henrik Harpestræng Kpbenhavn: Theriaca. Samlinger til Farmaciens og Medicinens Historie. Hefte XXII Udgivet af Dansk Farma- cihistorisk Selskab. Juni 1982. Geschichte der Botanik. Studien von Ernst H. F. Meyer. Königs- berg: Verlag der Gebriider Borntrager. Erster Band 1854. Zweiter Band 1854. Dritter Band 1856. Vierter Band 1857. Nachdruck. Amsterdam: A. Asher & Co. 1965. Steffensen V. Hippokrates. Faðir læknisfræðinnar. Saga hans og hippokratisku læknisfræðinnar, ásamt þýðingum á víð og dreif úr ritum hans. Reykjavík: Bókaútgáfan Norðri 1946. Mírmanns saga. Edited by Desmond Slay Editiones Arnamagnæ- anæ Scries A, vol. 17 CopenhagemC A Reitzels Forlag 1997. Durant W. The Story of Civilization: 4 A History of Medieval Civilization - Christian, Islamic, and Judaic - from Constan- tine to Dante: A.D. 325-1300. Grimberg C. Verdenshistorien 5. bindi: Folkevandringeme og 6. bindi: Korstogstiden. Kpbenhavn: Politikens forlag 1966. Encyclopædia Britannica. A New Survey of Universal Knowledge. Encyclopædia Britannica. Chicago: William Benton, Publis- her 1965. Encyclopædia Britannica Online Copyright © 1994-2001 Encyclo- pædia Britannica Inc. Lyons AS, Petrucelli RJ. Medicine. An illustrated History. New York: Abradale Press 1978. Rutkow IM. Surgery. An illustrated History St. Louis: Mosby 1993. Læknablaðið 2004/90 439

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.