Læknablaðið - 15.05.2004, Blaðsíða 5
UMRÆflA 0 G FRÉTTIR
LISTAMAÐUR
MÁNAÐARINS
418 Af sjónarhóli stjórnar:
Öryggi sjúklinga komið á
dagskrá LI
Jón Snædal
419 FSA er háskólasjúkrahús
Þröstur Haraldsson
420 Formannafundur LÍ:
Hagdeild, öryggismál og
sumarþing til umræðu í
bjarma af blómlegum rekstri
Pröstur Haraldsson
Tillögur nefndar um
öryggismál sjúklinga
422 Mikil gróska í vísinda-
rannsóknum
Rætt við Björn Guðbjörnsson
formann Vísindasiðanefndar
Þröstur Haraldsson
425 Breytingar á stjórn LR
426 Tilkynningakerfi í stað
leyfísveitinga
Rætt við Sigrúnu Jóhannsdóttur
forstjóra Persónuverndar
Þröstur Haraldsson
427 Á að setja ramma um
samstarf lækna og
lyfjafyrirtækja
Katrín Fjeldsted
429 Bókafrétt: Vandað og
áhugavert ritverk um
skurðlækningar
Hannes Petersen
430 Samskipti lækna og
lyfjafyrirtækja: Auðmýkjandi
og andlega heilsuspillandi?
Runólfur Pálsson
Elínborg Bárðardóttir
Arnór Víkingsson
432 Skref í rétta átt
Katrín Fjeldsted
433 Orlofsnefnd kaupir hús
á Klaustri
Þröstur Haraldsson
437 Læknabók Þorleifs
Bjarnasonar II
Örn Bjarnason
440 íðorðasafn lækna 166.
Eldri verkefni
Jóhann Heiðar Jóhannsson
441 Broshorn 48. Af höfuðverk
og flensusprautum
Bjarni Jónasson
442 Lyfjamál 125. Liður
í langtímaáætlun
í lyfjamálum
Eggert Sigfússon
Einar Magnússon
Ingolf J. Petersen
443 Frá TR: Nýtt eyðublað
vegna örorkumats
445 Þing/styrkir
447 Lausar stöður
448 Námskeið
448 Okkar á milli
450 Sérlyfjatextar með
auglýsingum
455 Minnisblaðið
© Hrafnkell Sigurðsson
Getur rusl oröiö efniviöur í fyrirtaks
listaverk? Um það eru reyndar fjöl-
mörg daemi í listasögunni. Mynd-
efni Hrafnkels Sigurðssonar
(1963) á kápu Læknablaðsins að
þessu sinni er þannig engin ný-
lunda, meðhöndlunin er aftur á
móti athyglisverð. Þekkt er meðal
Ijósmyndara að vinna í seríum,
skrásetja eitthvert myndefni í allri
sinni fjölbreytni. Hrafnkell hefur
þannig til dæmis gert myndaraðir
af bráðnandi snjósköflum, mislit-
um kúlutjöldum og húsum í bygg-
ingu. Fyrirmyndirnar í nýjustu serí-
unni frá árinu 2003 (án titils) eru
marglitir ruslapokar á götum
Lundúna en þar hefur hann verið
búsettur í um áratug. Hrafnkell
hefur á ferli sínum reynt ýmsa
listmiðla en hann er einn fárra
íslenskra listamanna sem mark-
visst vinnur með Ijósmyndun.
Rusl fær mann óneitanlega til að
hugleiða ýmislegt, umbúða- og
neyslusamfélagið eða einhvers
konar ferli eða hringrás og slíkar
tengingar kunna að vakna við
skoðun þessa verks Hrafnkels,
eða hvað? Eiginlega er ruslið á
myndinni of áferðarfallegt til að
maður dvelji lengi við slíkar hug-
leiðingar. Myndin af ruslapokunum
sýnir þá á hlutlausan hátt, sjónar-
hornið í götuhæð, nánast líkt og
þeir séu viðfang vísindalegrar
skrásetningar. Tækni listamanns-
ins bætist við, því þótt myndin
sýni ruslið eins og það kemur fyrir
þá breytir hann því og „fegrar" í
tölvu, svipað vinnuaðferðum list-
málara. Hann ýkir eða dempar liti
og „tekur til í ruslinu" þar til ein-
hvers konar ofurraunsæi er náð
mitt á milli sviðsetningar og veru-
leika. Það er eins og myndefnið sé
orðið annars heims og lifi sjálf-
stæðu lífi, löngu hætt að vera pok-
ar með fúlu, rotnandi rusli. Hið
sjónræna ræður meiru en nokkuð
annað, áherslan verður á form, liti,
áferð og yfirborð. Það er kunn leið
myndlistarmanna að með því að
ýkja yfirborð gefist áhorfendum
kostur á að skynja lagskiptingu í
veruleikanum og e.t.v. leið til að
skyggnast undir það yfirborð.
Þetta hafa málarar löngum fengist
við. Hrafnkell er þegar allt kemur
til alls ekki í leit að rökrænni eða
táknrænni tengingu við myndefnið
sjálft, ruslið, þótt slíkt sé okkur
áhorfendum auðvitað frjálst. Hann
býður okkur hins vegar að ganga
lengra og hugleiða dýpra og á
persónulegri nótum. Slíkt er
eiginleiki fyrirtaks listaverka!
Markús Þór Andrésson
Læknabladið 2004/90 369