Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2004, Blaðsíða 39

Læknablaðið - 15.05.2004, Blaðsíða 39
ÞING SKURÐLÆKNA, SVÆFINGA- OG GJÖRGÆSLULÆKNA / ÁGRIP ERINDA mátti viö. Ljóst er af þessum niðurstöðum að kanna þarf betur dán- arorsakir eldri sjúklinga til að bæta lifun í og eftir aðgerð. E - 6 Lifun sjúklinga sem gengust undir aðgerö vegna rofs á ósæðargúl í kvið 1997-2003 Einar Björnsson', Stefán E. Matthíassom 'Háskóla íslands, 2æðaskurðlækningadeild Landspítala Inngangur: Ósæðargúll í kvið (Abdominal Aortic Aneurysm-AAA) er lúmskur sjúkdómur. Algengi er á bilinu 2-13% eftir aldri og kyni. Ósæðargúlar vaxa að umfangi með tíma. Þetta hefur í för með sér aukna rofhættu. Dánartíðni við rof er allt að 80%. Talið er að 50% sjúklinga deyi strax en af þeim sem komast undir læknishendur lifa aðeins 50%. Fyrirbyggjandi aðgerð er framkvæmd til að hindra ótímabæran dauða vegna rofs, ef sjúkdómurinn er þekktur, þegar gúllinn er 5,0-5,5 cm í þvermál. Meðferðarlíkur þeirra sem fá rof á ósæðargúl er háð ýmsum þáttum. Meðal annars nálægð við sjúkra- stofnun með aðstöðu til meðferðar, skjótri greiningu og hæfu fag- fólki til að meðhöndla sjúkdóminn. í mars árið 2000 voru æðaskurð- lækningar sameinaðar á LSH í Fossvogi. Samhliða þessu voru gerð- ar breytingar á bráðamóttöku við flutning almennra skurðlækninga á LSH við Hringbraut og tvær bráðamóttökur reknar hvor í sínu húsi. Sérstaklega voru skoðaðir þeir þættir sem hafa áhrif á afdrif sjúklinga svo og breytt skipulag. Efniviður og aðferðir: I rannsókn þessari er könnuð afdrif þeirra sem koma á bráðamóttökur LSH með rof á ósæðargúl og þeirra sem gengust undir aðgerð. Yfirfarnar voru sjúkraskrár þeirra á tímabilinu 1997-2003. Könnuð sjúkdómsmynd og lifun þeirra sem gengust undir aðgerð. Einnig var kannaður greiningartími, aðferð og breytt skipulag fyrir og eftir sameiningu æðaskurðlækninga- deildar og breytingu á bráðamóttöku. Niðurstöður: Á tímabilinu 1997-2003 komu 40 sjúklingar, 30 karlar og 10 konur, með rof á ósæðargúl í kvið á bráðamóttökur Lsp, SHR og LSH. Af þessum 40 fengu fimm líknandi meðferð. Meðalaldur var 75,9 ár (58-92). Þrjátíu daga dánartíðni hjá þeim sem fóru í aðgerð var 40%, þar af 17% í aðgerð og 23% eftir aðgerð. Dánar- tíðni lyrir og eftir sameiningu var 38,5% og 42,9% (P=0,544). Meðal greiningartími frá komu var fyrir sameiningu 3,3 klst. en 27,6 klst. eftir sameiningu. Ályktun: Dánartíðni við aðgerð vegna rofs á AAA er há enda um afar lífshættulegan sjúkdóm að ræða. Árangur aðgerða hér á landi er góð- ur borið saman við þekktar tölur erlendis frá. Sameining æðaskurð- lækninga á LSH hefur ekki bætt lifun. Tvískipting bráðamóttöku virðist hafa lengt meðal greiningartíma á báðum bráðamóttökunum. E - 7 Meðferð og afdrif sjúklinga sem gengust undir fóðringu ósæðargúla á LSH árin 1997-2003 Benedikt Árni Jónsson', Stefán E. Matthíasson2, Jón Guðmunds- son’, Kristbjörn I. Reynisson3 ‘Læknadeild Háskóla íslands, 2æðaskurðlækningadeild og 3rönt- gendeild Landspítala Tilgangur: Að meta árangur af fóðringu ósæðargúla á LSH árin 1997-2003. Efniviður og aðferðir: Frá nóvember 1997 til maí 2003 gengust 13 sjúklingar undir fóðringu, EVAR (Endovascular Aorta Repair), vegna ósæðargúla í kviðarholi, AAA (Abdominal Aortic Aneu- rysm), á Sjúkrahúsi Reykjavíkur og síðar Landspítala Fossvogi. Að auki var EVAR framkvæmd hjá tveimur sjúklingum vegna gúla á brjósthluta ósæðar og hjá einum sjúklingi vegna áverka og rofs á ósæðarboga. Sjúkraskrár voru skoðaðar afturvirkt og upplýsingar metnar með tilliti til einstaka sjúklingaþátta, aðgerðar, eftirfylgni og afdrifa sjúklinga. Einnig voru yfirfamar allar myndgreiningarrann- sóknir sem sjúklingar gengust undir í tengslum við EVAR. Reynt var að meta tæknilegan og klínískan árangur EVAR. Niðurstöður: Tólf karlar og ein kona gengust undir EVAR vegna AAA. Meðalaldur var 74 ár (62-79 ár). Aðgerð heppnaðist vel hjá 12 sjúklingum, einn sjúklingur greindist með leka (ófullkomin úti- lokun AAA frá blóðrás) í kjölfar aðgerðar. Engar hjáverkanir urðu vegna aðgerðar og aldrei var breytt yfir í opna skurðaðgerð. Sjúkra- húsvist eftir aðgerð var að meðaltali 5,2 dagar (4-8 dagar). Enginn sjúklinganna þurfti vistun á gjörgæsludeild. Sjúklingum var fylgt eftir í 35 mánuði að meðaltali (7-59 mán). Ellefu AAA hafa minnk- að að þvermáli. Meðaltals minnkun er 22% (4-47%). Einn AAA stóð í stað, líklegast talið vera vegna viðvarandi, en þó óstaðfests, og síminnkandi leka af gerð II (leki í AAA frá lumbalgreinum). Einn AAA stækkaði í kjölfar endoleka sem greindist 7-12 mánuðum eftir EVAR. Ein fóðring var fjarlægð í opinni skurðaðgerð 49 mánuðum eftir EVAR. Ástæða var vinklun á fjærskálmum í kjölfar breytinga á formi gúlsins og minnkunar. Þrír sjúklingar létust á tímabilinu 1997-2004 en dánarorsakir eru ekki tengdar EVAR. Ályktun: Fóðrun á ósæðargúlum er meðferðarform sem nota má þegar opin skurðaðgerð er ekki talin fýsileg og hjá eldri sjúklingum. Árangur okkar er vel sambærilegur við erlendar niðurstöður. Sam- anburðurinn takmarkast þó af fámenni okkar hér á landi. Lang- tímaárangur er hins vegar ekki ljós, en flestir hafa þessir sjúklingar aðra undirliggjandi sjúkdóma sem að öllu jöfnu verða þeim að ald- urtila fyrr eða síðar. E - 8 Skurðaðgerðir á skjaldkirtli á FSA 1994 til 2003 Daði Þór Vilhjálmsson, Sigurður Albertsson, Haraldur Hauksson, Shree Datye Handlækningadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri Inngangur: Sjúkdómar í skjaldkirtli eru algengt vandamál og er sjúklingum oft tilvísað til skurðlækna sökum fyrirferðar eða ann- arra einkenna frá hálsi. Oft reynist nauðsynlegt að gera skurðað- gerð. Markmið þessarar rannsóknar var að gera upp allar skurðað- gerðir á skjaldkirtli sem framkvæmdar voru á Fjórðungssjúkrahús- inu á Akureyri (FSA) 1994-2003 til þess að kanna ábendingar og ár- angur aðgerða. Efniviður og aðferðir: Þetta er aftursæ uppgjör 87 skurðaðgerða á skjaldkirtli á handlækningadeild FSA á áðurnefndu tímabili. Skoð- aðar voru breyturnar aldur, kyn, einkenni, rannsóknir fyrir aðgerð, hvaða aðgerðir voru framkvæmdar, meinafræðirannsókn fyrir, í og eftir skurðaðgerðir, lengd sjúkrahússdvalar, fylgikvillar og afdrif sjúklinga. Læknabladið 2004/90 403
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.