Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2004, Blaðsíða 22

Læknablaðið - 15.05.2004, Blaðsíða 22
FRÆÐIGREINAR / SKORTUR A STORKUÞÆTTI VII aðan en hinn eðlilegan eða arfhrein með báða erfða- stofna sína gallaða, jafnvel með sinn hvorn gallann. Samkvæmt því hljóta báðir foreldrar þeirra að hafa haft ættgengan skort á storkuþættinum. Með því að systkinin eru álíka mörg arflirein og arfblendin er lík- legast að annað foreldranna hafi verið arfblendið en hitt arfhreint. Olíklegra er að öll börnin hefðu erft gallann ef bæði hefðu verið arfblendin (p<0,l). Hugs- anlega er erfðagallinn afleiðing stökkbreytingar hjá sameiginlegum forföður eða -móður fyrir fáum kyn- slóðum. Skyldleiki foreldranna styður þá tilgátu og einnig það að ekki er vitað til þess að sami erfðagalli hafi fundist hjá öðrum fjölskyldum á sama landsvæði. Engin tengsl fundust milli blóð- og vefjaflokka og skorts á storkuþætti VII í fjölskyldunni. Mynd 1. Ættartré fjölskyld- unnar. Ártöl tákna fœðing- arár. Kynslóð V er systkinahópurinn. sýndi synovitis villosa haemorrhagica (pigmented villonodular synovitis). Eftir aðgerðina 1969 blæddi lengi inn í liðinn og í framhaldi af því kom í ljós mjög lág niðurstaða úr PP-rannsókn og lenging á pró- þrombíntíma, en niðurstaða úr APTT (activated partial thromboplasin time) var eðlileg. I ljós kom að orsök þessa var nær alger skortur á virkni storkuþátt- ar VII. Sjúklingurinn átli 9 systkini sem reyndust öll hafa skort á storkuþætti VII. Foreldrar þeirra voru þremenningar eins og fram kemur á mynd 1. Gervi- hnéliðir voru settir í sjúklinginn árin 1979 og 1981 með góðum árangri. Við þær aðgerðir fékk hann plasmagjafir til þess að bæta upp skortinn á storku- þætti VII og minnka með því líkur á miklum blæðing- um við aðgerðirnar. Engin slík meðferð var gefin við fyrri aðgerðir. Aöferöir Blóðrannsóknir voru gerðar við rannsóknastofur Landspítalans í blóðmeina- og meinefnafræði. Storkuþáttur VII var mældur með virknimælingu á þann hátt að próþrombíntími var mældur í blöndum af sýnum og aðkeyptu skortplasma og borinn saman við niðurstöður í blöndum af mismunandi þynning- um af eðlilegu plasma og skortplasma (1). PP-rann- sókn var gerð með heimagerðum prófefnum sam- kvæmt aðferð Owrens (2). Aðrar storku- og efna- mælingar voru gerðar samkvæmt viðteknum aðferð- um. Velja- og blóðflokkanir voru gerðar á vegum Blóð- bankans í Reykjavík með þekktum vefja- og blóð- flokkamótefnum og forflokkuðum blóðkornum. Niðurstöður Niðurstöður úr blóðrannsóknum vísitilviks og syst- kina koma fram í töflu I. Magn af storkuþætti VII hjá þeim var annaðhvort tæplega helmingur af eðlilegu magni eða minna en tíundi hluti þess. Það bendir til þess að systkinin hafi annaðhvort verið arfblendin með annan erfðastofn sinn fyrir storkuþátt VII gall- Umræöa Árið 1951 lýstu Koller og samstarfsmenn (3) og Owren (4) fyrstir manna hlutverki storkuþáttar VII, prókonvertíns, í storknun blóðsins og sama ár greindu Alexander og samstarfsmenn (5) fyrstir manna frá sjúklingi með blæðingahneigð vegna meðfædds skorts á storkuþætti VII. Síðan hefur þekking manna á þessum sjúkdómi aukist hröðum skrefum. Komið hefur í ljós að hann er sjaldgæfur og hefur algengi hans verið áætlað 1:500.000 (6). Sjúkdómurinn erfist yfirleitt víkjandi og óháð kynferði. Megineinkenni hans er blæðingahneigðin en samræmi milli hennar og magns af storkuþætti VII í blóði fólks með ættgengan skort á storkuþætti VII er lítið (7, 8). Ekki er vitað hvað veldur því misræmi en hluti af skýringunni gæti falist í mismunandi litningagöllum. Yfir 130 mismu- nandi erfðagöllum á storkuþætti VII hefur verið lýst (9) og sífellt bætast lleiri við. Meðal fylgikvilla sem hefur verið lýst hjá sjúklingum með ættgengan skort á storkuþætti VII má nefna skort á fleiri storkuþáttum (10, 11), blóðflögugalla (12), Dubin-Johnson heil- kenni (13) og jafnvel blóðtappahneigð (14-16). Erfðavísirinn fyrir storkuþátt VII hefur verið kort- lagður. Hann er á litningi 13q34 og er 12,8 kb að stærð. Storkuþátturinn sjálfur er glykóprótín með sameind- arþunga um 50 kDa, framleitt í lifur með hjálp K- vítamíns. Storkuþátturinn hefur verið einangraður og bygging hans ákvörðuð. Hún er að mörgu leyti hliðstæð byggingu sumra annarra efna sem eru háð K-vítamíni í framleiðslu, til dæmis storkuþáttanna IX og X og prótíns C. í blóðrásinni er storkuþáttur VII næstum allur í óvirku formi og án ensímvirkni. Hann verður ekki virkur við storkumyndun fyrr en hann hefur bæði örvast til ensímvirkni og bundist við vefja- þátt (tissue factor). Vefjaþáttur er prótín sem finnst á yfirborði flestra fruma nema blóðkorna og æðaþels- fruma, það er að segja þeirra frumna sem jafnan eru í snertingu við blóðið. Storkuþáttur VII og vefjaþáttur geta þannig aðeins náð saman ef blóðið kemst í snert- ingu við vefi utan blóðrásarinnar við rof á æð eða ef 386 Læknablaðið 2004/90
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.