Læknablaðið - 15.05.2004, Blaðsíða 27
FRÆÐIGREINAR / MEÐFERÐ VIÐ ÖNDUNARBILUN
Meðferð með ytri öndunarvél
við bráðri öndunarbilun
Eyþór Björnsson
Ólafur
Baldursson
Gunnar
Guðmundsson
SÉRFRÆÐINGAR í
LUNGNASJÚKDÓMUM
Þorbjörg Sóley
Ingadóttir
HJÚKRUNARFRÆÐINGUR
Læknablaðið 2004; 90:
391-4
Lyflækningasvið 1, lungna-
deild Landspítala Fossvogi.
Fyrirspurnir og bréfaskipti:
Eyþór Björnsson, Landspítala
Hringbraut, 101 Reykjavík.
eythorbj@landspitali. is
Lykilorð: öndunarvél, öndun-
arbilun, langvinn lungnateppa.
Inngangur
Bráð öndunarbilun er algengt klínískt vandamál og
oft dánarorsök sjúklinga með langvinna lungnateppu
(LLT). Hefðbundin öndunarvélameðferð með barka-
þræðingu (innri öndunarvél) hefur lengi verið kjör-
meðferð en krefst bæði mannafla og fjármagns og fel-
ur í sér áhættu, svo sem spítalasýkingar, þrýstings-
áverka (barotrauma) og áverka á öndunarfæri. A síð-
asta áratug hefur fjöldi rannsókna leitt í ljós að önd-
unarstuðningur með ytri öndunarvélum (BiPAP)
minnkar verulega þörf á barkaþræðingu, styttir legu-
tíma á gjörgæsludeildum og minnkar hjúkrunarþörf.
Einnig hefur verið sýnt fram á hærri eins árs lifun og
færri endurinnlagnir hjá LLT sjúklingum sem eru
meðhöndlaðir með BiPAP samanborið við þá sem
eru barkaþræddir (1). Nægileg reynsla liggur nú fyrir
til að hægt sé að sannreyna þessa meðferð (evidence
based) og nýleg samantekt (meta-analysis) staðfesti
að fáa einstaklinga þarf að meðhöndla á þennan hátt
til að samanburðurinn verði marktækt betri en af
hefðbundinni meðferð (2). Ennfremur virðist sem
spara megi fjármagn með þessum hætti (3).
Notagildi ytri öndunarvéla (BiPAP/CPAP) nær til
öndunarbilunar af fleiri orsökum en LLT. CPAP er
þannig mjög árangursrík meðferð við lungnabjúg. Al-
mennt má þó segja að öndunarstuðningur sé árang-
ursríkari þegar öndunarbilun einkennist af hækkun
hlutþrýstings koltvísýrings í blóði (hypercapnic), en
við lækkun súrefnisþrýstings (hypoxic). Sjá töflu I.
Hluti rannsókna á þessu sviði eru breskar en í því
landi er hefð fyrir sérstökum hágæsludeildum (respira-
tory intermediate care unit, high dependency unit)
þar sem slík meðferð fer gjarnan fram. í Bretlandi
hefur verið talið að sjúkrahús með upptökusvæði um
250.000 íbúa gæti búist við að meðhöndla 72 sjúk-
linga með þessum hætti ár hvert (7). Árið 2002 birtu
bresku lungnalæknasamtökin (BTS) leiðbeiningar
fyrir BiPAP meðferð við bráðri öndunarbilun (5).
Önnur lungnalæknasamtök hafa ekki enn gefið út
leiðbeiningar á þessu sviði og þykir því eðlilegt að hér
sé höfð hliðsjón af leiðbeiningum BTS, að nokkru
leyti í samantekt Fondenes (6). Tafla II sýnir nokkur
atriði úr þessum leiðbeiningum.
Skilgreiningar
Öndunarbilun er skilgreind sem p02 < 60 mmHg
(hypoxisk öndunarbilun eða súrefnisbilun) og/eða
pCÖ2 > 45 mmHg (hypercapnisk öndunarbilun eða
koltvísýringsbilun).
Tafla 1. Ábendingar fyrirytri öndunarvél viö bráöa önd- unarbilun (4).
Sjúkdómar
Sannreynt A Bráö versnun á LLT Lungnabjúgur Lungnabólga hjá ónæmisbældum Auöveldar sjúklingum meö LLT aö komast úr öndunarvél
Sannreynt B Asmi Samfélagslungnabólga hjá LLT sjúklingum Öndunarbilun eftir aögerö Fækkar endurbarkaþræöingum (reintubation) Sjúklingar sem ekki eiga aö fara í öndunarvél
Sannreynt C Slímseigjusjúkdómur (cystic fibrosis) Samfélagslungnabólga Þrenging á efri loftvegum Bráöur lungnaskaöi (ARDS) Eftir áverka
CPAP stendur fyrir Continuous Positive Airway
Pressure (stöðugur jákvæður loftvegaþrýstingur). Vél-
in gefur þá stöðugan jafnan yfirþrýsting á grímu, óháð
öndunarfasa sjúklingsins. Grímuþrýstingur stjórnast
af útöndunarventli með fastri eða stillanlegri mót-
stöðu.
BiPAP stendur fyrir Bilevel Positive Airway Pres-
sure (tveggja þrepa jákvæður loftvegaþrýstingur).
Vélar með þessa stillingu skipta milli lágs útöndunar-
þrýstings og hærri innöndunarþrýstings. Munurinn
milli þessara þrýstingsgilda gefur bein loftunar (ven-
tilations) áhrif sem viðbót við eigin öndun sjúklings
og nefnist „öndunarstuðningur“ (pressure support).
Margar slíkar vélar eru fáanlegar, allt frá vélum sem
notaðar eru eingöngu á sjúkrahúsum svo sem Bi-
PAP-Vision, til véla sem eru ætlaðar til heimanota.
Stillingarmöguleikar
1. Þrýstingur. Flestar vélar bjóða upp á þrýsting allt
að 30-40 cm H20 en sjaldan er þörf á hærri þrýst-
ingi en 20 cm H20.
2. Tegund öndunarstuðnings (MODE).
a. Sjálfkrafa (Spontaneous - S), þrýstingsbreyt-
ingar fylgja eigin öndun sjúklings.
b. Sjálfkrafa/tímasett (Spontaneous/Timed - S/T).
Vélin gefur ákveðna lágmarksöndunartíðni en
fylgir annars öndun sjúklings.
Læknablaðið 2004/90 391