Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2004, Blaðsíða 57

Læknablaðið - 15.05.2004, Blaðsíða 57
UMRÆÐA & FRÉTTIR / FORMANNAFUNDUR LÍ Hagdeild lækna á auöum sjó Þá var röðin komin að formanni og gjaldkera að gera hreint fyrir sínum dyrum og verður að segja að þau sluppu ákaflega vel frá því. Hagur félagsins er afar góður þessi misserin og allt í blóma. Gleggsta dæmið um það er kannski að þegar rætt var um hugsanlega stofnun Ffagdeildar lækna kom fram sú tillaga stjórn- ar að gerð yrði tilraun með hana í þrjú ár. A þeim tíma verður ekki þörf á að hækka árgjöld til að standa straum af kostnaði við ráðningu hagfræðings heldur er hægt að fjármagna hana af sparifé félagsins. Það þarf náttúrlega ekki að taka það fram að þessi tillaga var samþykkt einróma og án umræðu með því skil- yrði að aðalfundur legði blessun sína yfir hana. Formaður rakti helstu mál sem stjórnin hefur fengist við frá aðalfundinum á Hólum en þau voru af ýmsum toga. Umsagnir um lagafrumvörp eru á verk- sviði stjórnar LÍ og að þessu sinni voru tvö mikilvæg frumvörp til umræðu á Alþingi: breyting á starfs- mannalögum, það er aukið svigrúm stjórnenda til uppsagna, og endurskoðun á lögum um heilbrigðis- þjónustu. Stjórnin fjallaði einnig mikið um uppsagn- irnar á Landspítalanum og tók þátt í umræðu um hlutverkaskipan í heilbrigðisþjónustunni. Utanríkis- og öryggismál Utanríkismál eru töluverður póstur í starfsemi LI og hafa farið vaxandi á undanförnum árum. Jón G. Snædal varaformaður hefur verið manna virkastur í þessum samskiptum enda situr hann í stjórn Al- þjóðafélags lækna og annast samskipti LI við Nor- ræna læknaráðið. Stundum gerist það að þessi er- lendu samskipti hafa bein áhrif á umræðuna hérlend- is en dæmi um slíkt er umræðan um öryggismál sjúk- linga sem farið hefur vaxandi. Eftir heimsókn Jespers Poulsens formanns dönsku læknasamtakanna á aðalfund LI á Hólum í fyrrasumar skipaði stjórnin þriggja manna nefnd til að móta stefnu í öryggismálum sjúklinga. I nefndinni áttu sæti þau Elínborg Bárðardóttir og Páll H. Möll- er, auk Jóns. Átti nefndin að skila áliti á formanna- ráðstefnu í vor, hvað hún og gerði. Jón gerir grein fyrir starfi nefndarinnar á öðrum stað í blaðinu en Fjœr eru þeir Unnsteinn Júlíusson frá Húsavík og Óskar Einarsson for- maður LR en hér nœr eru það Tómas Guðbjartsson formaður FÍLÍS og Páll H. Möller stjórnarmaður í Lí. hér birtast tillögur nefndarinnar um stefnu LÍ og Fyrrverandi og núverandi nauðsynlegar aðgerðir til að auka öryggi sjúklinga. forystumenn lœkna í kaffi- Arnór Víkingsson greindi frá því helsta sem hefur hléi á formannafundinum. verið að gerast á vettvangi Fræðslustofnunar lækna en þar er meðal annars unnið að því að koma á fót kerfi til að meta símenntun lækna. Stofnunin ætlar að ganga frá drögum að almennu matskerfi en svo er reiknað með því að sérgreinafélögin bæti við það eftir þörfum greinanna. Þá kom fram í máli Arnórs að stofnunin er að velta fyrir sér möguleikum á að efna til sumarþinga fyrir íslenska og erlenda lækna sem haldin yrðu hér á landi. Á þessum þingum væri hægt að gefa yfirlit yfir ákveðna sjúkdóma og þau yrðu höfð þannig að þau fullnægðu kröfum um sí- menntun. Sagði Arnór að mikill markaður væri fyrir slík þing og ef af yrði myndi stofnunin auglýsa þau meðal evrópskra lækna. Ýmislegt fleira bar á góma á formannafundinum sem ekki er rúm til að gera nánari skil hér. Þó skal bent á frétt á öðrum stað í blaðinu um kaup Orlofs- sjóðs á húsi á Kirkjubæjarklaustri en á fundinum kom fram að hagur sjóðsins er ekki síðri en félagsins sjálfs. Síðast en ekki síst ber að nefna að Sigurbjörn Sveinsson formaður skýrði frá því að Jón G. Snædal hefði greint stjórninni frá því að hann hyggðist hætta stjórnarstörfum á aðalfundi í haust. Einnig kom fram að Hulda Hjartardóttir ritari hefði fallist á að gefa kost á sér í embætti varaformanns. Um þetta geta menn svo hugsað fram að aðalfundi sem haldinn verður á höfuðborgarsvæðinu í haust. Læknablaðið 2004/90 421
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.