Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2004, Blaðsíða 54

Læknablaðið - 15.05.2004, Blaðsíða 54
UMRÆÐA & FRÉTTIR / AF SJÓNARHÓLI STJÓRNAR LÍ Öryggi sjúklinga komið á dagskrá LÍ Jón Snædal Höfundur er varaformaöur stjórnar LÍ. I pistlunum Af sjónarlióli stjórnar birta stjórnarmenn LI sínar eigin skoöanir en ekki félagsins. Öryggi sjúklinga hefur fengið vaxandi athygli síð- ustu misseri. Fyrstu rannsóknir sem sýndu að sjúkra- hús væru ekki sérstaklega öruggir staðir fyrir sjúk- linga birtust fyrir 40 árum en það hefur komið á óvart að niðurstöður nýrra rannsókna skuli ekki hafa sýnt neina framför hvað þetta varðar. Rannsóknirnar eru býsna samhljóða hvaðan sem þær koma úr hinum vestræna heimi, allt að 10% sjúklinga sem leggjast inn á sjúkrahús verða fyrir miska sem lengir sjúkra- húsdvöl um að minnsta kosti viku, veldur örorku eða dauða. Engar slíkar rannsóknir hafa farið fram hér á landi og því skal ekki fullyrt að ástandið sé betra en annars staðar en engin sérstök rök eru fyrir því að ís- lensk sjúkrahús séu mikið hollari sjúklingum en vel rekin sjúkrahús austanhafs og vestan. Hvað veldur? Margt kemur til. Fyrst er að nefna að margir sjúklingar eru alvarlega veikir og það má mjög lítið út af bregða. Dæmi má nefna af sjúklingi sem fær meðferð vegna hjartabilunar en stendur frammi fyrir því að fara í aðgerð vegna krabbameins sem gæfi von um lækningu á meininu. Hættan á að hann lifi ekki af er greinilega fyrir hendi. Þegar svo fer er sjaldnast um nokkur mistök að ræða heldur „eðlilega áhættu“. Þegar grannt er skoðað kemur þó í ljós að það er munur á árangri milli sjúkrahúsa. Þannig hefur verið reiknað út í Bandaríkjunum að ef fimm tegundir af áhættusömum aðgerðum væru allar gerðar á sjúkrahúsum þar sem flestar slíkar aðgerðir eru framkvæmdar af reyndustu skurðlæknunum, þá lifðu 2500 fleiri sjúklingar aðgerðina af á ári en reyndin er. Þetta er auðvitað óframkvæmanlegt en þó er talið að ef beitt væri kerfisbundnum skoðunum á öllum dánartilvikum á áhættusamari sjúkrahúsunum og af þeim lært mætti fækka dauðsföllum umtalsvert. Annað og alvarlegra dæmi úr skurðlæknisfræði er „víxlunaraögeröin" þar sem skurðaðgerð er fram- kvæmd á röngum líkamshelmingi. Talið er að það gerist í einni af hverjum 15-30 þúsund aðgerðum en þetta er þó ágiskun, sennilegast vantalið. í þeirri umræðu sem nú fer fram er hvatt til hugar- farsbreytingar. Þetta grundvallast á því sem lengi hef- ur verið vitað: það er mannlegt að verða á. Hvatt er til þess að spyrja hvað gerðist og hvernig má koma í veg fyrir það í framtíðinni en ekki hverjum það var að kenna. Hugarfarsbreytingin felur einnig í sér að ganga út frá því að öllum geti orðið á en jafnframt að sjá til þess að sjúklingum farnist vel þrátt fyrir það. Margvíslegum tæknilegum lausnum má beita, sum- um mjög einföldum. Sem dæmi má nefna mislök við gjöf á lausnum. Notaðar eru fjölbreytilegustu lausnir í öllum sjúkrahúsum, svo sem sondumatur, lausnir til skolunar í þvagblöðru og uppleyst krabbameinslyf sem gefin eru í æð eða í mænulegg svo fáeinar séu nefndar. Ef einhverjar lausnir eru í umbúðum sem passa við leggi sem lausnin á ekki að fara um er deg- inum ljósara að það gerist einhvern tíman einhvers staðar. I mörgum tilvikum má sjá slík vandamál fyrir og hvatt er til þess að í hvert sinn sem eitthvað gat sýnilega farið úrskeiðis sé látið vita af því. Þá er kom- ið að kjarnanum í þeim lausnum sem menn sjá fyrir sér, það er að skrá allt sem aflaga fer og einnig það sem næstum því fór aflaga. Það þarf að gerast á þann hátt að þeim sem lætur vita af verði ekki refsað, hvorki beint né óbeint, að haldið sé vel utan um alla skráningu og síðast en ekki síst að af öllum atvikum verði dreginn lærdómur. Víðast er rætt um að hafa þrepaskráningu sem felst í því að deild eða sjúkrahús fái upplýsingar en að síðan séu þær færðar í miðlægan gagnagrunn. Danir eru komnir lengst á veg því ekki aðeins hafa þeir sett slíka landsskráningu á fót heldur hafa þeir stofnað samtök um öryggi sjúklinga og um síðustu áramót tóku gildi sérstök lög um þetta mál- efni, þau fyrstu í heimi. I Bretlandi var sett á laggirnar stofnun um þetta málefni fyrir þremur árum (Natio- nal Patient Safety Agency) með 130 starfsmönnum og fjármögnun upp á 15 milljónir punda á ári. í Bandaríkjunum var sett upp miðlæg skráning innan VA kerfisins sem virðist ganga vel og hefur hún leitt til margvíslegra aðgerða til aukins öryggis. Þar hafa menn litið mjög til þeirrar reynslu sem hefur fengist í flugöryggi og geimferðum og það er ekki tilviljun að stjórnandi kerfisins er ekki aðeins læknir heldur einn- ig fyrrum geimfari. Hér á landi hefur Læknafélagið tekið málið á dag- skrá og má segja að það hafi komist á skrið með heimsókn formanns danska læknafélagsins á síðasta aðalfund félagsins en framsaga hans vakti nokkra at- hygli. I kjölfarið var skipuð nefnd innan stjórnar LÍ sem skilaði áfangaskýrslu á nýafstöðnum formanna- fundi. Vinnan er rétt að hefjast en svo virðist sem mikill skilningur sé fyrir því að úrbóta sé þörf. Innan Landspítala fer fram töluverð vinna meðal annars með atvikaskráningu sem því miður gengur enn slæ- lega vegna lélegrar þátttöku starfsfólks, ekki síst lækna. Landlæknir hefur á prjónum sérstaka „slysa- nefnd heilbrigðiskerfisins“ og innan Félags hjúkrun- arfræðinga hefur öryggi sjúklinga fengið töluverða umræðu. Mikilvægt er að allir sem málið varðar komi að umræðu og aðgerðum, fagfólk, yfirvöld og ekki síst sjúklingar og verður að hafa það að leiðarljósi. 418 Læknablaðid 2004/90
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.