Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2004, Blaðsíða 19

Læknablaðið - 15.05.2004, Blaðsíða 19
FRÆÐIGREINAR / HAGKVÆMNI BÓLUSETNINGAR Athyglisvert er hve bólusetning gegn meningó- kokkum C er ntiklu hagkvæmari við íslenskar aðstæð- ur samanborið við Bretland, mælt á mælikvarða kostn- aðar við að hindra sýkingar og bjarga lífárum. Ástæð- una fyrir þessari niðurstöðu má rekja til þess að sýk- ingartíðni er nokkuð há á Islandi og kostnaður við að ná til þeirra sem á að bólusetja var verulega hærri í Englandi og Wales en á Islandi. Englendingar og Walesbúar þurftu að grípa til dýrrar auglýsingaher- ferðar en íslenska heilbrigðiskerfið gat nýtt sér heild- arskipulag fyrir landið um ungbarnaeftirlit og leik- skóla- og skólahjúkrun. Þessir aðilar gátu bætt verk- efninu á sig án teljandi viðbótarkostnaðar en vissulega má spyrja hvort ekki sé rétt að ætla meningókokka- átakinu að greiða hluta af föstum kostnaði vegna þess- arar vinnu. Víst er að konri til tals í framtíðinni að leggja þessi kerfi af mun meningókokkaverkefnið vega þungt sent röksemd gegn slíku. Fösturn kostnaði vegna fyrrnefndra kerfa var haldið utan við þessa at- hugun vegna þess að ráðist var í bólusetningarverkefn- ið af þeirri ástæðu einni að það var álitið hagkvæmt bæði frá læknisfræðilegu og hagfræðilegu sjónarhomi. Niðurstöðurnar sem hér eru birtar á að taka með fyrirvara. Eins og fram hefur komið vantar nokkuð af íslenskum upplýsingum um faraldsfræðilegar forsend- ur og kostnað. Rétt er að benda á að nánar var skoð- aður umönnunarkostnaður og lyfjakostnaður við meðferð sjúkdómsins með starfsfólki á hag- og upplýs- ingasviði, lyfjasviði og endurhæfingarsviði Landspít- ala. Upplýsingar frá þessum aðilurn gáfu til kynna að kostnaðarmatið í þessari rannsókn væri ekki óraun- hæft miðað við fyrirliggjandi upplýsingar. Mikilvægt er að réttar upplýsingar um faralds- fræðilegar forsendur og kostnað séu fyrir hendi til að gera nákvæmar rannsóknir á sviði kostnaðarhag- kvæmnisgreininga fyrir ákvarðanir er varða heil- brigðisþjónustu. Markmið ákvarðana sem teknar eru í heilbrigðis- kerfinu lúta að því að bæta líðan sjúklinga, stuðla að eðlilegri forgangsröðun verkefna og tryggja hag- kvæma nýtingu skattfjár. Þá er í seinni tíð sívaxandi krafa um að ákvarðanir séu auðraktar og auðskildar fyrir þá sem í hlut eiga. Allir þessir þættir eru ná- tengdir mati á árangri. Skilvirkni þessara matsað- ferða er háð því að takist að samþætta þekkingu, meðal annars af læknisfræðilegum og hagfræðilegum toga, og nýta fyrirliggjandi upplýsingar. Niðurstöður okkar benda til þess að bólusetning gegn meningókokkum C á Islandi sé mjög kostnaðar- hagkvæm og styður niðurstöður annarra um að bólu- setning sé ein af hagkvæmustu fyrirbyggjandi aðgerð- um í heilbrigðismálum sem völ er á í dag (12). Heimildir 1. Heimasíða Landlæknisembættisins: www.landlaeknir.is 2. Jóhannsdóttir IM, Guðnason Þ, Lúðvígsson P. Laxdal R. Stef- ánsson M, Harðardóttir H, et al. Heilahimnubólga af völdum baktería hjá eins mánaðar til 16 ára gömlum börnum á þremur barnadeildum á íslandi. Samantekt áranna 1973-2000. Lækna- blaðið 2002; 88: 391-7. 3. Miller E, Salisbury D, Ramsay M. Planning, registration and implementation of an immunisation campain against menin- gococcal serogroup C diseases in the UK: a success story. Vaccine 2002; 20: S58-S67. 4. Mannfjöldatölur 2002. Hagstofan. 5. Edmunds WJ, Trotter CL. „Modelling cost effectiveness of meningococcal serogroup C conjugate vaccination campaign in England and Wales“. BMJ 2002; 324:1-6. 6. Farsóttaskrá sóttvarnalæknis. Landlæknisembættið. 7. Meningókokkasjúkdómur og varnir gegn honum. Bólusetning gegn Neisseria meningitidis af gerð C. Skýrsla sóttvarnalæknis. Landlæknisembættið, október 2001. 8. Boardman AE, Greenberg DH, Vining AR, Weimer DL. Cost-Benefit Analysis 2nd. edition New Jersey, Prentice Hall (2001), kafli 6 og 10. 9. Balmer P, Borrow R, Miller E. Impact of meningococcal C conjugate vaccine in the UK. J Med Microbiol 2002; 51: 717- 22. 10. Norges Offentlige Utredninger (NOU 1998:16): Nytte-kost- nadsanalyser, Statens forvaltningstjeneste, Statens trykning, Oslo 1998. 11. Fine PM. Heard immunity: history, theory, practice. Epi- demiologic Reviews 1993; 15:256-301. 12. Coffield AB, Maciosek MV, McGinnis JM, Harris JR, Cald- well MB, Teutsch SM, et al. Priorities among recommended clinical preventive services. Am J Prev Med 2001; 21:1-9. Læknablaðið 2004/90 383
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.