Læknablaðið - 15.05.2004, Blaðsíða 40
ÞING SKURÐLÆKNA, SVÆFINGA- OG GJÖRGÆSLULÆKNA / ÁGRIP ERINDA
Niðurstöður og ályktanir: Alls voru 87 skurðaðgerðir framkvæmdar
á tímabilinu 1994-2003. Um var að ræða 79 konur (91%) og 8 karl-
menn (9%). Yngsti sjúklingur var 25 ára og sá elsti 86. Meðalaldur
var 52,7 ár. Hjá 14 sjúklingum var allur kirtill tekinn og hjá 60 sjúk-
lingum var annar hvor helmingur tekinn. Illkynja mein greindust
hjá 16 manns, góðkynja æxli hjá 39 og hvoðuhnútar hjá 41. Fyrir-
fram fínnálarsýni var tekið hjá 46 einstaklingum og gaf ekki rétta
sjúkdómsgreiningu hjá 20. Frystiskurður var gerður hjá 58 manns
og reyndist ekki gagnlegur hjá þremur. Meðallegudagafjöldi reynd-
ist vera 5,6 dagar. Einn sjúklingur fékk varanlega kalklækkun en
enginn fékk raddbandalömun eftir aðgerð.
E - 9 Árangur af gerviliöaaögeröum á hnjám
framkvæmdum á FSA 1983-2003
Jónas Hvannberg', Júlíus Gestsson2, Grétar O. Róbertsson2, Þor-
valdur Ingvarsson2
'Læknadeild Háskóla íslands, :bæklunarskurðdeild Fjórðungssjúkra-
hússins á Akureyri
Inngangur: Slitgigt er vaxandi vandamál í hinum vestræna heimi og
kostnaður heilbrigðiskerfisins og samfélagsins vegna hennar farið
vaxandi á undanförnum árum. Sjúklingar með slitgigt þurfa oft á
gerviliðaaðgerðum að halda, því er mikilvægt að gera sér grein fyrir
því hversu vel hefur tekist til með aðgerðirnar. Tilgangur þessarar
rannsóknar er að kanna hver árangur af gerviliðaaðgerðum á
hnjám hefur verið á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri á tímabil-
inu, með áherslu á tíðni enduraðgerða og fylgikvilla.
Efniviður og aðferðir: Upplýsingar voru sóttar úr sjúkraskrám þeirra
560 sjúklinga sem gengust undir gerviliðaaðgerð á hné á tímabilinu.
Skráðar voru persónuupplýsingar sjúklinga og helstu upplýsingar
um aðgerð, legu og útskrift. Eins var farið að með enduraðgerðir
sem sjúklingar gengust undir. CRR (cumulative revision rate) var
reiknað út fyrir enduraðgerðir hjá sjúklingum með slitgigt. CRR er
tíðni enduraðgerða á þeim gerviliðum sem eru í hættu á að þarfnast
enduraðgerðar við. Það eru þeir sjúklingar sem eru á lífi og hafa
ekki gengist undir enduraðgerð á þeim lið sem um ræðir. Tölfræði-
legar upplýsingar voru unnar í Microsoft® Excel®. Beitt var Kap-
lan mayer aðferðafræði við útreikninga á CRR og var það gert í
SPSS® 1,1
Niðurstöður: 560 frumaðgerðir voru gerðar á tímabilinu, 515 með
heilliðum og 45 með hálfliðum. 200 karlar gengust undir aðgerð og
var meðalaldur þeirra 70,8 ár. 360 konur gengust undir aðgerð og
meðalaldur þeirra var 69,6 ár. Enduraðgerðartíðni var mismunandi
eftir því hvort um var að ræða heil- eða hálfliði og hvaða tegundir
var að ræða. Enduraðgerðir á hálfliðum voru 12 á tímabilinu og á
heilliðum 26.
Enduraðgerðartíðni var hæst á PCA hálfliðnum, eða rúmlega
50% af öllum þeim PCA liðum sem settir höfðu verið inn.
CRR (cumulative revision rate) á AGC heilliðnum var lægst,
eða um 3% við 7 ára uppgjör, að enduraðgerðum vegna sýkinga
meðtöldum.
Enduraðgerðir á heilliðum vegna sýkinga voru þrjár á öllu tíma-
bilinu, eða í 0,58% þeirra heilliða sem settir voru inn. Engar endur-
aðgerðir vegna sýkinga voru gerðar á hálfliðum.
Fylgikvillar sem auka verulega líkur á enduraðgerð og/eða eru
lífshótandi eða valda alvarlegum líkamlegum einkennum komu
fram í 2,9% tilvika við útskrift. Einu sinni var um að ræða blóðsega-
rek til lungna (0,18%) og í tveimur tilvikum fengu sjúklingar blóð-
tappa í neðri útlim (0,36%).
Uniræður: Enduraðgerðartíðni á PCA hálfliðnum er í fullu sam-
ræmi við það sem þekkist annars staðar frá. Gerviliðurinn hefur
hvergi reynst vel og er ekki í notkun á FSA í dag.
Við teljum að vel hafi tekist til með liðskiptaaðgerðir á hnjám á
FSA, þó sérstaklega hin síðari ár. Þessi góði árangur, sbr. Lewold S
(1997) þar sem CRR á AGC liðnum var 3% á 5 ára tímabili, rennir
enn frekari stoðum undir mikilvægi liðskiptaaðgerða í meðhöndlun
slitgigtarsj úklinga. Tíðni fylgikvilla eftir aðgerðir á FSA virðist vera
með lægra móti. Liebermann Jr (1994) sýndi fram á að tíðni klínískt
merkjanlegra DVT væri 1% og blóðsegareks til lungna 0,3% þrátt
fyrir fyrirbyggjandi meðferð hjá sjúklingum sem gengist höfðu
undir gerviliðaaðgerðir á hnjám.
Aðgerðirnar eru ríkur þáttur í að sjúklingar nái betri heilsu og
auknum lífsgæðum. Hafa verður þó í huga að líkur á enduraðgerð-
um aukast eftir því sem sjúklingar eru yngri þegar þeir gangast und-
ir aðgerð. Því eru liðskiptaaðgerðir oft á tíðum ekki endanleg lausn
fyrir yngri sjúklinga þó árangur sé almennt góður.
Ályktun: Árangur af gerviliðaaðgerðunum í hnjám á FSA stenst
fyllilega alþjóðlegan samanburð og eru góður kostur í meðferð slit-
gigtar hjá vel völdum sjúklingahópi.
E - 10 Fimm ára endurskoöun á sementlausum gerviliö í
mjöðm á íslandi
Ríkarður Sigfússon', Svavar Haraldsson1, Kristján Sigurjónsson2,
Halldór Jónsson jr1
‘Bæklunarskurðdeild og 2röntgendeild Landspítala Fossvogi
Á skurðlæknaþingi árið 2000 var kynnt upphaf notkunar á sement-
lausum gerviliðum í mjöðm á Islandi í maí 1999. Kostur þeirra fram
yfir hefðbundna sementeraða gerviliði er talinn sá að sjúklingurinn
heldur betur beini kringum liðinn og það auðveldar næstu aðgerð.
Notkun slíkra liða ætti því að vera heppilegri hjá yngri einstakling-
um. Ekki er hægt að nota eina og sömu tegundina í alla, þar sem
beingerð og útlit einstaklinganna er misjafnt. Tvær gerðir af sköft-
um hafa verið notaðar, CLS (Sementless Spotorno) og Cone og
tvær gerðir af skálum; CLS og SLS (Self Locking System). Tilgang-
ur núverandi rannsóknar er að kynna stöðuna í dag.
Alls hafa 60 gerviliðir verið settir í 54 sjúklinga, 28 konur og 26
karla. Meðalaldur er 46 (15-60) ár. Orsök slitgigtar var primer- hjá
33 og secunder- hjá 21 sjúklingi. Sprunga kom í efri enda lærleggs
við innslátt á skafti í lærlegg hjá tveimur sjúklingum. Aðgerðartími
og legutími er svipaður og fyrir þær sementeruðu; blæðing er heldur
meiri og einn sjúklingur fékk óeðlilega blæðingu, eða átta lítra í og
eftir aðgerð. Allir sjúklingar sem hafa farið í aðgerð eru verkjalausir
og hafa engin merki um hreyfingu eða los á gerviliðahlutum. Tvær
konur fóru úr lið eftir sjö mánuði og 22 mánuði og einn karl fór úr
lið eftir einn mánuð frá aðgerð. Vegna endurtekinna liðhlaupa var
gerð mjúkvefjaaðgerð á öðrum sjúklingnum (sjö mánuðir). Á um-
ræddu fimm ára tímabili hafa um 200 gerviliðir í mjöðm verið settir
404 Læknablaðið 2004/90