Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2004, Blaðsíða 45

Læknablaðið - 15.05.2004, Blaðsíða 45
ÞING SKURÐLÆKNA, SVÆFINGA- OG GJÖRGÆSLULÆKNA / ÁGRIP ERINDA smágirni en í maga (6,9 cm á móti 3,6 cm). Um 39% æxla lentu í NIH flokki 3 og 4 (stærri og með fleiri mítósur). Æxli í vélinda og enda- þarmi lentu eingöngu í NIH flokki 4. Algengasta einkenni æxlanna var akút og krónísk magablæðing (46%), þar á eftir kviðverkir (32%) og síðan þreifanlegt æxli (13%). Stór hluti fannst fyrir til- viljun við aðrar aðgerðir (28%) og fjögur æxli fundust við krufn- ingu. I flestum tilvikum var æxli fjarlægt að fullu en fjórir sjúklingar voru með útbreiddan sjúkdóm við greiningu og hjá þremur voru aðeins tekin sýni. Atta æxli af 57 sýndu illkynja hegðun (meinvörp). Alls greindust fjórir sjúklingar með meinverpandi GIST eftir lækn- andi skurðaðgerð (að meðaltali 20 mánuðum síðar). Bæði vélinda- æxlin og annað af endaþarmsæxlunum ásamt 4 af 17 smágirnisæxl- um og 2 af 35 magaæxlum voru illkynja (með meinvörpum). Al- gengast var að GIST meinverptist til lifrar en ekki út fyrir kviðar- hol. Fimm ára heildarlifun var 56% sem skýrðist að mestu af öðrum dánarorsökum en GIST. Fimm sjúklingar létust úr sjúkdómnum. Margþátta aðhvarfsgreining Ieiddi í ljós að æxlisstærð er eina breyt- an sem hefur marktæk tengsl við illkynja hegðun æxlisins. Ályktun: Ekkert æxli sem lenti í NIH flokkum 1 og 2 meinverptist. Helmingur æxla í flokki 4 sýna illkynja hegðun. Blæðing frá melt- ingarvegi er algengasta einkenni GIST. Æxlin finnast oft fyrir tilvilj- un við aðrar aðgerðir. Meinvörp voru algengust til lifrar. Fáir létust úr sjúkdómnum. E - 22 Róttæk endursköpun á ennisbeini meö beinsementi vegna craniofacial fibrous dysplasiu - Sjúkratilfelli Margrét Jensdóttir', Aron Björnsson', Hannes Petersen2 'Heila- og taugaskurðdeild og 2háls-, nef- og eyrnadeild Landspítala Fossvogi margjens@landspitali. is Inngangun Fibrous dysplasia er sjaldgæfur en góðkynja æxlisvöxtur í beini sem einkennist af útvíkkun beinsins vegna bandvefsvaxtar í merghol þess. Æxlisvöxtur sést oftast í útlimabeinum en einnig höf- uðkúpu og andlitsbeinum. Helstu einkenni eru verkir og truflun á starfsemi, auk þess sem vöxtur getur orðið umtalsvert lýti. Meðferð er umdeild og hefur ýmist verið beitt lyfjameðferð eða skurðaðgerð. Tilfelli: 35 ára karlmaður sem leitaði heimilislæknis 1996 vegna lítillar fyrirferðar vinstra megin á enni. Myndgreining (röntgenrannsóknir, tölvusneiðmynd og ísótópaskann) staðfesti beinþykknun ennisbeins. í fyrstu var grunur um Paget’s sjúkdóm en sýni úr beininu samrýmd- ist fibrous dysplasiu. Gefin lyfjameðferð með bisphosphonötum í ársbyijun 1997. Hlé varð svo á meðferð og eftirliti í 5 ár. Haust 2002 fer hann aftur til læknis þar sem útvöxtur á enni fór hratt vaxandi. Þrátt fyrir endurtekna lyfjameðferð stækkaði og aflagaðist enni. Við skoðun í ársbyrjun 2004 var ennisbein orðið um 6 cm á þykkt og vöxtur teygði sig yfir að nefrót. Augabrún vinstra megin var útstand- andi enda orbitabrún og þak undirlagt af æxlisvexti. Aðgerð: Gerð var radical cranioplasty og fjarlægt nánast allt ennis- bein en æxlið teygði sig niður í frontal og ethmoidal sinusa og var fræst úr þeim og hreinsað. Tekinn vöðvaflipi úr læri til þéttingar í ethmoidal sellukerfi og flipinn festur með vefjalími. Nýtt ennisbein mótað úr beinsementi, um 8x8 cm2, og fest með stálvírum við höfuð- kúpu. Aðgerð tók 250 mínútur og var án fylgikvilla. Umræða: Petta er fyrsta aðgerð sinnar tegundar hérlendis. í þessu tilfelli voru ekki mikil einkenni hjá sjúklingi en umtalsvert andlits- lýti. Árangur aðgerðar var mjög góður. Fibrous dysplasiu í ennis- beini getur þó fylgt veruleg einkenni, s.s. verkir og sjónskerðing. Þá er auk þess lýst illkynja umbreytingu þessara æxla. Skurðaðgerð með endursköpun á beini hefur sýnt sig gefa langvarandi árangur og er vel framkvæmanleg með góðum árangri við jafnvíðtækan æxl- isvöxt og hér er lýst. E - 23 Tengsl táþrýstings við ökklaþrýsting, klínísk einkenni og æðamyndatöku hjá sjúklingum með blóðþurrö í ganglimum Jón Örn Friðriksson', Jón Guðmundsson2, Karl Logason3 'Læknadeild Háskóla Islands, 2röntgendeild og 3æðaskurðlækninga- deild Landspítala Inngangur: Stig blóðþurrðar í ganglimum er að jafnaði metið með mælingu á blóðþrýsting við ökkla. Mæling þessi er einföld en getur gefið villandi niðurstöður hjá sjúklingum með mjög stífar/kalkaðar æðar. Mæling á blóðþrýsting í tám er þá talin gefa áreiðanlegri nið- urstöður. Markmið rannsóknarinnar var að bera saman niðurstöð- ur táþrýstingsmælinga annars vegar við niðurstöður ökklaþrýstings- mælinga, klínískt stig blóðþurrðar og niðurstöður æðamyndatöku hins vegar og þannig leggja mat á áreiðanleika táþrýstingsmælinga og gagnsemi við mat á blóðþurrð í ganglimum. Efniviður og aðferðir: Hjá 30 sjúklingum í röð, sem komu til æða- myndatöku á LSH vegna blóðþurrðar í ganglimum, var mældur ökklaþrýstingur og táþrýstingur í samtals 55 ganglimum. Gerð al- menn læknisskoðun og klínísk einkenni sjúklinganna metin. Niðurstöður: Fylgni var á milli klínísks stigs blóðþurrðar, niður- staða æðamyndatöku og táþrýstingsmælinga (Spearman-stuðull = 0,5 og p < 0,05). Betri fylgni var við ökklaþrýstingsmælingu en tá- þrýstingsmælingu en sá munur var ekki marktækur. í tveimur tilvik- um var unnt að mæla táþrýsting en ekki ökklaþrýsting. Ályktanir: Niðurstöður rannsóknarinnar benda til að tá- og ökkla- þrýstingsmælingar séu álíka nákvæmar við mat á stigi blóðþurrðar í ganglimum. Þó að ökklaþrýstingsmæling sé einfaldari en táþrýst- ingsmæling er í vissum tilfellum ómögulegt að mæla ökklaþrýsting. Þá getur táþrýstingsmæling kornið að góðum notum. E - 24 Clinical Experience of Combined Surgical and Endovascular Stent-graft (EVSG) Treatment for Thoracic Aorta Aneurysms (TAA) Arash Mokhtari'. Bansi Koul', Bengt Lindblad2, Martin Malina2, Krassi Ivancev3 'Department of Cardiothoracic Surgery, University Hospital, Lund Sweden, 2Department of Vascular Surgery & ’Radiology, Univer- sity Hospital, Malmö, Sweden Introductions: Surgical treatment for lesions of the transverse arch and descending thoracic aortic aneurysms (TAA) is associated with Læknablaðið 2004/90 409
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.