Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2004, Blaðsíða 59

Læknablaðið - 15.05.2004, Blaðsíða 59
UMRÆÐA & FRÉTTIR / VÍSINDARANNSÓKNIR þari' að velta upp nýjum siðfræðilegum spurningum. Afgreiðslan hefur því fordæmisgildi og eftir hana verður auðveldara að fjalla um næstu rannsóknir af sömu tegund.“ - Hafið þið orðið að hafna rannsóknum? „Já, það hefur komið fyrir en er afskaplega sjald- gæft. í nokkrum tilvikum höfum við samþykkt rann- sóknaráætlun með tilteknum skilyrðum, svo sem um að einhver þáttur hennar verði felldur niður eða breytt. Einstaka sinnum hefur nefndin gert alvarleg- ar alhugasemdir og umsækjandi kosið að draga rann- sóknina til baka. Þegar grennslast er fyrir um ástæð- ur þess að hætt er við rannsóknarverkefnið kemur oft í ljós að þær eru aðrar en athugasemdir okkar.“ Hvað er vísindarannsókn? - Hvaða rannsóknir ber að leggja undir nefndina? „I reglugerð um vísindarannsóknir á heilbrigðis- sviði frá 1999 segir að með vísindarannsókn sé átt við „rannsókn sem gerð er til að auka við þekkingu sem gerir m.a. kleift að bæta heilsu og lækna sjúkdóma“. Við höfum sett okkur viðmið um það hvaða skilyrði rannsókn þarf að uppfylla til þess að teljast leyfis- skyld og þau felast í þessum fjórum spurningum: 1. Varðar rannsóknin sjúkdóma og/eða önnur heilsutengd atriði? 2. Eru þátttakendur skjólstæðingar heilbrigðis- stofnunar? Ef ekki, hvaðan og hvernig verður þeirra leitað? 3. Eru rannsóknargögn (til dæmis upplýsingar, sýni eða niðurstöður) fengin frá opinberri stofn- un? Hvers konar gögnum verður safnað? 4. Eru rannsakendur starfsmenn heilbrigðisstofn- unar? Er rannsóknin gerð í nafni þeirra eða stofnunarinnar? Almennt má segja að ef eitt eða fleiri ofangreind atriði eigi við um fyrirhugaða rannsókn, þá er hún leyfisskyld.“ - Oft er gerður greinarmunur á vísindarannsóknum og gæðarannsóknum. Hver er afstaða ykkar til þess? „Þetta er grátt svæði sem við höfum verið að ræða í nefndinni. Við viljum frekar ræða um gæðaeftirlit eða gæðaúttekt, en hefðbundið innra eftirlit á stofnun og deild er ekki leyfisskylt. Það á til dæmis við um það þegar yfirmenn deildar eru að taka saman gögn á deildinni í því skyni að meta árangur í starfi eða um skráningu og eftirlit með skurðsýkingum sem sýkinga- vamadeild vinnur. Sama gildir um starfsemi sótt- varnalæknis. Við teljum hins vegar að rannsóknin sé leyfisskyld ef hún felur í sér íhlutun eða inngrip, óþægindi eða ónæði fyrir sjúklinga eða aðstandendur þeirra, eða þegar rannsakendur eru ekki að vinna með sína eigin sjúklinga og þegar ætlunin er að afla þekkingar eða upplýsinga sem nota á utan stofnunar, til dæmis með birtingu í ritrýndum tímaritum. En eins og ég sagði þá er þetta grátt svæði sem enn Björn Guðbjörnsson for- er verið að móta reglur um.“ maður Visindasiðanefndar á skrifstofu sinni við Porfinnsgötu. Siðferöi og persónuvernd - Eru læknar og aðrir rannsakendur orðnir sér vit- andi um þau siðferðilegu álitamál sem rannsóknirnar fela í sér? Hefur orðið breyting á því? „Það hefur orðið mikil breyting á íslensku vísinda- umhverfi sem hefur kallað á mikla umræðu um sið- ferðilega hlið rannsókna og þótt hún hafi heldur hljóðnað úti í samfélaginu þá lifir hún áfram meðal vísindamanna og í fagfélögum þeirra. Þetta birtist okkur meðal annars í því að á eyðublaði nefndarinn- ar sem fylla þarf út þegar sótt er um rannsóknarleyfi er spurt um siðferðileg álitamál sem kunna að snerta rannsóknina. Áður fyrr voru svörin við þessu oft á tíðum stuttaraleg en nú er algengt að við fáum ítar- legar greinargerðir um siðferðishlið rannsóknarinn- ar. Rannsakendur hafa líka oft samband við nefndar- menn og vilja ræða siðferðisleg álitamál." - Hvað um upplýst samþykki, eru brögð að því að menn reyni að koma sér hjá því að afla þess? „Nei, ekki get ég sagt það. í sumum verkefnum getur það verið talsvert íþyngjandi að leita upplýsts samþykkis og jafnvel rýrt vísindalegt gildi rannsókn- ar ef ekki næst í alla þátttakendur. Það réttlætir þó ekki að menn leiti ekki eftir samþykki. Um þetta höf- um við reglur sem finna má á heimasíðu nefndarinn- ar - ww\v.visindasidcinef>td.is - og byggjast á lögum um réttindi sjúklinga frá 1997 og alþjóðlegum sam- þykktum sem íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að fylgja. Hins vegar eru til rannsóknir, einkum faralds- fræðilegar, sem ekki krefjast upplýsts samþykkis ef eingöngu er unnið með gögn sem þegar eru til og þau eru á ópersónugreinanlegu formi. Ennfremur getur svar við spurningakönnun jafngilt skriflegu sam- þykki. En í öllum tilvikum þegar þátttakendur þurfa að skila lífsýnum, fara í viðtal eða líkamsskoðun eða Læknablaðið 2004/90 423
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.