Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2004, Blaðsíða 23

Læknablaðið - 15.05.2004, Blaðsíða 23
FRÆÐIGREINAR / SKORTUR A STORKUÞÆTTI VII vefjaþáttur kemst inn í blóðrásina. Virkir storkuþætt- ir, IXa, Xa, Vlla, Xlla (ensímvirkni er táknuð með -a) eða þrombín (Ila), örva storkuþátt VII til ensím- virkni með því að kljúfa hann. Hann getur þá tekið þátt í storkumyndun ef hann er bundinn við vefjaþátt en annars ekki. Samstæðan af virkum storkuþætti VII og vefjaþætti örvar storkuþætti IX og X til ensím- virkni. Sú örvun leiðir til myndunar próþrombínasa á yfirborði blóðflaga eða annarra frumna og próþromb- ínasi breytir síðan próþrombíni í þrombín. Þrombín er mikilvirkt ensím og lykilefni bæði í storkumyndun og storkuhindrun. Þrombín myndar síðan storku með því að breyta uppleystu fíbrínógeni í fast fíbrín (17). Það virðist rökrétt að skortur á storkuþætti VII geti valdið blæðingum en að hann geti einnig valdið blóðtappahneigð, eins og áður var vikið að, virðist mótsagnakennt. Það hefur verið skýrt á þann hátt að örlítið af vefjaþætti sé stundum í snertingu við blóðið, til dæmis á yfirborði örvaðra stórkirninga (mono- cytes) eða þar sem æðaþel hefur skemmst. Storku- þáttur VII binst þá strax við vefjaþáttinn en örvast þó ekki til ensímvirkni ef virka storkuþætti vantar til að örva hann. Ef virkir storkuþættir, til dæmis IXa eða Xlla, myndast af einhverjum ástæðum í blóðrásinni bindast þeir strax við storkuþátt VII og örva hann, hvort sem hann er bundinn við vefjaþátt eða ekki. Hjá sjúklingum með skort á storkuþætti VII er hlut- fallslega stærri hluti af storkuþættinum bundinn við vefjaþátt samanborið við heilbrigða þar sem stærsti hluti hans er óbundinn í blóðrásinni. Við skort á storkuþætti VII eru þannig meiri líkur á því að storkuþáttur IXa bindist við storkuþátt VII sem er þegar bundinn við vefjaþátt og þannig leiðir þessi fer- ill fremur til storkumyndunar hjá þeim sem hafa skort á storkuþætti VII en hjá hinum sem hafa ekki skort (18). Á síðari árum hefur áhugi á storkuþætti VII farið vaxandi af ýmsum ástæðum. Ljóst er að hann gegnir lykilhlutverki við stöðvun blæðinga en kenningar um að hann gegni einnig stóru hlutverki í tilurð slagæða- blóðtappa hafa vakið mikla athygli. í Northwick Park Heart Study (19-21) og fleiri könnunum (22-26) kom fram jákvæð fylgni milli magns af storkuþætti VII í blóði og kransæðastíflu en engin slík tengsl hafa hins vegar fundist í öðrum sambærilegum könnunum (27- 31). Hugsanlega tengist þetta misræmi í niðurstöðum því að mismunandi aðferðir við mælingar á virkni storkuþáttar VII hafa mismikið næmi fyrir mismun- andi gerðum af storkuþættinum (32). Það ýtti einnig undir áhugann að tiltekin arfgerð af storkuþætti VII, Arg353----->Gln, þar sem amínósýran glútamín tekur sæti argíníns í 353. sæti í prótíninu, og jafnvel fleiri arfgerðir af storkuþættinum (33) hafa í för með sér minna magn af storkuþætti VII í blóði og samkvæmt sumum heimildum minni hættu á kransæðastíflu (34- 36). Aðrar kannanir (37, 38) hafa þó ekki staðfest Tafla I. Niöurstööur úr bióörannsóknum systkinanna. Kynslóö og einstaklingur PT Sek. APTT Sek. FVII:c % ALP U/L GGT U/L AST U/L LD U/L V 1 15 42 32 212 21 24 535 V 2 14 41 32 300 92 23 612 V 3 72 53 1 387 79 22 369 V 4 45 43 4 320 92 43 407 V 5 15 41 38 145 22 27 445 V 6 34 49 5 253 21 24 303 V 7 14 42 38 157 17 21 397 V 8 14 45 35 219 45 39 659 V 9 38 46 9 244 37 21 413 V 10 14 44 35 192 48 26 358 Viömið konur 10-14 40-55 >70 <270 <40 <35 <450 Viðmið karlar 10-14 40-55 >70 <270 <50 <40 <450 PT = próþrombíntími, alkalískir fosfatasar, laktatdehýdrógenasi. APTT = GGT = „activated partial thromboplastin time* gamma-glutamyltransferasi, AST = ', FVII:c = storkuþáttur VII, ALP = aspartatamínótransferasi, LD = þessi tengsl þannig að enn er ekki ljóst hvern þátt mismunandi arfgerðir af storkuþætti VII eiga í tilurð kransæðastíflu. Ennfremur hafa tengsl storkuþáttar VII við þríglyseríð í blóði (39), fituneyslu (40) og fleiri þekkta áhættuþætti fyrir æðakölkun vakið at- hygli. Þá hefur storkuþáttur VII líka komist í sviðs- ljósið vegna framleiðslu á honum með erfðatækni og vaxandi notkunar við að stöðva blæðingar í ýmsum erfiðum blæðingasjúkdómum, til dæmis dreyrasýki A, þegar sjúklingar mynda mótefni gegn storkuþætti VIII sem torveldar mjög hefðbundna meðferð (41). Þakkir Fjölskyldunni sem þessi grein fjallar um er þökkuð góð samvinna við öflun upplýsinga og sýna. Vísinda- sjóður Landspítalans fær þakklæti fyrir styrk til rann- sókna á storkuþætti VII. Heimildir 1. Dacie JV, Lewis SM. Practical haematology. 3rd ed. London: Churchill Livingstone, 1975. 2. Owren PA, Aas K. The control of dicumarol therapy and the quantitative determination of prothrombin and proconvertin. Scand J Clin Lab Invest 1951; 3:201-8. 3. Koller F, Loeliger A, Duckert F. Experiments on a new Clotting Factor (Factor VII). Acta Haematol 1951; 6:1-18. 4. Owren PA. Proconvertin, the new clotting factor. Scand J Clin Lab Invest 1951; 3:168. 5. Alexander B, Goldstein R, Landwehr G, Cook CD. Con- genital SPCA deficiency: A hitherto unrecognized coagulation defect with hemorrhage rectified by serum and serum frac- tions. J Clin Invest 1951; 30: 596-608. 6. Peyvandi F, Mannucci PM. Rare Coagulation Disorders. Thromb Haemost 1999; 82:1207-14. 7. Triplett DA, Brandt JT, McGann Batard MA, Schaeffer Dixon JL, Fair DS. Hereditary Factor VII Deficiency: Heterogeneity Defined by Combined Functional and Immunochemical Analysis. Blood 1985; 66: 1284-7. 8. Giansily-Blaizot M, Biron-Andreani C, Aguilar-Martinez P, de Moeloose P, Briquel M-E, Goudemand J, et al. Inherited factor VII deficiency and surgery: clinical data are the best criteria to predict the risk of bleeding. Br J Haematol 2002; 117:172-5. 9. FVII mutation database at http://europium.csc.mrc.ac.uk 10. McMillan CW, Roberts HR. Congenital combined deficiency of coagulation factors II, VII, IX and X. Report of a case. N EnglJMed 1966; 274:1313-5. Læknablaðið 2004/90 387
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.