Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2004, Blaðsíða 61

Læknablaðið - 15.05.2004, Blaðsíða 61
UMRÆÐA & FRÉTTIR / VÍSINDARANNSÓKNIR / LÆKN AFÉLAG REYKJAVÍKUR taka þátt í meðferð af einhverju tagi þarf upplýst samþykki og rannsóknin þarf að hljóta leyfi frá nefndinni, á því er engin undantekning.“ Rannsakendur eru varkárir - Hvað gerist eftir að þið gefið leyfi, fylgist nefndin með rannsókninni? „Samkvæmt reglugerð er okkur gert skylt að fylgj- ast með framgangi rannsókna. Ef nefndinni berast upplýsingar um að rannsóknaráætlun sem við höfum samþykkt er ekki fylgt hefur nefndin heimild til þess að afturkalla rannsóknarleyfið. Vísindasiðanefnd hef- ur aldrei þurft að grípa til þess en nefndin hefur gert athugasemdir og kallað eftir framgangsskýrslum frá rannsakendum. Flestar rannsóknir standa yfir í afmark- aðan tíma og í þeim tilvikum köllum við eftir loka- skýrslu. Þar rnættu rannsakendur raunar bæta sig og senda okkur skýrslu og vísindagreinar sem birtar eru. Þegar langtímarannsóknir eiga í hlut erum við að móta reglur um skil á áfangaskýrslum. Okkur er líka gert að fylgjast með því hvað gert er við gögnin sem safnað er vegna rannsóknarinnar en um þau gilda strangar reglur. Almennt er ekki hægt að kvarta yfir meðferð gagna, rannsakendur eru var- kárir og fara að settum reglum enda eiga þeir yfir höfði sér afturköllun rannsóknarleyfis ef þeir gera það ekki.“ Eftir þetta fórum við að ræða um lyfjarannsóknir en þær eru stór hluti rannsókna sem gerðar eru hér á landi. Þar er unr stóran málaflokk að ræða og Björn skýrði blaðamanni frá því að snemma í maí tækju gildi hér á landi nýjar evrópskar reglur um fram- kvæmd lyfjarannsókna. Verður fjallað nánar um þær í næsta blaði og rætt við Pétur S. Gunnarsson hjá Lyfjastofnun. rannsóknum á konum. Einnig var algengt að börn væru meðhöndluð í krafti rannsókna á fullorðnum. Nú er þetta að breytast og við erum farin að sjá æ fleiri meðferðarrannsóknir sem gerðar eru á börnum og unglingum. Það er að sjálfsögðu mjög viðkvæmt efni og þarfnast sérstakrar varúðar enda hefur Al- þjóðaráð samtaka innan læknavísinda (CIOMS) sem stofnað var árið 1949 af Alþjóða heilbrigðisstofnun- inni (WHO) og UNESCO sett ströng skilyrði um þátttöku barna í íhlutandi rannsóknum. Við verðum þess líka vör að nemaverkefnum fer fjölgandi og þá á ég ekki bara við styttri verkefnum læknanema í grunnnámi heldur einnig og ekki síður verkefnum nema í meistara- og doktorsnámi. Þau eru í vaxandi mæli að færast heim enda hefur reynd- um rannsakendum fjölgað og þeir leiðbeina nemum á efstu stigum. Síðast en ekki síst sjáum við breytingar á fjár- mögnun rannsókna. Það er að koma miklu meira fjár- magn erlendis frá sem gerir íslenskum rannsakend- um kleift að ráðast í æ stærri verkefni. Besta dæmið um þetta er sennilega öldrunarrannsókn Hjartavernd- ar en það sama gildir um tjölmörg önnur verkefni. Þetta er mjög jákvætt því öflugar rannsóknir auka þekkinguna í landinu. Samhliða þessu eru margir rann- sóknarhópar orðnir mjög alþjóðlegir. Hvort tveggja gerir þær kröfur til Vísindasiðanefndar að hún sé virk á alþjóðlegum vettvangi, taki tillit til ýmissa alþjóð- legra yfirlýsinga sem við erum bundin af og hafi sam- skipti við siðanefndir í öðrum löndum,“ segir Björn Guðbjörnsson formaður Vísindasiðanefndar. Miklar breytingar En í lokin ræddi Björn um þær breytingar sem eru að verða á rannsóknum í lífvísindum hér á landi. „Við sjáum að það eru að verða töluverðar breyt- ingar. Hingað til hefur mest verið um faraldsfræðileg- ar rannsóknir, klínískar rannsóknir og lyfjarannsókn- ir á þriðja stigi eða síðar. Nú eru hafnar rannsóknir hjá íslenskri erfðagreiningu og fleiri fyrirtækjum sem falla undir fyrri stig lyfjaþróunar. Þessar rannsóknir gera meiri kröfu til þekkingar rannsakenda og alls ör- yggis og kalla á ítarlegri umfjöllun hjá nefndinni sem er bæði viðkvæmari og vandasamari en rannsóknir á síðari stigum lyfjaþróunar. Það er þekkt innan læknisfræðinnar að konur séu meðhöndlaðar, til dæmis við hjartasjúkdómum, í krafti meðferðarrannsókna sem gerðar hafa verið á körlum. Það sama gildir raunar einnig um karla sem meðhöndlaðir eru til dæmis við beinþynningu þar sem meðferðarþekkingin er að miklu leyti byggð á Breytingar á stjórn LR Aðalfundur Læknafélags Reykjavíkur var haldinn 31. mars síðastliðinn og varð þar sú breyting á aðalstjórn að Elínborg Bárðardóttir gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Var Anna Jóhannesdóttir kjörin í hennar stað. Við það varð einnig breyting á meðstjórnendum en auk Önnu létu af stjórn- armennsku þeir Hannes Petersen og Þórður Sverrisson. Nýir meðstjórnendur eru Kristín Sigurðardóttir, Michael Clausen og Sigurður Ólafsson. Stjórn LR er því þannig skipuð: Óskar Einarsson formaður, Anna Jóhann- esdóttir ritari, Sigurður Blöndal gjaldkeri. Meðstjórnendur eru: Auður Smith, Friðbjörn Sigurðsson, Hjörtur Þór Hauksson, Hlíf Steingrímsdóttir, Jörundur Kristinsson, Kristín Sigurðardóttir, Michael Clausen, Sigurður Ólafsson og Sig- urður Páll Pálsson. Varamenn eru: Alma Eir Svavarsdóttir, Ragnheiður Bjarna- dóttir og Sigurður Ólafsson. Áheyrnarfulltrúi Félags ungra lækna er Bjarni Þór Eyvindsson. Læknablaðið 2004/90 425
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.