Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.05.2004, Page 50

Læknablaðið - 15.05.2004, Page 50
ÞING SKURÐLÆKNA, SVÆFINGA- OG GJÖRGÆSLULÆKNA / ÁGRIP ERINDA / VEGGSPJALD voru 36%, 54% l'yrir stig IIA+B, 35% fyrir stig IIIA og 32% fyrir stig IIIB. Enginn lést <30 d. eftir aðgerð. Hár aldur (p=0,05) og stór æxli (p<0,001) voru sjálfstæðir neikvæðir forspárþættir lífshorfa. Slím- frumukrabbamein (n=42) höfðu verri horfur en flöguþekju- (n=74) og stórfrumukrabbamein (n=14) (p=0,04). Alyktun: Skammtíma árangur lungnabrottnáms er mjög góður í þessari rannsókn þar sem enginn lést <30 daga frá aðgerð. Lang- tímahorfur eru hins vegar lélegar, einnig fyrir sjúklinga með stað- bundið lungnakrabbamein. Berkjufistlar eru algengustu alvarlegu fylgikvillarnir (6,2%) og sjást oftar eftir hægra lungnabrottnám. E - 35 Skuröaögeröir viö loftbrjósti og áhætta á endurteknu loftbrjósti Ingiinar Ingólfsson, Erik Gyllstedt, Per Jönsson, Tómas Guðbjarts- son Hjarta- og lungnaskurðdeild háskólasjúkrahússins í Lundi, Svíþjóð Inngangur: Loftbrjóst er oftast hægt að lækna með kera og sogmeð- ferð. I völdum tilvikum getur þurft að grípa til skurðaðgerðar, oftast vegna endurtekins loftbrjósts eða viðvarandi lungnaleka. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna ábendingar og árangur aðgerða vegna loftbrjósts við háskólasjúkrahúsið í Lundi. Efniviður og aöfcrðir: Rannsóknin er afturvirk og náði til allra sjúk- linga sem gengust undir skurðaðgerð vegna loftbrjósts í Lundi á tímabilinu 1996-2003. Samtals var um 256 sjúklinga að ræða. Með- alaldur var 42 ár (bil 13-94 ár) og voru karlar í meirihluta (73%). Lagt var mat á árangur aðgerðanna með sérstöku tilliti til tíðni end- urtekins loftbrjósts eftir skurðaðgerð. Niðurstöður: Þeir sem gengusl undir aðgerð höfðu flestir sjálfkrafa loftbrjóst án undirliggjandi sjúkdóma (77%). Helmingur hafði reykingasögu að baki. Meirihlutinn hafði a.m.k. einu sinni áður greinst með loftbrjóst. Fimmtungur hafði þekktan lungnasjúkdóm, oftast lungnaþembu eða berkjubólgu. Aðgerðirnar voru oftast (93%) framkvæmdar í gegnum brjóstholsjá en í 2% tilvika þurfti að snúa í hefðbundna opna aðgerð. Aðgerðartími var að meðaltali 63 mínútur (bil 20-292 mínútur) og sjúkrahússdvöl 3,5 dagar. í lang- flestum tilvikum var hluti efra blaðs lungans fjarlægður með hefti- byssu (89%) en fleiðran síðan sprautuð með talki (36%), skröpuð með Marlex-neti (14%) eða sandpappír (30%). Hjá 99 sjúkling- anna var að auki framkvæml hlutabroltnám á efri hluta fleiðru (pleurectomy). Algengustu fylgikvillar aðgerðanna voru viðvarandi loftleki (11 %) og blæðingar (3%). Tveir létust úr öndunarbilun eftir aðgerð (skurðdauði 0,8%). Alls gengust 28 sjúklingar (11%) undir endurtekna aðgerð vegna loftbrjósts sömu megin, að meðaltali níu mánuðum (ld.-39 mán) frá upphaflegu aðgerðinni. Sjúklingar með lungnaþembu (OR 3,6, p=0,05) og loftleka >7 daga eftir aðgerð voru í marktækt meiri áhættu (OR 16,1, p<0,0001) að gangast undir enduraðgerð vegna loftbrjósts. Hár aldur (OR 0,979, p=0,01) og hlutabrottnám á lungnatoppi (OR 0,231, p=0,01) minnkuðu hins vegar áhæltu á enduraðgerð. Alyktun: Alvarlegir fylgikvillar aðgerða við loftbrjósti með brjóst- holsjá eru sjaldgjæfir. Aðgerðin er örugg og fljótleg og legutími stuttur. Endurtekið loftbrjóst eftir aðgerð er áhyggjuefni þar sem tíðni þess er hærri en við opna aðgerð. Veggspjald V - 1 P2Y12 ADP-viötakinn er til staöar í sléttum vöövafrumum æða og miðlar samdrætti Anna-Karin Wihlborg', Tómas Guðbjartsson2, Lingwei Wang', Oscar Östberg Braun', Atli Eyjólfsson2, Ronny Guslafsson2, David Erlinge' 'Hjartadeild, 2hjarta- og lungnaskurðdeild háskólasjúkrahússins í Lundi, Svíþjóð. Ágrip: ADP gegnir mikilvægu hlutverki í samloðun blóðflagna með því að virkja P2Y12 viðtaka, en lyf sem hemja þessa viðtaka (til dæmis clopidogrel, Plavix®) eru notuð til að fyrirbyggja sega í kransæðum. I þessari rannsókn könnuðum við þá tilgátu að P2Y12 viðtaka sé að finna í sléttum vöðvafrumum blá- og slagæða. Efniviður og niðurstöður: Notast var við slagæða- og bláæðagræð- linga 16 sjúklinga sem gengust undir kransæðahjáveituraðgerð á há- skólasjúkrahúsinu í Lundi. í sléttum vöðvafrumum mældist mRNA fyrir P2Y12 hátt samanborið við aðra P2 viðtaka, sérstaklega sam- anborið við hina tvo ADP viðtakana, P2Yj og P2Y]3 (real-time PCR). Með Western-blot aðferð sáust 50 kD bönd sem svipar til þeirra sem sjást í blóðflögum. Til þess að afhjúpa æðasamdrátt vegna P2Y12 viðtakans, og þannig líkja eftir aðstæðum in vivo, voru æðarnar fyrst meðhöndlaðar með norepinephrine, síðan adenosine og loks calcitonin-gene-related peptide sem veldur æðavíkkun. Síðan var 2-MeSADP, sem er stöðugt lyf sem svipar til ADP, notað til að framkalla samdrátt í innri brjóstholslagæð (IMA), greinum hennar og litlum bláæðum (Emax = 15 ± 6 % af 60 mmol/L K+ samdrætti, pEC50 = 5.6 ± 0.6, Emax = 20 ± 1 %, pEC50 = 6.8 ± 0.3 resp. Emax = 68 ±11 %, pEC50 = 6.7 ± 0.3). Að því búnu var samdráttur vegna 2- MeSADP upphafinn með sérhæfðum P2Y12 hemjara, AR-C67085. Ekki sást minnkun á samdrætti hjá sjúklingum sem lóku clopidogrel en clopidogrel hemur ADP-örvaða samloðun blóðflagna með því að hemja P2Y12 viðtaka. Þetta skýrist sennilega af því hversu óstöð- ugt virka efni clopidogrels er. Ályktun: ADP miðlar samdrætti í slag- og bláæðum með því að virkja P2Y12 viðtaka. Lyf sem letja P2Y12 viðtaka geta því haft áhrif á bæði samloðun blóðflagna en einnig hindrað samdrátt í æðum. Slík lyf gætu haft þýðingu hjá sjúklingum sem gangast undir hjá- veituaðgerð til að fyrirbyggja samdrátt og segamyndun í slag- og bláæðagræðlingum fyrst eftir aðgerð. V - 2 NUSS-aögerö - nýjung í meöferð trektarbrjósts Tómas Guðbjartsson, Ramon Lillo-Gil, Per Jönsson, Erik Gyllsted Hjarta- og lungnaskurðdeild háskólasjúkrahússins í Lundi, Svíþjóð Inngangur: Trektarbrjóst (pectus excavatum) er algengur með- fæddur galli sem sést hjá l%o barna, aðallega drengjum. Oftast er trektarbrjóst án einkenna en í völdum tilvikum getur trektin þrengt að bæði hjarta og lungum. Aðgerðir við trektarbrjósti eru langoftast 414 Læknablaðið 2004/90

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.