Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.05.2005, Page 9

Læknablaðið - 15.05.2005, Page 9
RITSTJÓRNARGREINAR fyrir almenning, gera hana markvissari og beina henni í auknum mæli að ungu fólki. Stuðla þarf að umræðu um líffæragjöf innan fjölskyldunnar. Einnig kemur til álita að setja á stofn opinbera skrá yfir líffæragjafa sem samhliða aukinni almennings- fræðslu ætti að geta skilað árangri. Nauðsynlegt er að tryggja að sem flestir sjálfráða einstaklingar taki afstöðu og mætti gera það með tengingu við aðra op- inbera skráningu, svo sem útgáfu ökuskírteinis. Þá er þýðingarmikið að sú ákvörðun einstaklings að gerast líffæragjafi sé virt að honum látnum. Loks er mikil- vægt að efla þjálfun þeirra fagaðila sem annast öflun samþykkis frá aðstandendum til líffæragjafar því það gæti hugsanlega aukið fjölda líffæragjafa (7). Sigurbergur og samstarfsmenn könnuðu einnig eftirspurn eftir líffærum til ígræðslu hér á landi á rannsóknartímabilinu og fundu út að árlega hafa verið sjö sjúklingar að meðaltali á biðlista (1). Draga þeir þá ályktun að framboð á líffærum hér fullnægi þörfum íslendinga um líffæri til ígræðslu. Þótt sú sé raunin tryggir það ekki íslenskum sjúklingum fullnægjandi aðgengi að ígræðslulíffærum. Líffærin sem hér fást fara til samstarfssjúkrahúss okkar, Ríkisspítalans í Kaupmannahöfn, þar sem þau eru sjaldnast grædd í íslenska sjúklinga. Framboð á hjörtum, lifrum og lungum hefur annað fremur lítilli eftirspurn hér en sama er ekki að segja um nýru því að meðaltali hefur aðeins einn sjúklingur á ári fengið nýra frá látnum gjafa undanfarin ár. I upphafi þessa árs voru 11 sjúklingar á biðlista eftir nýra frá látnum gjafa (samkvæmt upplýsingum frá nýrnalækninga- einingu Landspítala) og er meðalbiðtími nú tvö og hálft ár. Meginvandamálið virðist vera hve fáar nýmaígræðslur eru gerðar árlega á Ríkisspítalanum í Kaupmannahöfn en þær eru aðeins um 50 og koma tveir þriðju ígræddra nýrna frá látnum gjöfum. Nauðsynlegt er að kanna hvort samstarf við annað ígræðslusjúkrahús á Norðurlöndum kunni að veita íslenskum sjúklingum betra aðgengi að líffærum lil ígræðslu. Biðlisti eftir nýra á Islandi væri án efa enn lengri ef ekki kæmi til hátt hlutfall lifandi gjafa sem hafa verið um 70% allra nýrnagjafa undanfarin 15 ár og er það með því hæsta sem þekkist. Því miður vantar nokkuð á að réttindi lifandi nýmagjafa hér á landi séu viðunandi og er nauðsynlegt að úr því verði bætt. Gert er ráð fyrir að undirbúningur fyrir nýrnagjöf sem jafnan fer fram á Landspítala, sé gjafanum að kostnaðarlausu en þessa ráðstöfun þarf að skilgreina betur til að tryggja að hún gangi snurðulaust fyrir sig. Þá er ekki óeðlilegt að nýrnagjöfum verði boðið upp á eftiiiit án greiðslu eftir ígræðsluna. Loks eru sjúkratryggingar lifandi nýrnagjafa í ólestri og þarfn- ast tafarlausra úrbóta. Meðal sumra erlendra þjóða hefur réttur lifandi nýmagjafa verið skilgreindur sér- staklega innan sjúkratryggingakerfisins og má nefna að í Danmörku njóta þeir fullrar launatryggingar af hálfu hins opinbera þann tíma sem þeir eru frá vinnu. Reyndar hafa vinnuveitendur á Islandi sýnt málinu nokkum skilning og hafa í sumum tilvikum greitt gjafanum full laun þann tíma sem hann hefur verið frá vinnu. Ekki hafa þó allir gjafar verið svo lánsamir auk þess sem þeir einstaklingar sem stunda eigin at- vinnurekstur geta orðið fyrir verulegu fjárhagslegu tjóni. Nauðsynlegt er að lifandi gjöfum séu tryggð full laun þann tíma sem þeir eru frá vinnu vegna nýrna- brottnámsaðgerðarinnar. í því tilliti er vert að hafa í huga að við meðferð nýrnabilunar á lokastigi er nýmaígræðsla ódýrari kostur en skilun og leiðir því til sparnaðar fyrir samfélagið. Fjölgun líffæragjafa hér á landi er þýðingar- mikið en að sama skapi krefjandi verkefni. Eigi árangur að nást þarf samvinnu allra sem hlut eiga að máli, svo sem starfsliðs gjörgæsludeilda, lækna og annarra fagaðila sem fást við meðferð líffæra- þega, líffæraígræðslunefndar heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytisins og landlæknis. Jafnframt er mikilvægt að efla heildarskipulag ígræðslulækninga hér á landi en ábyrgð á þessari starfsemi dreifist á ýmsa aðila og má segja að heildaryfirsýn skorti. Undirritaður telur koma til greina að öll ábyrgð og umsýsla sem snýr að líffæraígræðslum verði á forræði Landspítala í samstarfi við heilbrigðisyfir- völd. Langstærsti hluti þessarar starfsemi fer fram á Landspítala auk þess sem sjúkrahúsið öðlaðist viðurkenningu sem ígræðslustofnun og fékk beina aðild að Scandiatransplant eftir að ígræðslur nýrna frá lifandi gjöfum hófust þar í desember 2003. íslendingar eru lítil þjóð sem hefur verið þekkt fyrir hjálpsemi í garð samborgaranna þegar neyð steðjar að. Við ættum því að geta náð betri árangri hvað snertir líffæragjafir en raun ber vitni. Með samstilltu átaki ætti að vera unnt að fjölga líffæra- gjöfum og gefa þannig fleiri einstaklingum lífsvon. Göfugra verk er vart hægt að hugsa sér. Heimildir 1. Kárason S, Jóhannson R, Gunnarsdóttir K, Ásmundsson P, Sigvaldason K. Líffæragjafir á íslandi 1992-2002. Læknablaðið 2005;91:417-22. 2. Miranda B, Vilardell J, Grinyo JM. Optimizing cadaveric organ procurement: the catalan and Spanish experience. Am J Transplant 2003; 3:1189-96. 3. Sheehy E, Conrad SL, Brigham LE, Luskin R, Weber P, Eakin M, et al. Estimating the number of potential organ donors in the United States. N Engl J Med 2003; 349: 667-74. 4. Langone AJ, Helderman JH. Disparity between solid-organ supply and demand. N Engl J Med 2003; 349: 704-6. 5. Gimbel RW, Strosberg MA, Lehrman SE, Gefenas E, Taft F. Presumed consent and other predictors of cadaveric organ donation in Europe. Prog Transplant 2003; 13:17-23. 6. Matas AJ, Bartlett ST, Leichtman AB, Delmonico FL. Morbidity and mortality after living kidney donation, 1999- 2001: survey of United States transplant centers. Am J Transplant 2003; 3: 830-4. 7. Robertson VM, George GD. Gedrich PS, Hasz RD, Kochik RA, Nathan HM. Concentrated professional education to implement routine referral legislation increases organ dona- tion. Transplant Proc 1998; 30: 214-6. Læknablaðið 2005/91 405

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.