Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.05.2005, Page 16

Læknablaðið - 15.05.2005, Page 16
FRÆÐIGREINAR / OFVIRKNIRÖSKUN Heili Hjá börnum sem hafa orðið fyrir heilaskaða eftir áverka kemur fram hækkuð tíðni ofvirkni- einkenna sem geta náð greiningarviðmiðum ofvirkniröskunar. í einni rannsókn var tíðni of- virkniröskunar hjá þeim sem höfðu orðið fyrir alvarlegum heilaskaða 38%, en í þriðjungi tilfell- anna gengu einkennin til baka. Við vægari heila- skaða var tíðnin hins vegar lægri (57). Breytingar í heila hafa sést hjá fólki með ofvirkniröskun, til dæmis hefur segulómun sýnt fram á eyður báðum megin í djúphnoða (basal ganglia bilateralt), í gráa efninu á Brodmann svæði og hægra megin í aftari gyrðilsfellingu (posterior cingulate gyrus). Sömuleiðis hafa sést eyður í hvíta efninu miðlægt í vinstra heilahveli fyrir framan pýramídal brautir og fyrir ofan djúphnoða (basal ganglia) (58). A segulómun hefur sést að rúmmál litla heila var minnkað hægra megin um 4,9% hjá börnum með ofvirkniröskun en ekki hjá systkinum þeirra sem ekki voru greind með heilkennið. Bæði börnin með ofvirkniröskunina og systkini þeirra voru þó með rúmmálsminnkun á gráa efninu hægra megin undir enni (prefrontalt) og á gráa og hvíta efninu vinstra megin undir hnakka (occipitalt) allt að 9,1% (59). Breytingar á hvíta efninu gætu tengst demýelíneringu (58). Myndgreiningarrannsóknir eru ekki notaðar til greiningar, að minnsta kosti ekki enn sem komið er. Meðganga Sumar rannsóknir sýna tengsl ofvirkni- röskunar við slæma heilsu móður á meðgöngu og við fæðingarkrampa. Blæðing á meðgöngu og fylgi- kvillar við slys á meðgöngu hafa sömuleiðis tengst auknum líkum á ofvirkniröskun (60). Sjá einnig kaflana hér að framan um reykingar, áfengisneyslu og fíkniefnaneyslu á meðgöngu. Sýkingar Hjá börnum sem fengið hafa heilahimnu- bólgu af völdum berkla er ofvirkni algengur fylgi- kvilli (61). Tilfinningatengsl Fjölskylduþættir hafa óljós áhrif á tilurð ofvirkniröskunar og eru niðurstöður rannsókna misvísandi. Þó benda þær til þess að truflanir á fjölskyldutengslum og streita foreldra hafi áhrif (62). Ein rannsókn sýndi aukna tíðni ofvirkniröskunar þegar samskiptaerfiðleikar voru til staðar í fjölskyldum, hjá börnum í lægri stéttum þjóðfélagsins, þegar móðir átti við geðræna erfið- leika að etja og ef faðir sýndi andfélagslega hegð- un. Eftir því sem fleiri þessara þátta komu saman því meiri líkur voru á ofvirkniröskun (63). Þessir þættir geta þó að minnsta kosti að hluta til tengst erfðum. Það er þekkt í öðru samhengi að álagsat- burðir geta lagst þyngra á þá einstaklinga sem hafa undirliggjandi erfðatilhneigingu til geðrænna veik- inda (64). Til eru kenningar um að hægt sé að líta á barn með ofvirkni sem einkennisbera fjölskyldu- vanda. Sálgreinendur telja að ofvirkt barn hafi orðið fyrir erfiðri upplifun (áfalli) mjög snemma á lífsleiðinni og að innri togstreitu sé varpað útávið með einkennum ofvirkniröskunar (65). Rannsókn á börnum frá Rúmeníu, sem höfðu orðið fyrir líkamlegum og tilfinningalegum skorti snemma á lífsskeiðinu, sýndi að stærra hlutfall þessara barna höfðu einkenni um athyglisbrest með ofvirkni en hjá viðmiðunarhópi. Einkennin voru meiri því lengra sem tímabil skorts hafði verið. Einnig hefur einkennum ofvirkni og athyglisbrests verið lýst hjá börnum sem alist hafa upp á stofnunum (66). Einkenni þessara hópa munu þó ekki vera eins og dæmigerð einkenni einstaklinga með ofvirkni- röskun. Aföll eins og aðskilnaður eru algengir í sögu barna með ofvirkniröskun (65). Það er erfitt að segja með vissu um þýðingu félagslegra þátta bæði vegna skorts á rannsóknum á þessu sviði, misvísandi rannsókna (62) og þess að tillit þarf að taka til erfðafræðilegra orsakaþátta. Umhverfisþœttir í dýratilraunum hafi komið fram einkenni lík ofvirkniröskun þegar dýrin hafa fengið neurotoxísk efni svo sem blý og PCB (fjöl- klóruð bífenýlsambönd) (67). Langvinn blýeitrun er grunuð um að vera orsakaþáttur fyrir ofvirkni- röskun (54). Próunarkenning Vangaveltur hafa verið um það hvers vegna ofvirkniröskun sé jafn algeng í þjóð- félaginu sem raun ber vitni þar sem hún virðist að miklum hluta erfðatengd. Ein hugmyndin á þessu sviði er að ofvirkniröskun hafi þróast til að auka lífslíkur veiðimanna og bardagamanna í fyrndinni (68). Ýmsir hafa þó dregið þessa hugmynd í efa og telja ofvirkni hafa verið jafn ef ekki meira haml- andi þá en nú í okkar tæknivædda þjóðfélagi (69). Lokaorð Ljóst er að orsakir ofvirkniröskunar eru margþætt- ar. Þrátt fyrir að erfðir skýri stóran hluta tilfella virðist hvert af þeim genum sem þekkt eru í dag hafa lítil áhrif þegar á heildina er litið. Þannig er fjölgena samspil líklegast til að valda ofvirknirösk- un í samspili við umhverfisþætti. Það gæti farið svo að ofvirkniröskun verði í framtíðinnni ekki skil- greind sem eitt heilkenni eins og gert er nú í ICD- 10, heldur sem mörg heilkenni hvert með ólíkri meingerð og einkennum. Þekkingunni fleygir fram varðandi orsakir ofvirkniröskunar og var hér stikl- að á stóru um þá vitneskju sem við höfum í dag. 412 Læknablaðið 2005/91

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.