Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.05.2005, Page 19

Læknablaðið - 15.05.2005, Page 19
Öflugur hugbúnaður á heilbrigðissviði DIANA er upplýsingakerfi, sem er hannað fyrir heilbrigðisgeirann. DIANA heldur utan um sjúkraskrár, greiningar, rannsóknir, lyfjagjafir og fleira. Kerfið er þróað í nánu samstarfi við lækna, með þarfir þeirra og starfsfólks heilbrigðisgeirans í huga. DIANA er einn fjölhæfasti hugbúnaðurinn sem boðinn er á heilbrigðissviði á íslandi í dag. Fyrir utan alla venjulega skráningu og gagnageymslu í tengslum við sjúkraskrár, greiningar og lyfjagjafir, þá býður DIANA upp á öfluga úrvinnslu á rannsóknaniðurstöð- um. Notendur geta hannað eigin eyðublöð - sjálfir eða með aðstoð Skýrr hf. Flugbúnað- inn má þannig að mestu leyti sníða að þörfum hvers læknis eða sérsviðs, ef þess er óskað. DIANA uppfyllir kröfurfrá Landlæknisembættinu um upplýsingaöflun á heilbrigðissviði og einnig kröfur um gagnaöryggi þar sem unnið er með viðkvæmar persónuupplýs- ingar. Allar mikilvægar aðgerðir í kerfinu eru skráðar niður sem tryggir rekjanleika gagna. Við hönnun gagnagrunns og fyrirspurnakerfis DIANA hefur verið lögð áhersla á hraðvirka vinnslu. Skýrr er eitt stærsta þekkingarfyrirtæki á íslandi og býöur fjölbreyttar lausnir og þjónustu, sem svara kröfum og þörfum liðlega 2.400 viðskiptavina. Fjöldi starfsmanna ertæplega 200. Starfsemi Skýrr er vottuð samkvæmt alþjóðlega gæðastaðlinum ISO 9001. Vandaðir vinnuferlar fyrirtækisins uppfylla ströngustu gæða- og öryggiskröfur. 569 5100 | skyrr.is

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.