Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.05.2005, Qupperneq 21

Læknablaðið - 15.05.2005, Qupperneq 21
FRÆÐIGREINAR / LÍ F FÆ R AG J A FI R Líffæragjafir á íslandi 1992-2002 Sigurbergur Kárason' SÉRFRÆÐINGUR í SVÆF- INGA- OG GJÖRGÆSLU- LÆKNINGUM Runólfur Jóhannsson1 LÆKNIR í SÉRNÁMI í SVÆF- INGA- OG GJÖRGÆSLU- LÆKNINGUM Kristín Gunnarsdóttir1 HJÚKRUNARFRÆÐINGUR Páll Ásmundsson2 SÉRFRÆÐINGUR í LYF- LÆKNINGUM OG NYRNA- SJÚKDÓMUM Kristinn Sigvaldason1 SÉRFRÆÐINGUR í SVÆF- INGA- OG GJÖRGÆSLU- LÆKNINGUM 'Svæfinga- og gjörgæsludeild, Landspítala Fossvogi, 2nýrnadeild Landspítala Hringbraut. Fyrirspurnir og bréfaskipti: Sigurbergur Kárason, svæfinga- og gjörgæsludeild Landspítala Fossvogi, 108 Reykjavík. skarason @landspitalL is Lykilorö: líffœragjafir, brott- nám líffœra, heiladauði, líffœraígrœðslur, gjörgœslu- deildir, siðfrœði. Ágrip Inngangur: Með gildistöku laga um skilgreiningu heiladauða og brottnám líffæra 1991 var íslending- um gert kleift að gefa nálíffæri. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna tilhögun líffæragjafa á íslandi og þörf fyrir líffæri 1992-2002. Aðferðir: Farið var yfir gögn allra sem létust á gjörgæsludeild Fossvogi 1992-2002. Upplýsinga var aflað um líffæragjafa á öðrum deildum, fjölda á biðlistum og fjölda líffæraþega. Niðurstöður eru sýndar sem miðgildi (25.,75. hundraðsmark). Niðurstöður: Fjöldi látinna á deildinni 1992-2002 var 527 (48 (45,52) árlega). Af þeim voru 68 (13%) úrskurðaðir látnir vegna heiladauða. Sótt var um leyfi til líffæratöku hjá aðstandendum í 50 (74% heiladauðra) þessara tilvika og fékkst leyfi hjá 30 (60%). Fjórir reyndust ekki hæfir líffæragjafar. Tekin voru líffæri hjá 26 (52% tilvika þar sem leyfis var leitað). Beiðni um líffæragjöf var hafnað í 40% tilvika og virtist það færast í vöxt þegar leið á tím- abilið. Atján einstaklingar (3% látinna) sem hugs- anlega hefðu getað gefið líffæri voru ekki greindir. A tímabilinu voru líffæri gefin á öðrum deildum í sex tilvikum. Líffæragjafar á tímabilinu voru því samtals 32 (3 (1,5) árlega). Fjöldi gefinna líffæra var 109 (11 (4,15) árlega). Arlegur meðalfjöldi á biðlista eftir nálíffærum var 7 (5,9) og sem fékk ígræðslu 3 (2,5). Ályktanir: Á íslandi hafa 87% líffæragjafa verið sjúklingar með heilablæðingu, höfuðáverka eða heilablóðfall. Þeir sem hugsanlega hefðu getað orðið líffæragjafar en voru ekki greindir eru fáir. Líffæragjafir á Islandi virðast samsvara þörfum landsmanna fyrir líffæri. Hugsanlegt áhyggjuefni er að aðstandendur virtust oftar neita beiðnum um líffæragjafir er á leið tímabilið. Inngangur Líffæraígræðslur eru taldar með mestu framförum læknisfræðinnar á seinustu öld. Þær hafa reynst afar árangursríkar og eru stundaðar um heim allan. Slík meðferð krefst þó þátttöku og samþykkis annarrar manneskju. Jafnframt þarf að ríkja sátt í þjóðfé- laginu í heild um að líffæri frá lifandi einstaklingum eða látnum skuli grædd í sjúklinga sem haldnir eru sjúkdómum í einstökum líffærum sem dregið geta þá til dauða. ENGLISH SUMMARY Kárason S, Jóhannsson R, Gunnarsdóttir K, Ásmundsson P, Sigvaldason K Organ donations in lceland 1992-2002 Læknablaðið 2005; 91: 417-22 Objective: To acquire information of organ donations and organ waiting lists in lceland 1992-2002, the beginning of an organ procurement system. Material and methods: Records of all patients treated at the ICU at LSH in Fossvogur 1992-2002 were studied. Information of organ donations at other units and number on organ waiting lists was attained. Results are shown as medians (25m, 75"' percentile). Results: 527 patients died at the ward 1992-2002 (48 (45,52) annually). Of them 68 (13%) were declared deceased because of brain death. Permission for organ procurement was requested from relatives in 50 cases (74% of brain deaths) and was obtained in 30 (60%). Four of these were not suitable as organ donors. Organ donation was denied in 40% of cases and refusal seemed to increase during the period. Potential organ donors that were not recognised as such were 18 (3% of all deaths). During the period six organ donations occurred at others units. The total number of organ donors was 32 (3 (1,5) annually) in lceland 1992- 2002. Number of organs donated was 109 (11 (4,15) annually). Each year there were 7 (5,9) individuals on waiting lists for organs and 3 (2,5) were transplanted. Conclusions: 87% of organ donations in lceiand come from patients with cerebral haemorrhage, traumatic brain injury or ishaemic stroke. Organ donations in lceland seem to fulfil the nations need of organs. It is a possible worry that refusal of organ donation by relatives seemed to increase during the period. Keywords: organ donation, organ procurement, brain death, transpiantation, intensive care units, ethics. Correspondence: Sigurbergur Kárason, skarason@tandspitaii.is Nú er svo komið að biðlistar eftir líffærum lengj- ast hratt og í heiminum látast fleiri á biðlistum eftir líffærum en þeir seni fá líffæraígræðslu (1). Þessi staða hefur vakið margar siðferðislegar spurningar varðandi framboð líffæra til ígræðslu, öflun þeirra og lifandi líffæragjafa. Þar sem áhætta fylgir öllum aðgerðum og vegna þess að gjafanum er hugsanlega hættara við líf- Læknablaðið 2005/91 417
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.