Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2005, Blaðsíða 31

Læknablaðið - 15.05.2005, Blaðsíða 31
FRÆÐIGREINAR / GAGNAGRUNNUR að íslendingar hafi selt einkareknu fyrirtæki erfða- mengi sitt (14). Ég hef oft heyrt vísindamenn og stjórnmálamenn lýsa íslenska gagnagrunninum á þennan hátt, til dæmis á þingnefndarfundum um lífsýnabanka í Uppsölum, 16. september 1999 og í Kaupmannahöfn 2. október 2002. Þessi villandi mynd hefur verið notuð með góðum árangri af gagnrýnendum til að grafa undan þessu umdeilda verkefni. Þótl það sé í senn rétt, gagnlegt og mikilvægt að gera greinarmun á þessurn þremur gagna- grunnum, þá er ljóst að leyfishafinn lítur svo á að þessi þríþætta samstæða sé sérlega áhugaverð frá sjónarmiði rannsókna. Þannig skrifa tveir af helstu talsmönnum íslenskrar erfðagreiningar: „Einn helsti kostur þessa gagnagrunns er sá möguleiki að hann gerir kleift að bera upplýsingar um svip- gerð [phenotypic material] saman við mikið magn upplýsinga um arfgerð og ættfræði [genotypic and genealogical data]“ (15). Persónuvernd Persónuvernd er nátengd virðingu fyrir einstak- lingum og sjálfræði þeirra: „Rétturinn til friðhelgi verndar frelsi með því að afmarka svið einkalífsins þar sem einstaklingurinn er frjáls til ákvarðana og athafna“ (16). í því samhengi sem hér er um ræðir lýtur rétturinn til friðhelgis ekki síst að meðferð persónuupplýsinga og frelsi einstaklinga til að heimila eða synja öðrum aðgengi að upplýsingum um sig. í umræðunni um íslenska gagnagrunns- verkefnið beindist þó athyglin nær eingöngu að því hvort hægt yrði að bera kennsl á einstaklinga útfrá upplýsingunum í MGH. Þetta mikilvæga atriði var aðaláhyggjuefni bæði sérfræðinga og stjórnmálamanna en íslenskur almenningur virð- ist hafa látið sig þetta atriði minna skipta (17). Áherslan féll einkum á tvenns konar tæknileg atriði. Hið fyrra er lagalegt og snýr að því hvort unnt sé „að persónugreina [einstakling], beint eða óbeint“ eins og útlistað er í 3. grein laga um MGH (8). Þessi grein er í samræmi við evr- ópsku tilskipunina um gagnavernd (18) en hún hefur verið túlkuð samkvæmt tillögu evrópska ráðherraráðsins: „Einstaklingur skal ekki teljast „persónugreinanlegur“ ef persónugreining krefst óeðlilega mikils tíma eða vinnuafls“ (19). I ljósi þessa hafa upplýsingar í MGH verið álitnar óper- sónugreinanlegar vegna hinna flóknu aðferða sem beitt hefur verið við að dulkóða þær í samræmi við skilmála Persónuverndar (20). Þessi skilgreining á ópersónugreinanleika er hins vegar bæði umdeil- anleg og tiltölulega veik. Ópersónugreinanlegum upplýsingum í þessari merkingu ætti alltént ekki að rugla saman við nafnlausar upplýsingar sem hafa verið „sviptar öllum einkennum með óaftur- kræfurn hætti og ómögulegt er að rekja til upp- runa síns“ (21, 22). Upplýsingar í MGH eru ekki nafnlausar í þessum skilningi, en draga mætti þær í dilk með upplýsingum sem eru „gerðar óper- sónugreinanlegar í rannsóknarskyni, en er hægt að rekja til uppruna síns með dulmálslykli" (21). Þetta skiptir máli því að ein helsta röksemdin fyrir því að ekki þurfi beint samþykki einstaklinga til að skrá upplýsingar um þá í MGH hefur verið sú að upplýsingarnar séu ópersónugreinanlegar. En ópersónugreinanleiki, í þeirri merkingu sem hug- takið hefur í lögum um gagnagrunn á heilbrigðis- sviði, nægir ekki til að rétllætanlegt sé að líta fram- hjá samþykki einstaklinga, eins og ég mun leitast við að rökstyðja hér á eftir. Síðara tæknilega atriðið sem skiptir hér máli er að öryggi skráningaraðferða er afstætt við þær afkóðunaraðferðir sem í boði eru á hverjum tíma. Þar sern aldrei verður hægt að gulltryggja per- sónuvernd með dulkóðun upplýsinga, er sú áhætta jafnan fyrir hendi að hægt verði að bera kennsl á einstakiinga. Ennfremur má færa fyrir því rök að þegar upplýsingar um heilsufar eru tengdar upp- lýsingum um ætterni og erfðir, sé nokkur hætta á því í litlu samfélagi að auðkenna megi einstak- linga með óbeinum hætti, jafnvel þótt upplýsingar sem hægt er að nálgast úr MGH vegna rannsókna séu aðeins á tölfræðilegu formi og aldrei um færri en tíu manna hóp (23). Loks eru gögnin ekki dul- kóðuð fyrr en við færsluna í grunninn og þá verður einfaldlega að reiða sig á þagnarskyldu þeirra sem vinna með upplýsingarnar. Það er óraunsætt að búast við því að deilan um persónugreinanleika heilsufarsupplýsinga muni leysast. Þar eð mögulegt er að tengja gögnin við einstaklinga, þótt það yrði bæði torvelt og tíma- frekt, eru upplýsingarnar rekjanlegar og þar með strangt til tekið ekki ópersónugreinanlegar (24). Samt sem áður er ekki óraunsætt að búast við því að hægt verði að varðveita þau dulkóðuð og fara með þau af trúnaði. Raunar eru þessi gögn líklega betur varin en nokkrar aðrar upplýsingar í íslenska heilbrigðiskerfinu. Og þótt þessi tegund gagna- grunnsrannsókna beinist ekki að einstaklingum þá hníga góð rök að því að hafa sýnin rekjanleg. Óafturkræf aftenging við persónuauðkenni útilok- ar ekki aðeins samanburð á gögnum heldur einnig að samband yrði haft við lækna í þeim tilfellum þar sem það gæti komið sýnisgjafa eða ættingjum hans til góða. Það gæti einnig aukið vald einstaklinga yfir upplýsingum að hægt verði að rekja þau. Því mætti færa siðferðileg rök fyrir því að varðveita rekjanleg gögn í MGH, jafnframt því að gerðar væru ráðstafanir til að tryggja trúnað og persónu- vernd sem og til að afla samþykkis einstaklinga. Læknablaðið 2005/91 427
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.