Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.05.2005, Qupperneq 40

Læknablaðið - 15.05.2005, Qupperneq 40
FRÆÐIGREINAR / GAGNAGRUNNUR hef gert að umtalsefni í þessari grein. Til að út- færa hann mætti sníða hugmyndina um skriflega heimild fyrir færslu heilsufarsupplýsinga í MGH, sem ég reifaði hér ofan, að skilyrtu samþykki fyrir notkun lífsýna í erfðavísindalegum faraldsfræði- rannsóknum. Skrilleg heimild fyrir notkun erfða- upplýsinga til gagnagrunnsrannsókna myndi fela í sér að þátttakendur væru upplýstir um almenna, en þó takmarkaða, notkun sýnanna í rannsóknum á tilteknum sjúkdómslíokkum í heilbrigðisskyni eingöngu. Þátttakendur væru fræddir um tilgang rannsóknanna og eftirlit með þeim, öryggi upplýs- inganna og aðgengi að þeim, sem og um viðskipta- hagsmuni rannsakenda. Þeir yrðu upplýstir um réttinn til að segja sig úr tilteknum rannsóknum hvenær sem er og til að láta eyða lífsýnunum. Ekki mætti nota erfðaupplýsingarnar í annars konar rannsóknir en tilgreindar væru í heimildinni sem þátttakendur undirrituðu, nema Vísindasiðanefnd teldi þær samrýmanlegar þeim tilgangi sem sýn- anna var aflað til. Hin upphaflega heimild myndi veita Vísinda- siðanefnd merkingarbæran grundvöll til að móta skilyrði fyrir notkun sýnanna í sambærilegar rannsóknir sem ekki voru fyrirséðar þegar fólk tók ákvörðun um þátttöku. Vísindasiðanefnd ætti jafnframt að skera úr um hvort hafa megi aftur samband við þátttakendur vegna rannsókna sem ekki samrýmdust upphaflegu heimildinni. Brýnt er að gefa þátttakendum í gagnagrunnum kost á að fylgjast með þeim rannsóknum sem stundaðar eru á gögnuin þeirra til að úrsagnarrétturinn sé virkur. Á þessum tímum samskipta- og upplýsingatækni eru margar leiðir til gera slíkt, og ætti það að vera í höndum eftirlitsaðila með rannsóknum að fram- fylgja því. Hugsa mætti sér að heimild fyrir notkun erfðaupplýsinga væri endurnýjuð eftir tiltekinn árafjölda. Frá siðfræðilegu sjónarmiði er meginverkefnið jafnan að finna áhrifaríkar leiðir til að gæta þeirra hagsmuna þátttakenda (velferðar og sjálfræðis) sem menn hafa sammælst um að skipti mestu máli í rannsóknasiðfræði (38,56). Mér virðist að skil- yrt heimild til gagnagrunnsrannsókna myndi ná að tryggja þessi siðferðilegu verðmæti án þess að þrengja óhóflega að rannsóknarstofnunum. Slík heimild byggir á hugmyndinni um sjálfsákvörð- unarrétt einstaklinga sem gefst kostur á ígrundaðri ákvörðun um þátttöku án þess að íþyngja þátt- takendum með stöðugri endurnýjun samþykkis. Hugmyndin hvetur til þess að borgararnir hugsi hvað þátttaka í rannsóknum felur í sér, í hvaða skyni þær eru framkvæmdar og hvernig eftirliti með þeim er háttað. Hún stuðlar þannig að ábyrgri þátttöku fólks í rannsóknum og að trausti milli rannsakenda og almennings sem er byggt á vit- neskju þátttakenda um vísindastarfið. Ekkert af þessu myndi fylgja opinni heimild til gagnagrunns- rannsókna. Það er hlutverk „trúverðugra eftirlitsstofnana“ að móta slíka stefnu og þær „verða að bjóða ein- staklingum einfaldar og raunhæfar leiðir til að ganga úr skugga um hvort það sem þeir samþykkja gerist í reynd og aö það sem þeir samþykkja ekki gerist ekki“ (47). Trúverðugleiki stofnana, sem hér er minnst á, er sérlega mikilvægur í þessu samhengi gagnagrunnsrannsókna því að einstak- lingar verða að geta reitt sig á sjálfstæði þeirra og fagleg vinnubrögð þegar þeir framselja þeim, að hluta til, sjálfsákvörðunarrétt sinn um þátttöku í rannsóknum. Það er því áhyggjuefni að íslensk stjórnvöld hafa sýnt að þau vilja stjórna því hvern- ig Vísindasiðanefnd starfar. Árið 1999 leysti heil- brigðisráðherra Vísindasiðanefnd frá störfum og ákvað að nefndin yrði einungis skipuð af ráðherr- um en meðlimir hennar höfðu áður einkum verið skipaðir af fagaðilunt. Þótt ég telji ekki ástæðu til annars en að ætla að Vísindasiðanefnd hafi starf- að af heilindum, þá grefur slíkt stjórnvaldsathæfi undan trúverðugleika stofnana (58,59) Meðal ann- ars vegna slíkra sögulegra dæma og annarra mun alvarlegri er ráðlegt að gæta hófs í því þegar slakað er á samþykkiskröfum í rannsóknum. Eg geri ráð fyrir að tillaga mín um heimild fyrir gagnagrunnsrannsóknum krefjist breytingu á lög- gjöf um rannsóknir. Því hefur verið haldið fram að tímabært sé að „setja sérstaka og vandaða löggjöf hér á landi um vísindarannsóknir á heilbrigðis- sviði“, löggjöf sem er „framsækin og á sama tíma ábyrg“ (60). Ég tel að íslendingar hafi nú sögulegt tækifæri til að móta löggjöf um gagnagrunns- rannsóknir sem næði í senn að treysta hagsmuni þátttakenda og skapa svigrúm fyrir það rannsókn- arfrelsi sem er forsenda gagnagrunnsrannsókna nútímans. Aðrir gagnagrunnar á heilbrigðissviði Hin mikla umræða sem varð um miðlægan gagna- grunn á heilbrigðissviði var ekki síst gagnleg fyrir þá sök að hún vakti menn til vitundar um marg- vísleg gagnasöfn og lífsýnabanka á heilbrigðissviði sem litla athygli hafa hlotið. Þótt hinn miðlægi gagnagrunnur hafi mikilvæga sérstöðu er full ástæða til að huga skipulega að persónuvernd og samþykki þátttakenda í öðrum gagnagrunnum. Það er brýnt verkefni að kortleggja þessa gagna- grunna á heilbrigðissviði eftir því hvaða upplýs- ingar þeir geyma, hverjir hafa aðgang að þeim og í hvaða skyni, hvers konar rannsóknir eru fram- kvæmdar á gögnunum, og hvernig vörslu þeirra er háttað. I ljósi þessa mætti síðan móta almenna 436 Læknablaðið 2005/91
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.