Læknablaðið - 15.05.2005, Qupperneq 41
FRÆÐIGREINAR / GAGNAGRUNNUR
stefnu um öflun samþykkis fyrir þátttöku fólks í
slíkum grunnum. Astæðulaust er að ætla að alstað-
ar yrði sams konar samþykki eða heimild við hæfi.
I sumum tilvikum mætti færa rök fyrir ætluðu sam-
þykki þátttakenda án úrsagnarmöguleika, í öðrum
tilvikum rök fyrir ætluðu samþykki eða opnu
samþykki með úrsagnarákvæðum. í enn öðrum
tilvikum mætti rökstyðja heimild fyrir þátttöku í
gagnagrunnsrannsóknum í þeim anda sem ég hef
lýst í þessari grein, víki aðstæður, aðferðafræði og
tilgangur rannsóknanna ekki frá dæmum mínum í
veigamiklum atriðum.
Lokaorð
I þessari ritgerð hef ég tekið til athugunar hug-
myndir um samþykki í umræðunni um gagnagr-
unn á heilbrigðissviði. Ég hef rannsakað ráðandi
röksemdir fyrir því að samþykki liggi fyrir í mis-
munandi tegundum gagnagrunna sem verið er
að setja upp á Islandi. Einkum og sér í lagi hef
ég grannskoðað röksemdir fyrir því að ætla sam-
þykki fyrir flutningi upplýsinga úr sjúkraskrám í
MGH. Þau rök hafa mér ekki þótt fullnægjandi.
Ég hef haldið því fram að hinar hefðbundnu kröfur
um afmarkað upplýst samþykki eigi ekki vel við
færslu upplýsinga í MGH. Ég reifaði hugmynd
um skriflega heimild, sem byggð er á skýrum en
almennum upplýsingum um réttinn til úrsagnar
og um notkun, vernd og hlutverk MGH. Ég ræddi
einnig tillögu að skilyrtri skriflegri heimild fyrir
faraldsfræðilegum erfðarannsóknum á upplýsing-
um í gagnagrunnum. Slíkum heimildum er í senn
ætlað að gæta virðingar fyrir þátttakendum og
greiða fyrir rannsóknarfrelsi. Ég lít svo á að þetta
sé valkostur jafnt við afmarkað upplýst samþykki,
víðfeðmt ætlað samþykki og ótakmarkað beint
samþykki sem áberandi hafa verið í umræðunni
um gagnagrunnsrannsóknir. Það er nauðsynlegt
að móta ábyrga stefnu um samþykki sem verndar
bæði hagsmuni þátttakenda og skapar svigrúm
fyrir rannsakendur í hinu nýja rannsóknarum-
hverfi gagnagrunna sem er að myndast, ekki að-
eins á Islandi heldur um allan heim.
Þakkir
Grein þessi er að hluta byggð á niðurstöðum rann-
sóknar sem fyrst birtist í tímaritinu Bioethics:
Vilhjálmur Amason, „Coding and Consent. Moral
Challenges of the Database Project in Iceland“,
Bioethics 2004; 18:39-61.
Greinin var samin sem liður í verkefnunum
ELSAGEN (The Ethical, Legal and Social Aspects
of Human Genetic Databases: A European
Comparison), fjármagnað 2002-2004 af Fimmtu
rannsóknaráætlun Evrópusambandsins (samnings-
númer QLG6-CT-2001-00062), The Ethics of
Genetic and Medical Information, fjármagnað
2002-2006 af Norrænu rannsóknarakademíunni
(NorFA) og Siðareglur gagnagrunna og persónu-
vernd sem styrkt var af Markáætlun Rannís um
upplýsingatækni 2001-2003. Ég þakka þessum
stofnunum fyrir veittan stuðning. Hins vegar eru
þær upplýsingar sem hér koma fram alfarið á
ábyrgð höfundar og endurspegla ekki skoðanir
Evrópusambandsins, NorFA eða Rannís, og þau
bera enga ábyrgð á notkun gagna í þessari grein.
Ég þakka einnig Rannsóknarsjóði Háskóla íslands
fyrir rannsóknarstyrk og Institut for Filosofi og
Videnskabsteori við Roskilde Universitetscenter
fyrir rannsóknaraðstöðu.
Eldri drög þessarar ritgerðar voru lesin á ráð-
stefnu Internationale Vereinigung fur Rechts-
philosophie við Pace-háskóla, New York-borg,
á Öðru heimsþingi um heimspeki læknavísinda,
Jagiellionan-háskóla í Kraká og á 17. þingi Evr-
ópusamtaka um heimspeki læknavísinda og
heilbrigðisþjónustu í Vilnius. Ég þakka Garðari
Arnasyni, Birni Guðbjörnssyni, Róberli H. Har-
aldssyni, Páli Hreinssyni, Ingileif Jónsdóttur, Jane
Kaye, Ólöfu Ýrr Atladóttur og Sigurði Kristinssyni
fyrir gagnlegar athugasemdir við drög að þessari
grein. Einnig þakka ég þeim Astríði Stefánsdóttur,
Sigurði Guðmundssyni og Eiríki Sigurðssyni fyrir
gagnlegar samræður um þessi málefni. Loks þakka
ég heimspekinemunum Geir Þ. Þórarinssyni og
Þorsteini Thorarensen veitta aðstoð.
Hagsniunatengsl
Höfundur veitti Islenskri erfðagreiningu faglega
ráðgjöf á vegum Siðfræðistofnunar í tengslum við
siðareglur sem fyrirtækið setti sér 1999. Höfundur
hefur gagnrýnt löggjöf um miðlægan gagnagrunn á
heilbrigðissviði og veitt landlækni og Læknafélagi
Islands ráðgjöf um málið.
Heimildir
1. Stefánsson K. The Icelandic Database: A Tool to Create
Knowledge, a Social Debate, and a Bioethical and Privacy
Challenge. í Who Owns Our Genes? 2000. Proceedings of an
International Conference. Nordic Council of Ministers: 23-32.
2. Zoega T, Andersen B. The Icelandic Health Sector Database:
deCODE and the “New” Ethics for Genetic Research. í Who
Owns Our Genes? 2000. Proceedings of an International
Conference. Nordic Council of Ministers: 33-64.
3. Guðmundsson S. The Icelandic Health Case - Current
Status and Controversies. í Who Owns Our Genes? 2000.
Proceedings of an International Conference. Nordic Council
of Ministers: 65-73.
4. Chadwick R. The Icelandic database—do modern times need
modern sagas? BMJ 1991; 319: 441-4.
5. Greely HT. Iceland's Plan for Genomics Research: Facts and
Implications. Jurismetrics 2000; 40:153-91.
6. Rose H. The Commodification of Bioinformation: The
Icelandic Health Sector Database. The Wellcome Trust, 2001.
Læknablaðið 2005/91 437