Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.05.2005, Qupperneq 45

Læknablaðið - 15.05.2005, Qupperneq 45
FRÆÐIGREINAR / BLÆÐING EFTIR FÆÐINGU Blæðing eftir fæðingu getur orðið lífshættuleg Um alþjóðlegt frumkvæði FIGO og ICM til að koma í veg fyrir asablæðingu eftir burð Þrátt fyrir framfarir í fæðingafræðum lækna (e. obstetrics) og ljósmæðrafræðum (e. midwifery) deyja árlega um 530.000 konur í heiminum vegna fylgikvilla þungunar (ein á hverri mínútu) og 10- 15 sinnum fleiri lifa með fylgikvilla og skelfilega reynslu vegna meðgöngu og fæðingaslysa. Sem betur fer er mæðradauði sjaldgæfur á Islandi eins og annars staðar í þróuðum ríkjum og slys fá, en verða engu að síður, oftast með nær engum eða stuttum fyrirboða og þrátt fyrir góða aðgæslu. Tækniframfarir nútímans og góður aðgangur að bestu fagþekkingu og aðstæðum á vel búnum sjúkrastofnunum bjargar lífi kvenna, þó fórnar- kostnaður geti verið í líkamlegum og andlegum eftirköstum. Meðgöngueitrun, fæðingakrampar, lifrarbilun, fylgjulos, utanlegþykkt og blóðsýking (sepsis) geta og hafa orðið konum hættulegar, en það eru ekki síst miklar blæðingar eftir fæðingu sem verða enn að teljast lífshættulegar og geta stundum leitt til þess að fjarlægja verður leg úr ungri konu á miðjum barneignaaldri. Fyrir því eru dæmi nú sem fyrr hér á landi. Alls látast um 200.000 konur á ári í heiminum úr asablæðingum í eða strax í kjölfar fæðingar (primary postpartum hemorrhage, það er að segja á fyrstu 24 klukku- stundunum eftir fæðingu), ein á 2-3 mínútna fresti og langflestar í þróunarlöndum. Blæðing eftir fæðingu (primary postpartum hemorrhage) er skil- greind sem blæðing >500 ml og er talin alvarleg ef blæðing fer yfir 1000 ml. Alþjóðasamtök kvensjúkdóma- og fæðinga- lækna (FIGO, Federation Internationale de Gynecologie et Obstetrique) og ljósmæðra (ICM, International Confederation of Midwives) gáfu út yfirlýsingu fyrir rúmu ári um aðgerðir vegna blæðinga eftir burð, sem ég undirrritaði fyrir hönd íslenskra fæðinga- og kvensjúkdómalækna á al- þjóðaþingi í nóvember 2003. Yfirlýsingin birtist hér á eftir í íslenskri þýðingu sem gerð er á vegum Félags íslenskra fæðinga- og kvensjúkdómalækna og Ljósmæðrafélags íslands. I henni eru tíu lykilat- riði sem samtökin munu beita sér fyrir gagnvart meðlimum sínum og öðrum heilbrigðisstarfsmönn- um, svo sem hér segir: 1. Senda sameiginlega yfirlýsingu til allra sam- taka fæðinga- og kvensjúkdómalækna og samtaka ljósmæðra og hvetja samtökin til að koma henni til meðlima sinna. 2. Fá stuðning við sameiginlegu yfirlýsinguna frá aðilum á sviði mæðraverndar og ung- barnaeftirlits, eins og Sameinuðu þjóðunum, stofnana á sviði þróunarmála og annarra. 3. Mæla með því að þetta alþjóðlega frum- kvæði til að koma í veg fyrir blæðingu eftir burð verði tekið inn í námsskrár í læknis- fræði, ljósmóðurfræði og hjúkrunarfræði. 4. Mæla með því að yfirmenn innan heilbrigð- iskerfisins og stjórnmálamenn stuðli að því að þetta alþjóðlega frumkvæði komist til framkvæmda. ICM og FIGO munu jafnframt starfa saman til að tryggja að: 5. Öllum fæðandi konum alls staðar í heim- inum verði boðið upp á virka meðferð á þriðja stigi fæðingar til að koma í veg fyrir blæðingu eftir burð. 6. Allir faglærðir aðilar, sem viðstaddir eru fæðingu, hafi hlotið þjálfun í virkri meðferð á þriðja stigi fæðingar og hafi lært aðferðir til að meðhöndla blæðingu eftir burð. 7. Allar heilbrigðisstofnanir þar sem fæðingar eiga sér stað hafi fullnægjandi birgðir af samdráttarörvandi lyfjum, tæki og starfs- reglur, bæði til að koma í veg fyrir og með- höndla blæðingu eftir burð. 8. Aðstaða til blóðgjafar sé tiltæk á stofnun- um sem veita alhliða heilbrigðisþjónustu (annað og þriðja stig umönnunar). 9. Læknar séu þjálfaðir í einföldum og hefð- bundnum aðferðum, svo sem þrýstings- meðferð og undirbindingu æða. 10. Ný lyf og tækni sem sýnast geta orðið gagn- leg til að koma í veg fyrir og meðhöndla blæðingu eftir burð, eins og „tamponade“ aðferðir, séu metin með vísindalegum hætti. Benda verður á að reglurnar sem hér fara á eftir eru grunnatriði byggð á gagnreyndri lækn- isfræði og miðaðar við úrræði og aðstæður sem eru til staðar bæði í þróunarríkjum og þróuðum ríkjum. Þess vegna kunna sum atriði í meðferð að vera heppilegri en önnur þar sem betri aðstæður Reynir Tómas Geirsson Fyrirspurnir: Reynir Tómas Geirsson, Kvennasviöi, Landspítala Hringbraut, 101 Reykjavík. reynirg@landspitali. is Höfundur er sviðstjóri kvennasviðs Landspítala og prófessor við læknadeild Háskóla íslands. Læknablaðið 2005/91 441
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.