Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.05.2005, Qupperneq 73

Læknablaðið - 15.05.2005, Qupperneq 73
UMRÆÐA & FRETTIR / HUGÐAREFNI benti á dranginn austan árinnar. Hann er í beina stefnu frá Skógum að Alftártungu en einmitt þar lá leið Svarthöfða. Auðvitað vissi Skúli um rústirnar af bæ Sturlu sagnameistara, en hann bjó um tíma í Svignaskarði og færði bæinn upp á hamrana og þar voru rústirnar. Einnig taldi hann sig vita hvar þessi 100 naut Snorra Sturlusonar urðu úti. En ekki leist mér á er við komum að Alftá. Nú þótti mér höf- undi Þórðarsögu kakala bregðast bogalistin. Ekki gat þessi árspræna, naumast í hófskegg, seinkað för manna. En bóndinn á Alftá leysti þetta vandamál að bragði. Hann réði okkur til að skoða Alftá að vetrarlagi í snjóþyngslum, þá myndum við skilja söguna rétt. Þórður kakali var þarna á ferð í lok nóvember 1242 og það var snjór á jörðu. Sturlunga er líklega til á flestum heimilum á Islandi. Sigurður Kristjánsson bóksali hóf úlgáfu á Islendingasögunum um aldamótin 1900 og seldi ódýrt. Þá fyrst hafði íslensk alþýða efni á að eignast þær á prenti og þær munu hafa selst vel. Sturlunga var gefin út í þessum flokki og einnig hjá Norðraútgáfunni um miðja síðustu öld. Þetta er sennilega ástæða þess að flestir virðast halda að Sturlunga sé ein af Islendingasögunum, ef til vill nokkuð skrýtin Islendingasaga. En það er fjarri lagi. Vissulega er Sturlunga skrifuð á svipuðum tíma og margar Islendingasögur, það er að segja á ofanverði 13. öld og ekki óhugsandi að einhverjir Sturlunguhöfundar hafi skrifað Islendingasögur. En sá er reginmunur að Sturlunga er skrifuð af samtíðarmönnum, en höfundar Islendingasagna eru að lýsa 300 ára gömlum atburðum. Sturla Þórðarson, höfundur íslendingasögu í Sturlungusafninu, var sjálfur í Örlygsstaðabardaga, hann var í brúðkaupinu á Flugumýri, þó ekki í brennunni. Hann var viðriðinn marga aðra stórviðburði á Sturlungaöld. Enginn efast um sannsögli eða hlutleysi hans, hvorl sem hann segir frá frændum sínum, vinum eða óvinum. Hann og aðrir höfundar Sturlungusafnsins höfðu og aðgang að skriflegum heimildum. Þórður kakali lét lesa upp rollu langa við hirð Hákonar Noregskonungs um skipti þeirra Sturlunga og Haukdæla. Við vitum að Þórður Narfason lög- maður á Skarði á Skarðsströnd (d. 1308) setti saman Sturlungusafnið. Hann hafði í fórum sínum margar sögur eftir óþekkta höfunda, auk íslendingasögu Sturlu Þórðarsonar. Hann bútaði niður þessar sögur og setti saman til að reyna að fá frarn rétta tímaröð. Ekki skulum við nú áfellast Þórð blessaðan fyrir þessa meðferð á merkum bókum, allar þessar sögur eru nú glataðar nema Hrafns saga Sveinbjarnarsonar. Frumrit Þórðar er einnig glatað en til eru tvö forn skinnhandrit (frá miðri 14. öld) rituð eftir frumriti Þórðar. Að vísu er hluti þessara tveggja handrita glataður. Árna Magnússyni tókst aðeins að finna 30 blöð af Reykjafjarðarbók, líklega voru blöðin um 180 í upphafi. Ekki er kunnugt hvort hann fann einhver blöð í rúmbæli móður Jóns Hreggviðssonar á Rein. Sem betur fer voru eftirrit á pappír gerð af báðum skinnbókunum meðan þær voru að mestu heilar. Skrifarar voru að vísu misgóðir, skutu inn setningum og slepptu öðrum. íslendingar ættu að lesa Sturlungu. Fáar þjóðir munu eiga sögu sína frá 13. öld, skráða af samtíma- mönnum. Vissulega er hún ekki auðveld viðureign- ar í fyrstu. Helst þurfa menn að hafa við höndina svonefnda Lýðveldisútgáfu er kom út 1946 fyrir tilstuðlan Magnúsar dósents. Þar voru engin smá- menni að verki, Jón Jóhannesson, Kristján Eldjárn og Magnús Finnbogason. Formáli prófessors Jóns er ómetanlegur öllum lesendum Sturlungu, þar er dregið saman allt er máli skiptir um ritverkið svo betur verður naumast gert. Þá er þar að finna textaskýringar, ættarskrár, kort og aðrar nytsamar upplýsingar. Því miður hefir þetta gagnmerka rit verið ófáanlegt árum saman. Svart á Hvítu gaf út Sturlungusafnið fyrir mörgum árum með líku sniði og þar er einnig að finna margt nytsamlegt til skiln- ings á Sturlungu. Að endingu skal þess getið að flestar bækur sem hér eru nefndar eru fengnar að láni hjá þeirri ágætu stofnun Bókasafni Garðabæjar, en þar situr vinsemd og hjálpsemi í fyrirrúmi. Orlof 2005 - læknar athugið! Enn lausar vikur í sumar á Alicante. sjá www.lis.is undir Orlofsvefur LÍ Læknablaðið 2005/91 469
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.