Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2005, Síða 75

Læknablaðið - 15.05.2005, Síða 75
UMRÆÐA & FRÉTTIR / ÍÐORÐ 176 Effect - efficacy Effect Að gefnu tilefni lagðist undirritaður í nokkra könn- un á notkun enska orðsins effect í samsettum heit- um í Iðorðasafni lækna. Fyrir koma þar fræðiheitin aftereffect, eftirhrifi excitatory effect, örvandi verk- un; pharniacodynamic effect, lyfhrifi placebo effect, lyfleysuáhrifi primacy effect, frumhrifi toxic effect, eiturhrif og side effect, hjáverkun. Parna er þrjú mis- munandi íslensk orð notuð til að þýða enska orðið eff'ect: áhrifi hrif og verkun. Uppruni orðins effect er í gullaldarlatínu, þar sem til dæmis má finna nafnorðið effector, sá sem framleiðir, veldur, á upptök að eða kemur einhverju af stað. Samkvæmt Ensk-íslenskri orðabók Arnar og Örlygs er orðið til í ensku bæði sem nafnorð og sem sagnorð. Nafnorðið effect getur táknað: 1. áhrifi verkun; 2. árangur, afleiðing, eftirköst; 3. áhrifamáttur, þýðing; 4. tœknibrella; 5. hughrif and- biœr; 6. (í fleirtölu) persónulegar eigur; 7. (í vísind- um) hrifi vísindalegt fyrirbœri (sbr. Doppler effect). Sögnin effect merkir: 1. valda, stuðla að, koma til leiðar; 2. framfylgja, fullnœgja, framkvœma; 3. inna afhendi, vinna, koma íframkvœmd; 4. koma í kring, koma á, ganga frá. Læknisfræðiorðabók Dorlands lýsir effect þannig: The result produced by an action (afleiðing áverk- unar) og læknisfræðiorðabók Stedmans tekur alveg í sama streng: The result or consequence ofan action (niðurstaða eða afleiðing áverkunar). Spyrja má þá hvort íslensku orðin áhrif, hrif og verkun komi því til skila sem skila þarf í ofangreindum fræðiheitum. Eru þau ef til vill samheiti og merkja nákvæmlega það sama í þessum samsettu heitum? Ástæða spurn- inganna er sú að orðabókarmenn og íðorðafræðing- ar vilja gjarnan samræma og nota alltaf sama heitið þegar sama orð eða orðhluti kemur fyrir, þó á mis- munandi stöðum sé. Þessari stefnu er gjarnan lýst nteð slagorðinu: Sania heiti fyrir sama orð. Toxicity I 173. pistli var fjallað um systeniic toxicity og lagði undirritaður til að íslensku þýðingarnar væru tvær og notaðar eftir því sem við ætti í hvert sinn: 1. almenn eða útbreidd eiturverkun. 2. kerftsbundin, kerftstengd eða kerfislœg eiturverkun. Þorkell Jóhannesson, prófessor emeritus, sendi tölvupóst og sagði frá því að hann vildi heldur nota íslenska heitið eiturhrif um toxicity. Hann sagðist hins vegar nota heitið eiturverkun um toxic effect. Læknisfræðiorðabækur Dorlands og Stedmans eru sammála um það að nafnorðið toxicity lýsi því ástandi eða þeim eiginleika að vera eitraður. Það vísar samkvæmt þessu til eiginleika lyfsins eða efn- isins sem til umræðu er hverju sinni. Áhrif, hrif, verkun Undirritaður verður að viðurkenna að hér á hann svolítið erfitt með að fóta sig. Hann á bágt með að aðgreina merkingu þessara þriggja orða og jafn- framt erfitt með að átta sig á því hvort þau séu jafngild samheiti eða ekki. íslensk orðabók Eddu tilgreinir að áhrif tákni það að orka eða hrífa á (e-n eða e-ð), verkun, áorkan. Nafnorðið hrif táknar á sama hátt það að hrífast. Það merkti upphaflega grip eða tak samkvæmt Orðsifjabók Ásgeirs Blön- dals Magnússonar og er leitt af sögninni að hrífa, sem merkir að þrífa, grípa, orka á, heilla, klóra, skrapa. Loks er það nafnorðið verkun sem, í því samhengi sem til umræðu er, táknar áhrifi áorkun. Hér með er óskað aðstoðar frá lesendum. Spurt er hvort ástæða sé til að breyta og samræma íslensku heitin á þeim fyrirbærum sem nefnd voru í upphafi pistilsins og hvernig það skuli rökstutt. Aukaverkun I tölvupóstinum frá Þorkeli kom fram að hann notar heitið hjáverkun um það sem ýmsir aðrir nefna gjarnan aukaverkun lyfs, side effect eða adverse effect. Rétt er að geta þess að íðorðasafn lækna tilgreinir einungis heitið hjáverkun. Þá má einnig nefna að íslenska heitið niilliverkun virðist alveg vera orðið ráðandi í þýðingum á lyfjatextum þar sem fjallað er um verkun lyfja nteð öðrum lyfjunt, drug interaction. Önnur sambærileg heiti, sem ekki virðast hafa náð að festa sig í sessi, eru: samverkun og víxlverkun. Efficacy Samkvæmt læknisfræðiorðabók Stedmans er þetta almennt heiti sem notað er til að lýsa því hversu vel tiltekin íhlutun, aðgerð, meðferðaráætlun eða þjón- usta nær fram, við bestu aðstæður, þeim áhrifum sem vænst var. Iðorðasafn lækna tilgreinir íslenska heitið virkni. Æskilegra væri sennilega að nota heit- ið skilvirkni. íhlutun, sem skilar vel því sem vænst var, er skilvirk. í læknisfræðiorðabók Dorlands kemur einnig fram að heitið efficacy er meðal ann- ars notað urn „skilvirkni” lyfja, þ.e. hæfni þeirra til að ná fram þeirri verkun sem óskað er eftir. Sérstak- lega er tekið fram að effkacy er óháð potency, það er hversu mikið þarf af lyfinu til að ná fram áhrif- unum. Lyf, sem nægir að gefa í lágum skömmtum, hefur mikla virkni. Þessu þarf að bæta inn í Iðorða- safnið, en þar er enska nafnorðið potency aðeins þýtt með íslensku orðunum: hœfni, dugur. Jóhann Heiðar Jó- hannsson johannhj@landspitali.is Jóhann Heiðar er læknir á Landspítala Hringbraut. Læknablaðið 2005/91 471
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.