Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2005, Síða 79

Læknablaðið - 15.05.2005, Síða 79
UMRÆÐA & FRÉTTIR / BROSHORNIÐ 58 Af dulmáli og hitamælingum I starfsþjálfun Reyndur deildarlæknir var með nokkra læknanema á öðru ári í sýnikennslu á lyflækningadeild þar sem verið var að kenna skoðun sjúklinga. Hann greindi læknanemunum frá því að það mikilvægasta við slíka skoðun væri að kanna lífsmörk sjúklinganna. Svo vildi til að einn af nemunum var með glænýjan hitamæli í vasanum og stakk honum upp í félaga sinn til að ganga í augun á þeim sem var að kenna. Deildarlæknirinn sagði: „Gott hjá þér, en það var þrennt sem þú gerðir vitlaust. I fyrsta lagi gleymdir þú að þrífa rnælinn, í annan stað gleymdir þú að athuga hvaða hitastig stóð á mælinum áður en þú stakkst honum upp í félaga þinn og í þriðja lagi er þetta rassmælir.“ Dulmál fæðingarinnar Verðandi faðir vildi ekki að vinnufélagar hans vissu að hann ætti vinkonu og enn síður að hún væri ófrísk eftir hann. Pegar kom að því að barns- móðirin yrði léttari fylgdi hann henni á fæðinga- deildina en treysti sér ekki til að vera viðstaddur fæðinguna. Áður en hann hvarf á braut ræddi hann við ljósmóður á vakt. „Viltu gjöra svo vel og hringja á vinnustaðinn minn þegar sonur minn fæðist og biðja símastúlk- una að skila til mín „klukkan er komin“ í stað þess að segja það beint út að ég sé orðinn pabbi.“ Barnið fæddist og barnið var stúlka. Ljósmóðirin hugsaði með sér: Ef ég hringi í vinnuna til manns- ins og læt skila til hans „klukkan kom ekki“ gæti hann orðið mjög áhyggjufullur og haldið að eitt- hvað hafi kornið fyrir barnið.“ Síðan hringdi ljósmóðirin og skilaboðin urðu svohljóðandi: „Klukkan er komin, en pendúlinn vantar.“ Úr ræsinu Það var fyrir þann tíma sem allir þekktu alla á landinu bláa að tveir lögreglumenn á eftirlitsferð í miðbæ Reykjavíkur komu árla morguns að karl- manni drukknum og illa til reika. Maðurinn var án allra skilríkja og greinilega hjálpar þurfi. Pað fór ekki milli mála að hann hafði ekki verið að drekka áfengi í fyrsta sinn og hann var lítið gefinn fyrir af- skipti ókunnugra. Þegar annar lögreglumaðurinn yrti á manninn varð hann strax hinn fúlasti og neit- aði að gefa nokkuð upp um sína hagi. Lögreglan sá ekki annað úrræði en að koma honum undir læknishendur á slysadeild Borgarspítala. Ekki jók það á gleði mannsins nema síður væri og enn sem fyrir var hann með stæla og neitaði að gefa upp nafn, aldur, kennitölu, hemilisfang eða aðrar upp- lýsingar um sjálfan sig. Þegar búið var að athuga blóðþrýsting og hjart- slátt bað deildarlæknirinn um að hann yrði mældur og gekk það nokkuð mótbárulaust fyrir sig. „Þrjátíu og sjö,“ sagði sjúkraliðinn yfir hópinn sem var að stumra yfir manninunr. „Hvert þó í heitasta," sagði þá maðurinn. „Þau stinga einhverju upp í afturendann á inanni og finna út hvað maður er gamall." Lögga með bólginn botnlanga Lögreglumaður sem var talinn til hraustustu manna fékk magapínu og var lagður á spítala þar sem í ljós kom að botnlanginn var bólginn. Hann fór beint í aðgerð sem gekk vel fyrir sig. Þegar hann var að komast til meðvitundar eftir svæfing- una fann hann að magaverkurinn var horfinn en t staðinn fann hann til umtalsverðra óþæginda í brjóstkassanum. Það var engu líkara en verið væri að rífa af honum bringuhárin. Þegar hann gat loks hneppt frá sér sloppnum sá hann þrjá heftiplástra af breiðari gerðinni sem voru límdir þvert yfir vel hærða bringuna. Með feitum tússpenna stóð skrifað: „Vona að þú hressist fljótt en hugsaðu þig tvisvar um áður en þú tekur hjúkku aftur fyrir of hraðan akstur." Bjarni Jónasson bjarni.jonasson@hg. is Bjarni er heimilislæknir í Garöabæ. Læknablaðið 2005/91 475
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.