Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2001, Page 10

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2001, Page 10
Ástráður Eysteinsson þýðingu - sem liggmr vænt-anlega á mörkum þýðinga fýi'stu og þriðju gerðar samkvæmt lýsingu Romans Jakobson (og stundum líka annarrar gerðar ef mynd er gerð eftir erlendri skáldsögu). Kvikmyndin er síðan að segja má í tvöföldu hlutverki andspænis þessu handriti: Samræður í handritinu eru fluttar af leikurum hliðstætt þth sem gerist með leikidt en öll önnur myndræn og hljóðræn tjáning í verkinu er dæmi um þýðingu yfir í önnur táknkerfi og á það á sinn hátt einnig við um leikhúsið. Nú finnst kannski einhverjum að verið sé að flækja einfalt mál - en hér er í raun um flókið og spennandi rannsóknasvið að ræða, þar sem fleiri en tvö verk koma við sögu. Kvikmyndahandrit sem gert er efrir skáld- sögu er að vissu leyti í stöðu vnllitexta í bókmenntaþýðingum, þ.e.a.s. stöðu þýðingar sem þýdd er í stað frumtextans. Slíkt hefur verið mjög al- gengt í íslenskum bókmenntaþýðingum og hafa sumir fremstu bók- menntaþýðendur okkar þýtt mikilvæg bókmenntaverk á þennan hátt, vegna þess að tungumál frumtextans er þeim ekki skiljanlegt. Ymist er þá byggt á ákveðinni þýðingu eða stuðst við nokkrar þýðingar og jafnvel á mismunandi málum. Stundum er ljóst hvaða millitexti hefur verði not- aður, en oft getur verið erfitt að grafast fýrir um það og er þá í raun ósýnilegur milliliður milli frumtextans og þeirrar þýðingar sem við höf- um fyrir augum. Fyrir þann sem bera vill saman hinn upphaflega texta og þýðinguna þarf það ekki að vera úrslitaatriði hvort þessi millitexti sé aðgengilegur. Hægt er að bera textana saman en samanburðurinn verð- ur að byggjast á vissri viðurkenningu á sjálfstæði hvors texta um sig.5 Hægt er að benda á ýmiss konar mun sem er á textunum, t.d. að ekki sé að finna í þýðingunni jafngildi mikilvægs orðs í frumtextanum, en þá er rétt að hafa í huga að skýringarinnar er ef til vill að leita í millitextanum. Kvikmyndahandrit er oft slíkur ósýnilegur millitexti, t.d. á milli skáld- sögu og kvikmyndar, og hafi gagnrýnandi ekki aðgang að handritinu getur verið hæpið að segja margt um þann millitexta sem slíkan. En það kemur ekki í veg fýrir að skáldsagan og kvikmyndin séu bornar saman sem tveir merkingarheimar sem standa í vissu „þýðingarsambandi“. Sum einkenni kvikmyndarinnar sem rýnandi bendir á kunna að vera sprottin úr handritinu án þess að hægt sé að ræða það sérstaklega. Þetta er svona rækilega tekið fram hér vegna þess að þegar ég ber saman vissa þætti í skáldsögu Halldórs Laxness, Kristnihaldi undirjökli (1968) og hliðstæða 5 Sbr. grein mína „Þjóðráð. Formáli að ritgerð um Paradísarmissi", Jón á Bagisá 1994, sjás. 19-20. 8
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.