Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2001, Page 112
Dudley Andrew
og annarra. Almennum viðskiptum kvdkmynda og bókmennta í gjald-
miðli natúralisma tengdust nokkur eftirtektarverð tihdk. Aðlöpun Ren-
oirs á verki Gorkís, / djúpinu [Na dne\j6 er hér ágætt dæmi. Arið 1881
kallaði Zola eftir natúralísku leikhúsi17 og lýsti nákvæmlega þeirri gerð
leilaærka sem Gorkí skrifaði tutmgu árum síðar í / djúpinu. Þar er að
finna safn raunverulegra manngerða sem stillt er saman án ráðandi
fléttu. Leikuriim er fremur drifinn áfram af náttúrulegri hrynjandi smá-
atvika og staðreynda sem afhjúpa líf manna á tilteknu tímabili. Hér mæt-
ast natúralismi og pólitísk þörf en verk Gorkís kom fram á sjónarstdðið
nokkrum árum þnir umrótið mikla í Rússlandi.
A öðru tímabili og sem viðbragð við annarri pólitískri þörf greip Ren-
oir það tækifæri að aðlaga verk Gorkís. Arið 1935 var hin andfasíska
þjóðfylking stofnuð og eru efnistök Renoirs klárlega mörkuð þrýstingi
og væntingum þessarar hretdingar. Kvikmynd hans, Lægstu lögin [Les bas
fonds], samþykkir þá stéttablöndun sem leikritið gefur aðeins í skyn.
Louis Jouvet drottnar yfir myndinni í hlutverki barónsins og stígur nið-
ur í djúp samfélagsins til að aðstoða við að skipuleggja sameiginlega að-
förina að kapítalíska húseigandanum, Kastíljov. Þrátt finir drungalegt
efni, morðið, fangelsun, dauða af völdurn sjúkdóma og sjálfsmorðs, er
hlýjan allsráðandi í útgáfu Renoirs eins og sést glögglega á opnu sögu-
sviðinu við ána Marne og afslöppuðum leik leikaranna sem andvarpa
dauflega á milli þess sem þeir segja línur sínar.
Hefði Gorkí haft eitthvað á móti slíkri túlkun? Um það getum tvið
aldrei vitað því hann dó nokkrum mánuðum fyrir frumsýningu myndar-
innar. En hann hafði veitt Renoir blessun sína og hlakkaði til að sjá loka-
gerðina þrátt fyrir þá staðreynd að 1932 hafði hann lýst leikritið gagns-
laust, úrelt, og óhæft til sýningar í Rússlandi sósíalismans. Kannski voru
þessar jdirlýsingar uppgerðarsjálfsgagnrýni á borð við það sem þetta
magnþrungna ár krafðist af mörgum rússneskum listamönnum. Eg kýs
þó heldur að taka Gorkí á orðinu. Hann var flestum teoristum víðsýnni,
svo ekki sé minnst á rithöfunda, þar sem hann sá að / djúpinu var alls ekki
sama verkið í Rússlandi árið 1932 og í Frakklandi á tíinum þjóðfýlking-
16 [Þýð.: Leikrit Gorkís hefur tvívegis verið þýtt á ísl.: I djúpinu, þýð. Halldór Stefans-
son, 1989; 1 djúpi daganna, þýð. (og aðlögun) Magnús Þór Jónsson, 1995. Verkið
fjallar um djúp samfélagsins.]
17 Ernile Zola, „Natúralismi og leikhúsið" [Naturalism and the Theater], í Tiirauna-
skáldsagan og aðrar ritgerðir [The Experimental Novel and Other Essays], ensk þýð.
Belle Sherman, New York: Haskell House, 1964.
IIO