Þjóðlíf - 01.04.1988, Side 48

Þjóðlíf - 01.04.1988, Side 48
„Estragon: Förum. Vladimir: Við getum það ekki. Estragon: Því þá ekki9 Vladimir: Við erum að bíða eftir Godot.u Sögur, leikrit, ljóð eftir Samuel Beckett. Þýðing og umsjón. Arni Ibsen 308 bls. Verð kr. 2.390.- Samuel Beckett er í hópi merkustu rithöfunda þessarar aldar og hefur ef til vill öörunt freniur stuðlað aö róttækum breytingum á skáld- sagnagerð og leikritun eftir seinni heims- styrjöld. Beckett. sent hlaut bókmenntaverölaun Nóbels áriö 1969. er áleitinn höfundur. einstakur og frumlegur. en stendur jafnframt nær hinni klassísku evrópsku bókmenntahefð en flestir aðrir nútímahöfundar. Hann skilgreinir hlutskipti mannsins á guð- lausri atómöld. lýsir leitinni að tilvist og samastað í veröld sem er á mörkum lífs og dauða. þar sem tungumálið hevr varnarstríð við þögnina. Prátt fyrir nær fullkomið getuleysi. niðurlægingu og algera örbirgð ntannskepnunnar er henni lýst með miklum húmor og af ómótstæðilegri ljóðrænni fegurð. í þessari bók eru sjö leikrit. sex sögur og fjórtán Ijóð frá fimmtíu ára ferli. þar á meðal þekktasta verk Becketts. leikritið Beðið eftir Godot, í nýrri þýðingu. og eitt nýjasta snilldar- verkið, hin stutta og magnaða skáldsaga Félagsskapur. frá 1980. Þýðandinn er Árni Ibsen sem hefur um árabil kannað verk þessa alvörugefna írska húmorista og liann skrifar jafnframt inngang og skýringar. Þetta er í fyrsta skipti sem verk Samuels Beckett eru gefin út í íslenskri þýðingu. VIÐSKIPTI viðmælenda Pjóðlífs sagði svefnplássin 122 í hinu nýja skipi fráleit sem fjárfestingu; víst sé, að ef þau yrðu verðlögð í samræmi við tilkostnað myndu fáir eða engir notfæra sér þau. Hagsmunir Eimskipafélagsins Meginmunurinn á nýja skipinu og hinu gamla felst þó í aukningu flutningarýmis. Áætlað er, að flutningageta hins nýja skips verði tvöföld á við það gamla, þannig að skipið geti sinnt nær öllum vöruflutningum tilEyja. NúsiglaEimskip, Ríkisskipog Sam- bandið til Eyja, hvert einu sinni í viku. Víst er, að Eimskipafélagið myndi sjá sér hag í því að fengin yrði ný og stærri ferja til sigling- anna, sem annað gæti öllum vöruflutningum til Vestmannaeyja, en hætta sjálft siglingum þangað á stórum og óhentugum skipum. Pá myndi fyrirtækið sjálft sjá um flutning á vöru, m.a. frystum fiski, frá Porlákshöfn til Reykjavíkur og lesta skip sín þar, sem er miklu ábatavænlegra fyrir fyrirtækið en sigla til Vestmannaeyja og lesta þar. Þess má geta, að aðalráðgjafi Herjólfsmanna við hönnun hins nýja skips var Þorkell Sigurlaugsson, starfsmaður Eimskipafélagsins, og er hann einnig höfundur að skýrslu, þar sem metin er hagkvæmni þess að smíða nýtt skip og flutn- ingaþörf þess. Að sögn Þorkels er það ljóst, að núverandi Herjólfur hafi verið úreltur frá upphafi og mikilvægt sé að svipuð mistök verði ekki gerð á ný. „Mér er til efs, að nokkurt sam- göngumannvirki á íslandi hafi verið jafn vel undirbúið og þetta nýja skip,“ sagði Þorkell í samtali við Þjóðlíf. Eimskip keyra til Þorlákshafnar Tengsl Eimskipafélagsins við útgerðarfé- lagið Herjólf eru nokkur. Til dæmis sinna Eimskip áðurnefndum flutningi á gámum og svonefndum trailer-vögnum frá Reykjavík að skipshlið í Þorlákshöfn og öfugt. í samtali við Þjóðlíf vildi Magnús Jónasson fram- kvæmdastjóri Herjólfs ekki nefna þá upp- hæð, sem Eimskip fá fyrir þennan flutning, en samkvæmt heimildum Þjóðlífs nemur hún verulegum hluta af þeim 23 þúsundum, sem Herjólfsmenn taka fyrir flutning trailer- vagns frá Reykjavík til Vestmannaeyja. Eimskipafélagið ekur ekki á eigin bílum til Þorlákshafnar heldur semur við undirverk- taka. Samkvæmt upplýsingum Þorkels Sig- urlaugssonar reynir fyrirtækið eftir mætti að semja við aðra verktaka um aksturinn. Samkvæmt heimildum Þjóðlífs tekur Eim- skipafélagið nokkurt gjald fyrir hlutverk sitt sem milliliðar og því vaknar sú spurning hvers vegna Herjólfsmenn semji ekki sjálfir Þorsteinn Pálsson forsætisráðherra. Samgöngur í kjördæminu viðkvæmt mál. Þolir hann synjun? beint við vörubílstjóra. Hvers vegna Eim- skip þurfi að vera milliliður þar? Þorkell Sig- urlaugsson segir, að það sé hagur Herjólfs, að Eimskip sjái um bílflutningana. Þá sé betri „samnýting" á starfsliði möguleg og komi það tvímælalaust öllum til góða. Sömuleiðis vilja Herjólfsmenn ekkert tjá sig um þá upphæð, sem Eimskipafélagið greiðir fyrir flutning á almennri vöru með Herjólfi. Nokkuð mun vera um, að vara, sem Eimskipafélagið flytur til landsins, sé flutt áfram til Þorlákshafnar og þaðan til Vestmannaeyja og tollafgreidd þar. Báðir heildsalarnir í stjórninni Útgerðarfélagið Herjólfur er hlutafélag og á Vestmannaeyjabær 51%, Ríkissjóður 46% en einkaaðilar 3%. Stjórnarformaður fyrir- tækisins er Guðmundur Karlsson, fyrrum þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurland- skjördæmi. Meðal annarra stjórnarmanna eru báðir heildsalarnir í Vestmannaeyjum, Heiðmundur Sigurmundsson og Kristmann Karlsson. Hefur verið bent á, að ef til vill fari ekki saman hagsmunir heildsalanna, sem flytja sjálfir mikið til Eyja og hagsmunir Herjólfs hf. Einn viðmælenda Þjóðlífs, Friðrik Ósk- arsson, sem stundaði rekstur skipaafgreiðslu í Vestmanneyjum á árunum 1977-86 telur afskipti Eimskipafélagsins af málefnum Herjólfs óæskileg: „Það er óþolandi að Eim- skip sé með puttana í þessum málum, og ég tel algjöran óþarfa, að nýja skipið taki að sér svo mikinn hluta af vöruflutningunum. Þetta skip ætti fyrst og fremst að vera farþega- og bílaskip og gott sem slíkt.“

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.