Þjóðlíf - 01.04.1988, Side 51
VIÐSKIPTI
Islenskur knattspyrnukappi í bresku viðskiptalífi
Friðrik Ragnarsson, 38 ára Keflvíkingur
yfirgaf ættiandið fyrir fimm árum og hefur
búið í Englandi síðan og unnið í ferðamála-
bransanum. Hann rekur núna, ásamt eigin-
konu sinni, Marettu, Manchester Travel
Shop.
„Petta er 7 daga vinnuvika. Konan mín vann
hjá Twickenham Travel, sem var mikið með
íslandsferðir, en þegar ég fékk atvinnuleyfi
fluttum við hingað til Manchester og opnuð-
um í samkrulli við stóra keðju — Owner’s
Abroad — flugmiðasölu, Flight World. og
seinna bættist við venjuleg ferðaskrifstofa
Sun Air. Ýmissa hluta vegna slitnaði upp úr
samstarfinu við Owner’s Abroad og síðan í
nóvember höfum við starfað sjálfstætt undir
nafninu Manchester Travel Shop.“
Áður en þau fluttust til Manchester
bjuggu þau í eitt og hálft ár í London, „sem
er uppáhaldsborgin mín, en það er allt svo
miklu léttara í vöfum hér,“ segir Friðrik,
„ódýrara að lifa, minni launa- og fjármagns-
kostnaður og konan mín er héðan svo þetta
lá beint við. Við eigum stóran vina- og kunn-
ingjahóp hérna, og fólkið hér minnir mig að
mörgu leyti á íslendinga. Kunningjahópur-
inn er mjög breiður, frá gallhörðum komm-
um, upp í æsta Thatcher-sinna og allt þar á
milli. og svo nokkrir úr þotuliðinu.” Friðrik
glottir. „Ég fer oft á Old Trafford að sjá
Manchester United og á þar sæti í yfir-
byggðri forstjórastúku.”
Það hýrnar yfir honum þegar knattspyrn-
una ber á góma. Ffann var margfaldur ís-
lands- og bikarmeistari með ÍBK, „lék allar
stöður nema í marki og keppti oft í Evrópu-
keppni með liðinu. Petta var gullaldarliðið í
Keflavík, þarna voru m.a. Guðni Kjartans-
son, Þorsteinn Ólafsson og Ólafur Júlíusson.
Það gekk þannig í nokkur ár, að það árið sem
við vorum ekki íslandsmeistarar vorum við
bikarmeistarar, og eina árið sem við unnum
ekki titil, vorum við nógu ofarlega til að
tryggja okkur UEFA-sæti. Við fórum í
margar minnisstæðar keppnisferðir, keppt-
um m.a. við Hamburg, Real Madrid. Tott-
enham og Everton. Leikurinn á móti Ever-
ton á Goodison Park var held ég hápunktur-
inn á mínum ferli. Við vorum 1-0 yfir fyrsta
hálftímann en leikslok urðu 6-2 Everton í vil
og ég skoraði bæði mörk ÍBK. I liði Everton
voru m.a. kappar eins og Alan Ball og
Howard Kendall, sem seinna tók við liðinu
og vann bæði bikarinn og deildina.
Það var líka gaman að skora á móti Tott-
enham, Pat Jennings stóð í marki og Ólafi
Júlíussyni tókst að skora heima í Keflavík en
á White Hart Lane, heimavelli Tottenham
var þetta ekki alveg eins hagstætt, við töpuð-
um víst 9-0,“ segir Friðrik kímileitur.
„Jú ég sakna Islands oft,“ svarar hann að-
Friðrik, Maretta og tíkin Kiri fyrir utan M.T.S,
i hK
wk 1
I* |
spurður, „einkum er maður meyr um jólin og
áramótin. Ég á þrjú börn af fyrra hjónabandi
heima, og auðvitað sakna ég þeirra, en þau
hafa heimsótt mig. Það er eitt sem ég á erfitt
með að sætta mig við en það er þessi glæpa-
alda sem ríður yfir um þessar mundir hér í
Englandi og það að börn skuli ekki vera
óhult úti um hábjartan daginn. Að öðru leyti
er ég mjög ánægður hér.
Það er að sjálfsögðu meira framboð af af-
þreyingu hér og við förum mikið á tónleika
og út að borða og við höfum verið svo heppin
að komast í ódýr ferðalög þegar okkur hent-
ar. Að vísu komumst við ekki mikið í burtu
frá því í janúar og fram í aprfl, því þá eru allir
að huga að sumarfríinu og mjög mikið að
gera, en í nóvember og desember getum við
farið í lengri ferðir. Við erum með traust
starfsfólk hér á skrifstofunni og getum
áhyggjulaust farið frá þegar minna er að
§era. Við höfum m.a. farið til Ástralíu og
Israel og dvalið í 3-4 vikur í senn.
En minnisstæðasta ferðin var brúðkaups-
ferðin okkar. Við flugum til New York með
viðkomu á íslandi og sigldum með „Gull-
fossi“ Breta, Queen Elizabeth II. um Karab-
íska hafið í tíu daga. Þarna í skipinu voru
tvær sundlaugar og fimm restaurantar, svo
nokkuð sé nefnt, allt kyrfilega stéttskipt á
breska vísu, og maður þurfti ekki að láta sér
leiðast þarna.“
Friðrik Ragnarsson virðist hafa aðlagast
ensku mannlífi vel og íslenskan hreim er
varla að merkja þegar hann talar enskuna.
„Ég vann á Keflavíkurflugvelli og talaði þá
upp á amerískan máta, síðan náði ég Lund-
úna-enskunni ágætlega, og nú stríða gamlir
vinir í London mér á því að ég sé eini Eski-
móinn sem talar Mancunian, Manchester-
mállýskuna. Jú, það er rétt, ég er sveigjan-
legur og laga mig að aðstæðum, en maður
gleymir því ekki hvað það er að vera íslend-
ingur og ræturnar eru alltaf fastar í íslenskri
jörð.“
Einar Einarsson/Manchester
51