Þjóðlíf - 01.04.1988, Blaðsíða 54

Þjóðlíf - 01.04.1988, Blaðsíða 54
ERLENT Flóttamannabúðir í Sídon í Suður- Líbanon 1983. og gagnrýna hernám ísraelsmanna á arabísk- um landsvæðum. En þegar kom að því að sinna brýnurn þörfum Palestínumanna sem þjóðar, segir Said, eða bæta úr þeim hörmu- legu aðstæðum sem þeir búa við innan Arabaríkja ekki síður en í Israel, var samúð- in á þrotum. í útlegðinni er erfitt að halda í vitneskjuna um hver maður er, segir Said. Ýmist eru Palestínumenn nefndir „arabarnir frá Júdeu og Samaríu" eða „ekki gyðingar", eins og það heitir í ísrael. í Arabalöndum, nema í Jórdaníu, fá þeir sérstakt kort sem veitir þeim titilinn „palestínskir flóttamenn" og jafnvel þó að þeir séu virðulegir verkfræð- ingar, kennarar, kaupsýslumenn eða tækni- fræðingar er þeim fullljóst að í augum gest- gjafans munu þeir ávallt verða aðskotahlut- ir. Flestir aðrir taka þjóðerni sínu sem sjálfsögðum hlut, en það á ekki við um Pal- estínumanninn þó að stöðugt sé verið að biðja hann um að sanna hver hann sé. Pjóð- erni hans er órjúfanlega tengt í hugum fólks við hryðjuvcrk, ógnun við Ísraelsríki og gyð- ingahatur. Palestínumenn hafa ekki átt neinn Einstein, Chagall, Freud eða Rubin- stein til að ganga í augun á umheiminum. Peir hafa ekki þurft að þola ofsóknir sam- bærilegar við þær sem gyðingar urðu fyrir í síðari heimsstyrjöld. Þeir eru eitthvað fram- andi, óþekkt og truflandi. Said fæddist sjálfur í Jerúsalem 1935 en fluttist þaðan 1947. Nú býr ekkert af hans fólki þar sem áður var Palestína, það hefur sest að í Jórdaníu, Líbanon, Bandaríkjunum og Evrópu. Það er því ekki að undra að hann leiði hugann að því hvað það sé sem tengi Palestínumenn innbyrðis í menningarlegum skilningi og hvernig komið sé fyrir menning- ararfleifð þeirra. Jerúsalem 1979. Ljósmyndarinn Ijósmyndaður. Hann bendir á það að á Vesturbakkanum og Gazasvæðinu sé af hálfu Israelsmanna markvisst komið í veg fyrir að hvers konar „þróun" í efnahags- og félagslífi Palestínu- manna eigi sér stað, þó að „umbætur" séu leyfðar ef ekki er of mikið af þeim. Litirnir í palestínska fánanum voru bannaðir sam- kvæmt ísraelskum herlögum. Listamaður frá Gazasvæðinu hlaut sex mánaða fangelsis- dóm fyrir að nota svart, grænt, rautt og hvítt í einu af verkum sínum. Sýning á palestínskri menningu í háskóla í Nablus leiddi til þess að skólanum var lokað í fjóra mánuði. Þannig er saga og menningararfur Palestínumanna í raun bönnuð á opinberum vettvangi, sög- urnar um upprunann, heimkynnin, þjóðern- ið varðveitast einungis í munnlegri geymd. Þegar þær láta á sér kræla eru þær ævin- lega brotakenndar, fullar af duldum mein- ingum á undarlegu formi — grínsögur, háðsádeilur, hryssingslegar dæmisögur sem eru lítt skiljanlegar utanaðkomandi. Þannig er líf Palestínumanna dreift, ósamfellt, markað af ytri íhlutun og óreglulegri hrynj- andi truflaðs tíma, segir Said. Á leikvöllum barna okkar liggja leifar stríðsins, lánuð eða innflutt tækni, úr sér gengið drasl og innan- tóm form. Hve einkennilegt sambland, og þó svo dæmigert fyrir Palestínumenn. Því að þar sem engin bein lína liggur frá heimili til fæðingarstaðar til skóla til fullorðinsára eru öll atvik tilviljanir, allar framfarir afturfarir, öll búseta útlegð. Palestínumenn í ísrael eru flestir í lægst launuðu störfunum, byggingarverkamenn, iðnaðarmenn hvers konar, húsgagnasmiðir, trésmiðir eða bólstrarar. Laun Palestínu- manna á hernumdu svæðunum eru mun lægri en laun gyðinga, en munurinn á aðbún- aði er þó mest sláandi. Palestínumenn þurfa oft að greiða stóran hluta af kaupi sínu í ferðir til og frá vinnu, en flestir sækja hana til gyðingasvæða þar sem þeir mega ekki dvelja næturlangt. í fátækustu héruðunum, eins og á Gazasvæðinu, er braskað með vinnuafl arababarna. Einn áberandi munur er á zíonisma og þjóðernishreyfingu Palestínumanna, segir Said. Stefna zíonista var skipulögð í smá- atriðum á markvissan hátt, en tilhneiging Palestínumanna — varla er hægt að kalla það „stefnu" — var að setja sér vissar ófrávíkjan- legar reglur almenns eðlis, en þær komu aldrei í veg fyrir að jörðinni yrði kippt undan þeim. Afleiðingin er sú að zíonistar eiga sér ríki, en Palestínumenn ekki. Að vísu bjó zíonisminn yfir meiri hernaðarmætti og hafði líka sínar almennu grundvallarreglur en þeir komu sínu fram skref fyrir skref á þaulhugs- aðan hátt — „aðra geit og aðra ekru", eins og Chaim Weizmann orðaði það. Arabar skipu- lögðu sig aldrei á sama hátt og gyðingar, þar var ekki þessi áhersla á smáatriðin, eins og að láta tiltekinn hundraðshluta af bíómiðan- um sem maður keypti ganga til samtaka gyð- inga. Það sem við eigum — og eigum enn, segir Said, voru flóamarkaðirnir okkar og staðirnir þar sem við fæddumst, þar sem allt er á rúi og stúi, ekkert þykir í frásögur fær- andi eða tilkomumikið að sjá. Landnám gyðinga í landinu helga var eins og sett á svið fyrir allan heiminn, það var dramað um „endurreisn" Palestínu. Með landnámi sínu í Palestínu leituðust gyðingar við að skapa aðra mynd af sér en þá hefð- bundnu á Vesturlöndum. Síðar breyttist myndin. í stað „endurreisnar" Palestínu varð ísrael griðastaður fyrir þá sem lifðu af fjölda- morð þýskra nasista. Og aðkomumennirnir 54
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.