Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2012, Blaðsíða 30

Frjáls verslun - 01.01.2012, Blaðsíða 30
30 FRJÁLS VERSLUN 1. TBL. 2012 Dr. Ásta Bjarnadóttir, ráðgjafi hjá Capacent: MANNAUÐSSTJÓRNUN þau hafa orðið Sterk neikvæð viðbrögð hafa komið fram í sam­félaginu undanfarið í kjölfar ráðningar þekktra einstaklinga í eftirsótt störf. Bent er á að fortíð viðkomandi orki tvímælis eða þeir tengist málum hjá saksóknara eða skattyfir­ völdum. Kunnátta eða færni í starfi er yfirleitt ekki dregin í efa. Viðbrögðin eru tilfinningaleg og hér virðist um að tefla eitthvað sem kalla má samfélagslegan trúverðugleika. „Reiðiviðbrögð af þessu tagi skapa auðvitað ákveðið vanda­ mál fyrir þann sem ráðinn er og ekki síður stofnunina sem ræður hann.“ Fortíð sem á einhvern hátt má tengja við hrunið er orðin nýr áhættuþáttur í ráðn­ ingarferli. Ásta segir að hugsanlega þurfi ráðningaraðilar nú að leggja mat á þennan samfél agslega trúverðugleika umsækjenda til viðbótar við hefðbundna þekkingar­ og færniþætti. „En geta tilfinningar almennings gagnvart ráðning­ unni orðið að málefnalegu viðmiði? Er sanngjarnt að fólk sem er fært á sínu sviði sé útilokað frá störfum byggt á svo huglægu mati? Svörin eru ekki augljós en það er staðreynd að ráðningaraðilar eru orðnir smeykir við þessi viðbrögð.“ Samfélagslegur trúverðugleiki í ráðningum „Reiðiviðbrögð af þessu tagi skapa auðvitað ákveðið vanda­ mál fyrir þann sem ráðinn er.“ Páll Stefánsson ljósmyndari: Græjur Haraldur blátönn Gorms son var sam ­tíðar maður Eiríks rauða og fyrsti kon­ ung ur Danaveldis. Við hann er þráðlausa Bluetooth­tæknin kennd. Með blátannartækninni er fólk sameinað undir merkjum þráðlausrar tækni sem byggist á stuttum útvarpsbylgjum ólíkra rafmagnstækja. Tækni Haraldar blátannar Gorms sonar gekk raunar líka út á að sameina fólk undir merkjum; hann sameinaði Noreg og Dan mörku í eitt konungsdæmi. Bluetooth­merkið er samsett úr rúnastöfunum H og B, upphafs­ stöfum kóngsa. Með þráðlausu blátannartækn­ inni er hægt að flytja gögn, myndir og tónlist milli ólíkra raf tækja, tölva og snjallsíma án endur gjalds. Nýjasta æðið er að kaupa sér alvöruheyrnartól til að hlusta á mp3/mp4­tónlistina eða hljóðbækurnar sínar með þráðlausum heyrnartækjum. Engar snúrur, ekkert vesen, tær hljómur. Allir nýjustu snjallsím­ arnir eru fullkomin hljómtæki þar sem hægt er að setja inn mörg þúsund lög. Með þráðlausu blátannartækninni má spila safn­ ið í heimilisgræjunum, í bílnum, verða sinn eigin tónlistarherra. Sumir snjallsímarnir koma jafnvel með innbyggðum FM­ sendi þar sem hægt er að senda tónlistina á lausa rás eða það útvarp sem næst er hendi. Flestir koma snjallsímarnir með heldur fábrotnum heyrnartólum en með því að kaupa sér alvöruhátalara, heyrnartól, verður til allt annar og hljómfegurri tónlistarheimur. Mobil, stærta tímaritið um snjall ­ síma og tækni á Norðurlöndum, prófaði nýlega öll nýjustu og bestu blátannarheyrnartólin á markaðnum. Jabra Halo 2, Jabra Street 2, Jabra Sport, LG HBS 700, Nokia BH 505, Nokia BH 905i, Plantronic Blackbeat 903, Samsung BHS 3000, Samsung BHS 6000 og Sony MW600. Nokia BH 905i þóttu bestu heyrn artólin. Saman í öðru og þriðja sæti voru Samsung BHS 3000 og Sony MW600. Öll heyrn artólin virka í hvaða tæki sem er með blátannartækninni sem kennd er við Harald blátönn Gormsson. Af þessu sést að fjöldi fyrirtækja notast núna við þráðlausu blá ­ tann artæknina við framleiðslu tækja sinna. Þráðlaust er málið! Svo er bara að kaupa nýjustu tónlistina og snúrulaus alvöru­ heyrnartól og njóta. Blátönn Gormsson Með blátannartækninni er fólk sam einað undir merkjum þráð lausrar tækni. Gísli Kristjánsson fréttaritari: Stjórnunarmoli Það er alkunna að til­vilj anir ráða miklu um ár angur í viðskiptum. Sumt er háð menntun, annað háð eiginleikum fólks, að gengi að fjármagni og svo fram vegis – og stundum hafa menn einfaldlega bara erft allt og ekkert afrekað sjálfir. Stundum er þó eins og tilviljun eða einskær heppni ráði því að einum gengur betur en öðrum. Slembilukka er mikilvægur þáttur í öllum viðskiptum. Þá er sagt: – Ja, hann datt nú lukkupott­ inn, strákurinn. Eða: – Hún hafði svo sannar­ lega heppnina með sér þarna í byrjun. Allir hefðu getað þetta. En er hægt að hafa stjórn á heppn inni? Ráða nokkru um hvaða tilviljanir verða á vegi manns? Margir stjórnunarfræð­ ingar telja að lukkan sé ekki sú ótemja og trunta sem flestir halda. Það er í það minnsta hægt að búa í haginn fyrir heppni. Hér eru nokkur ráð sem tímaritið Forbes hefur dregið saman. 1. Slappaðu af. Ekki vera of upptekinn af að þjóna þínum eigin hagsmunum. Það getur verið þér í hag að gleyma hvað er þér fyrir bestu. Láttu reka á reiðanum. Slembilukkan kemur ekki nema menn taki áhættu. 2. Hífa, slaka. Allt sem þú gerir þarf ekki að vera svo markvisst. Frægur fót­ boltaþjálfari á að hafa sagt: Sparkaðu boltanum! Bara sparkaðu! Stundum hittir skotið í mark en bara ef boltanum er sparkað. 3. Ýkjur. Það er allt í lagi að ýkja svolítið, gefa í skyn að mikill árangur sé í vændum og lukkan á næsta leiti. Það vekur áhuga og getur valdið því að heppnin drepi á dyr hjá þér. Þetta hafa allir frægir auðkýfingar gert. 4. Horfðu í kringum þig. Skákmenn horfa á allt borðið, ekki bara eitt peð. Víðsýni er nauðsynleg. Það er ekki líklegt til heppni að binda sig við eina hugmynd og þrjóskast við að gera hana að veruleika. 5. Þakkaðu öðrum. Það er sniðugt að vera óspar á þakklæti. Ekki reyna að eigna sjálfum þér allan heiður. Þakk­ læti til annarra kemur oft með vöxtum til baka. 6. Maður er manns gaman. Viðskipti eru svona erfið og áhættusöm vegna þess að þau eru mannleg. Ef ekkert fólk kæmi við sögu væri allt miklu einfaldara. Það er bara að viðurkenna þetta og leitast við að skilja mennina. Viðskipti eru mannleg samskipti. Heppni er ekki tilviljun Skuldlaus banki! Spennandi húsnæði til sölu eða leigu Húsnæðið hýsti áður samskiptamiðstöð Bandaríkjahers. Það var byggt árið 1997 og er tæplega 1.700 m2. Húsið er ákaflega rammbyggt, hefur eins metra þykka steypuveggi og stálhurðir sem hannaðar eru til að standast loftárásir. Lóðin er afgirt og slökkvistöð í næsta nágrenni. Húsið hentar því vel sem geymsla fyrir mikilvæg verðmæti, hvort sem þau eru stafræn eða áþreifanleg. Skotheld bygging Húsnæði með 100 íbúðum er til sölu eða leigu. Húsið er 3.359 m2 á þremur hæðum. Það var byggt árið 1976 og er í mjög góðu ástandi. Baðherbergi og eldhús er í öllum íbúðum og húsnæðið gæti því hentað vel undir stúdentagarða, lýðheilsuskóla, ráðstefnur o.fl. Húsið er staðsett í heilsu­ þorpinu á Ásbrú. Lýðháskóli Atlantic Studios er 4.730 m2 kvikmyndaver í flug skýli sem þjónaði áður Bandaríkjaher. Kvikmyndaverið er hið stærsta á Íslandi, með 2.700 m2 aðalsviði (e. soundstage) þar sem lofthæð er 9 metrar. Einnig er þjónustuaðstaða með búningsherbergjum, skrifstofum og kaffistofu. Kvikmyndin Reykjavík Whale Watching Massacre var meðal annars tekin upp í verinu. Atlantic Studios Húsnæðið er 292 m2 og hýsti áður banka. Húsið er steinsteypt á tveimur hæðum og var byggt árið 1956. Gengið er inn á fyrstu hæð í afgreiðslu með afgreiðsluborðum. Á fyrstu hæð eru einnig tvær skrifstofur, baðherbergi og peningaskápur. Á efri hæð eru sjö skrifstofur af ýmsum stærðum ásamt baðherbergi. Húsnæðið hentar vel undir skrifstofur, verslun eða aðra þjónustu. Hið sögufræga Andrews­leikhús er til sölu eða leigu. Húsið var áður kvikmyndasýningar­ salur Nató, en byggingin var endurnýjuð árið 2010. Salurinn tekur 499 í sæti og sviðið er 100 m2. Myndvarpi, tjald og gott hljóðkerfi er til staðar fyrir fyrirlestra. Húsnæðið hentar undir leik­ eða kvikmyndasýningar, tónleika eða ráðstefnur. Andrews-leikhúsið Sími 425 2100 | fyrirspurnir@kadeco.is Þetta er einungis sýnishorn af þeim eignum sem eru til sölu eða leigu á svæðinu. Nánari upplýsingar um eignir á www.asbru.is/fasteignir. Ásbrú er spennandi svæði þar sem fyrrum herstöð er um breytt í samfélag frumkvöðla, fræða og atvinnulífs. Á Ásbrú er stór háskólagarður, spenn andi nám í boði hjá Keili, kvik myndaver, heilsuþorp í fararbroddi heilsu ferða mennsku, tækniþorp þar sem alþjóðlegt gagnaver er að rísa og fjöldi áhugaverðra sprota fyrirtækja. Mikil upp bygg ing er á svæðinu og má þar nú meðal annars finna leikskóla, grunnskóla, verslun og veitingastað. P IP A R \T B W A -S ÍA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.