Frjáls verslun - 01.01.2012, Blaðsíða 65
FRJÁLS VERSLUN 1TBL. 2012 65
fyrir tækja og þjóða. Með alla þá
þekkingu sem við búum yfir um
það hvað stuðlar að hamingju
fólks, er þá ekki heimskulegt
að nýta hana ekki til að auka
ár angur? Lítum nánar á innihald
þess ara fimm greina.
Hagfræði velsældarinnar
Justin Fox ritar greinina Hag
fræði velsældarinnar (e. The
Economics Of WellBeing).
Hún hefst á orðunum „Peningar
eru ekki allt“. En þótt peningar
séu ekki allt hafa fjárhagslegir
mælikvarðar verið ríkjandi við
mat á hagsæld þjóða síðustu
sjö áratugina. Frá tímum seinni
heimsstyrjaldar þróuðust mæli
kvarðarnir verg þjóðarfram
leiðsla (GNP) og síðar verg
lands framleiðsla (GDP), sem var
vissu lega framför frá því að vel
gengni þjóða var mæld í hern
aðarsigrum. Mælikvarðar þjóðar
framleiðslu og lands framleiðslu
hafa verið gagnrýndir fyrir að
ná ekki til allra þátta sem áhrif
hafa á velgengni og fyrir að taka
ekki tillit til sjálfbærni, heilsufars,
menntunar, lífaldurs eða annarra
mikilvægra áhrifaþátta á velsæld
og þróun.
Fox rekur söguna frá árinu
1781 eða frá þeim tíma að
Eng l endingur að nafni Jeremy
Bentham vakti athygli á því
að hve miklu leyti væri hægt
að búa til eða skapa ham
ingju. Á þeim tíma tóku reglur
og ákvarðanataka byggð á
trúar legum forsendum að víkja
fyrir ákvörðunum byggðum á
vísindalegum rökum. Upp úr
1930 fóru tölulegar mælingar að
þróast í þá átt sem við þekkjum
í dag en með þeim annmörkum
að hafa ekki mikið forspárgildi.
Robert F. Kennedy gagnrýndi í
kosningabaráttu sinni árið 1968
að þjóðarframleiðsla mældi ekki
heilsu barnanna, gæði mennt
unar þeirra eða gleðina í leikjum
þeirra. Gagnrýni hans hlaut ekki
mikla athygli en í seinni tíð hefur
mikið verið vitnað til orða hans.
Sameinuðu þjóðirnar hafa á
þriðja áratug þróað mælikvarða
á lífsgæði í skýrslu sem nefnist
Human Development Index
(HDI) og var fyrst birt árið 1990.
Þar eru mældar tekjur, heilsu
far, langlífi og þekking. Síðustu
ár hafa þjóðarleiðtogar eins
og Nicolas Sarkozy, forseti
Frakk lands, og David Cameron,
forsætisráðherra Bretlands,
veitt þessum nýju víddum sem
tengjast hamingju og velsæld
aukna athygli.
vísindin á bak við brosið
Daniel Gilbert, prófessor í
sál fræði við Harvardháskóla,
veitir viðtal í greininni Vísindin á
bak við brosið (e. The Science
Behind The Smile). Gilbert gaf
út metsölubókina Stumbling
on Happiness eða Hnotið um
hamingjuna árið 2005 en hún
hefur verið þýdd á íslensku og
var gefin út hér árið 2007.
Gilbert útskýrir í viðtalinu hvers
vegna áhersla á hamingjuna
hefur aukist svo mikið sem raun
ber vitni í umræðu um árangur
og velgengni. Hann segir skýr
inguna vera að þar til fyrir tveimur
áratugum hafi það helst verið
heimspekingar og ljóðskáld
sem fjölluðu um tilfinningar
fólks. En fyrir tveimur áratugum
varð sprenging á sviði sálfræði
rannsókna á tilfinningum og
þar hafi hamingjan hlotið mesta
athygli. Nýlega hafa svo hag
fræðingar og taugasérfræðingar
bæst í hópinn. Sálfræðingar vilja
skilja hvernig fólki líður. Hag
fræðingar vilja skilja gildismat
fólks og taugasérfræðingar vilja
skilja hvernig heili fólks bregst
m.a. við umbun. Athygli þessara
þriggja fræðigreina hefur komið
hamingjunni í sviðsljósið og
þess vegna keppast þjóðarleið
togar nú við að finna leiðir til að
mæla og auka hamingju.
Aðspurður hvað það sé sem
geri fólk hamingjusamt segir
Gilbert það helst vera félagsleg
tengsl, hæfilegar áskoranir og
tíðar jákvæðar upplifanir. Margir
smáir jákvæðir hlutir séu líklegri
til að stuðla að langtímaham
ingju en fáir stórir. Starfsmenn
séu líklegri til að ná góðum
árangri til lengri tíma ef þeir eru
hvattir áfram með fyrirheitum um
umbun fremur en refsingu.
Til að stuðla að hamingju legg
ur Gilbert til að við ástundum
heilbrigt líferni, hreyfum okkur
og sofum vel, hugleiðum og
til einkum okkur fórnfýsi í auknum
mæli. Leiðin að aukinni hamingju
sé í raun ekki flóknari en leiðin
að kjörþyngdinni – borða minna
og hreyfa sig meira.
að skapa langvarandi árangur
Gretchen Spreitzer og Christ
ine Porath rita greinina Að
skapa langvarandi árangur (e.
Creating Sustainable Per
formance). Þær segja það geta
virst fjarstæðukennt að velta
fyrir sér hamingju starfsfólks á
tímum þegar fólk kallast heppið
að hafa atvinnu, burtséð frá
því hvort hún er vel launuð eða
áhugaverð. Svo sé þó ekki því
rannsóknir þeirra á árangri gefa
til kynna að hamingjusamir starfs
menn nái meiri framleiðni til lengri
tíma litið en starfsmenn sem eru
það ekki. Þeir hamingjusömu
mæta betur í vinnuna, eru ólík
legri til að hætta, þeir leggja
sig alla fram, umfram það sem
ætlast er til, og þeir laða að ann
að fólk sem hugsar eins. „Þeir
eru ekki spretthlauparar heldur
meira eins og maraþonhlaup
stJÓrNUN
Robert F. Kennedy.
Gilbert segir að
hæfi legar áskoranir
og tíðar jákvæðar
upp lifanir geri fólk
hamingjusamt og
að margir smáir
jákvæðir hlutir séu
líklegri til að stuðla
að langtímaham-
ingju en fáir stórir.
Daniel Gilbert.
Þeir hamingjusömu
mæta betur í vinn-
una, eru ólíklegri til
að hætta, þeir leggja
sig alla fram, um-
fram það sem ætlast
er til, og þeir laða
að annað fólk sem
hugsar eins.
Gretchen Spreitzer.
Christ ine Porath.
Justin Fox.