Frjáls verslun - 01.01.2012, Blaðsíða 36
36 FRJÁLS VERSLUN 1. TBL. 2012
atvinnuleysis. Það er 7 til 8% atvinnuleysi
og Hagstofan spáir að það verði mikið
atvinnuleysi út árið 2016. Það er bullandi
verðbólga sem í gegnum verðtrygginguna
hækkar öll verðtryggð lán sjálfkrafa. Það er
mesti fólksflótti frá landinu í heila öld.
Verðtryggðar skuldir heimilanna eru um
1.300 milljarðar og verðtryggðar skuld ir
fyrirtækja um 370 milljaðar króna, sam
kvæmt Seðlabankanum. Heildaskuldir
heimila eru 1.542 milljarðar eða svipaðar
og fyrirtækja, sem skulda 1.503 milljarða.
Það er því enginn smáakkur í því að koma
verðbólgunni niður.
Það vekur furðu að Samtök atvinnulífsins
skuli hafa skrifað undir samninga á síð
asta ári sem buðu upp á gamla lagið; víxl
verkanir kaupgjalds og verðlags. Voru
launþegar ekki orðnir fullsaddir á þeirri
aðferðafræði og reynslunni ríkari?
kAUPmáttUr
ráðstöFUNAr tekNA
Kaupmáttur ráðstöfunatekna skiptir mestu
máli. Verðbólga og skattar ráða mestu um
kaupmáttinn. Þess vegna valdi vinnu
mark aðurinn árið 1990 að ná fram bættum
kjörum með því að draga úr verðbólgunni
og fá raunhæfar kjarabætur frekar en fleiri
krónur í veskið. Þess vegna urðu þjóðar
sátt arsamningarnir til.
Krafan um hærri laun frá launþega
hreyfi ngunni í fyrra kom á sama tíma og
stjórn endur fyrirtækja höfðu ekki gert neitt
annað frá hruni en að endurskipuleggja
fjárhaginn en skuldahlið flestra fyrirtækja
varð ónýt í hruninu. Vinnan hefur gengið
út á að afskrifa skuldir fyrirtækja og
endursemja um lán til að blása nýju lífi í
þau. Það sama hefur átt við um skuldahlið
heimila.
Enn er nokkuð í land með að fjár hags legri
endurskipulagningu fyrirtækja sé lokið.
Margt hefur áunnist í þeim efnum sem og
hjá skuldugum heimilum. Fjöldi fyrirtækja
hefur hins vegar nýtt þetta svigrúm til að
draga til baka þær launalækkanir sem urðu
í kjölfar hrunsins.
Efnahagsútlitið í heiminum er ekki gott.
Hag kerfi heimsins spóla og eftirspurn í
heim inum dregst saman. Hættan fyrir
okkur Ís lendingar er sú að þetta komi
niður á út flutningi okkar. Minni tekjur af
fiski, ferða mönnum og áli.
Skuldavandinn í Evrópu er mikill og
Evrópa sogast niður jafnt og þétt og hag
vöxtur þar er að minnka. Enginn sér ennþá
hvernig sá hildarleikur endar.
Vonandi ganga spár eftir um auk inn
hagvöxt á Íslandi á þessu ári. Útflutning
urinn skilar sínu og eftir fjárhagslega endur
skipulagningu margra fyrirtækja geta þau
vonandi hreyft sig meira í fjárfest ingum.
Er kreppan búin? Ýmsir hafa tjáð sig
um það. Össur Skarphéðinsson utan ríkis
ráðherra sagði á dögunum að svo væri.
Kreppan er frá, sagði hann. En varla þegar
horft er á kvarða atvinnuleysis. Það er 7
til 8% atvinnuleysi, sem er langt umfram
það sem jafnan er rætt um sem náttúrulegt
atvinnuleysi; þ.e. 2 til 3%.
heFðI AsÍ FArIð Í verkFAll?
Hvers vegna fór launþegahreyfingin
í harða kjarabaráttu á síðasta ári við
þessar aðstæður? Og hvers vegna sömdu
atvinnurekendur við launþega hreyfi ng
una? Voru þeir hræddir?
Hvers vegna báru aðilar vinnumark að
arins ekki sjálfir ábyrgð á sínum samn
ingum – hvers vegna þurftu þeir að
krefj ast stórfelldra ríkisútgjalda í leiðinni;
sem aftur þrýstir á aukna lántöku, hærri
vexti, minni fjárfestingar einkageirans og
skattahækkanir?
Margir hafa spurt sig að því hvers vegna
atvinnurekendur sögðu ekki nei; við
semjum ekki um hærri laun í mestu kreppu
lýðveldisins. Fullyrt er að annars hefði
verkalýðshreyfingin farið í hörð verkföll
sem valdið hefðu enn meiri skaða. Hefði
hún farið í hörð verkföll? Það er mjög
hæpið. Trúir því einhver að hún hefði látið
á það reyna? Verkföll hefðu sett fleiri fyrir
tæki á höfuðið og enn fleiri hefðu misst
vinnuna.
Það er þekkt úr vinnumálahagfræði
að verkalýðsforingjar þurfa af og til að
friða þá óstýrilátu innan sinna raða til að
halda sjálfir völdum. Í dýpstu kreppu lýð
veldisins eru slík leikrit hins vegar of dýru
verði keypt.
Hvers vegna mætir enginn hinna atvinnu
lausu á fundi í sínu verkalýðsfélagi og spyr
foringjana að því hvers vegna þeir geri
kröfu um hærri laun – sem minnki líkur á
að fyrirtæki ráði hann í vinnu?
rÍkIsPAkkI UPP á 60 mIllJArðA
Samtök atvinnu lífsins og ASÍ gengu á fund
ríkisstjórnarinnar til að semja um pakka
Það er enn drjúp
kreppa mælt á kvarða
atvinnuleysis. Það er
7 til 8% atvinnuleysi
og Hagstofan spáir
að það verði mikið
atvinnuleysi út árið
2016.