Frjáls verslun - 01.01.2012, Blaðsíða 22
22 FRJÁLS VERSLUN 1. TBL. 2012
Í stuttu máli
aF hVerju etum Við hænuegg
Frekar en andaregg?
Pistill
Sölumennska hefur á sér margar hliðar, margar skemmtilegar, aðrar misgóðar. Eitt
sinn var mér sögð sú saga
að andaregg væru betri en
hænuegg. Það er hins vegar
gaggið í hænunum sem vekur
athygli og þess vegna seljast
hænueggin en enginn hirðir
um andaregg.
Það eru nokkrar tegundir
aug lýsinga sem fara í mínar
fínustu og eru aðstandendum
þeirra til lítils sóma, að mínu
mati.
Núna á ég aftur orðið
hlutabréf í gamla Baugs veld
inu; Högum. Þar á bæ hafa
svonefndir „tax free“dagar
verið auglýstir í tíma og
ótíma. Í útboðslýsingu Haga
um daginn var ekkert um
að fyrirtækið þyrfti ekki að
borga tolla og önnur gjöld
eins og venjuleg fyrirtæki.
(Kannski fékk tollstjóri og
yfir maður RSK smsskeyti hér
áður fyrr með ábendingum
um sérmeðferð, ég held samt
ekki, en það ætti að vera
búið í dag?) Skilaboð mín eru
því þau að hætta að blekkja!
Auglýsa bara afsláttinn sem er
verið að bjóða. Það er ekkert
sem heitir tax free, eða skatta
afsláttur, þegar fólk skiptir við
Haga.
Meira um sölumennsku.
Svo eru það dekkin sem hinn
trúverðugi stjórnlagaeitthvað
les auglýsingu um að fáist á
„betri hjólbarðaverkstæðum“.
Þetta „betri eitthvað “ fer í
taugarnar á mér. Einu sinni var
ég með umboð fyrir Dunlop
hjólbarða. Auð vitað voru
mörg góð hjól barðaverkstæði
sem vönd uðu sig þótt þau
seldu ekki Dunlopdekk frá
mér. Það sama á við þegar
ég heyri auglýsingar um
að einhverjar bækur fáist í
„betri bókabúðum“. Flestir
hjólbarðar koma frá Suð a ust
urAsíu. Það sem skiptir máli er
að dekkin séu heil og óslitin.
Gæðin eru svipuð en verðið
er samningsatriði. Þetta snýst
um viðskiptasambönd. Ég
veit að menn gera ýmislegt
fyrir smáaurinn en að dreifa
svona bulli yfir þjóðina er
lélegt, sérstaklega ef þeir
ættu að hafa eitthvert vit á
dekkjum.
Þá má ég til með að minnast
á eina skondna auglýsinga
her ferð sem var ekki komin
til af góðu. Viðskiptin í skó
búðinni í Suðurveri, sem ég
átti um skeið, höfðu verið
nokkuð döpur um tíma og
það voru nokkrir dagar í
söluskatt sem á þeim tíma
þurfti að skila inn 25. hvers
mán aðar.
Ég hafði séð í bandarísku
skóblaði frétt um skóbúð
sem keypti gamla skó upp í
nýja. Því setti ég auglýsingu í
Morgunblaðið og auglýsti að
við keyptum gamla skó á 300
krónur parið sem gengi upp
í nýja. Og viti menn, strax
kl. 9.00 beið gamall maður
við dyrnar og þegar hann fór
hafði hann skilið eftir þrjú
notuð pör og fór út með nýja
inniskó. Stúlkunum mínum
var brugðið og það kom
tillaga um að loka búðinni.
Við ákváðum samt að halda
þetta út allan daginn, en við
höfðum ekki tekið fram hve
marga daga þetta myndi
standa yfir. Svo fór að við
höfðum tilboðið í gangi í þrjá
daga og seldum vel. Margir
karlmenn komu á gömlu
skónum, keyptu skó á 3.000
krónur, fengu 10% afslátt, og
voru alsælir.
Best fannst mér samt þegar
ég hitti einn af stórbissness
mönnum Reykjavíkur niðri
í Búnaðarbanka þar sem við
vorum að skila af okkur bunk
um af viðskiptavíxlum er
hann spurði mig: „Og hvað
gerir þú svo við alla gömlu
skóna?“
Það föttuðu augljóslega ekki
allir trixið!
Árni Þór Árnason. Höfundur greinar er stjórnarformaður Oxymap
og fyrrverandi forstjóri Austurbakka.
BúsáhaldaByltingunni
stjórnað aF alþingismönnum
Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn sagði í þættinum Sprengi sandi á Bylgjunni að búsáhalda
byltingunni 20. og 21. janúar 2009 hefði
verið stýrt af nokkrum þingmönnum sem
sátu inni á Alþingi. Geir Jón sagði að
ljóst væri að í mótmælunum hefðu verið
gerendur á sviðinu sem voru framarlega
í stjórnmál um og væru enn í dag. Hann
hefði reynt að tala við fólk sem stóð
þeim næst og beðið um að þarna yrði
tekið á málum. Níu lögreglumenn slös
uðust í átökunum árið 2009 og ekki hefði
munað miklu að allt færi á versta veg.Geir Jón Þórisson.