Frjáls verslun - 01.01.2012, Blaðsíða 114
114 FRJÁLS VERSLUN 1. TBL. 2012
Stoð hefur ekki verið áberandi fyrirtæki utan heilbrigðisgeirans á Íslandi. Fagleg vinnubrögð,
sérfræði þekking og gott starfs
fólk hefur hins vegar sann arlega
skilað sínu til samfélagsins fyrir
þá sem eiga við stoðkerfis
vanda mál að stríða eða þurfa á
hjálpartækjum að halda,“ segir
Elías Gunnarsson, framkvæmda
stjóri Stoðar, en fyrirtækið fagnar
þrjátíu ára afmæli á þessu
ári og stendur af því tilefni fyrir
opn um fræðslufundum reglu
lega allt afmælisárið. Hjá Stoð
starfa nú 29 manns á Íslandi og
fimm í Danmörku.
Í starfsmannahópnum eru
stoðtækjafræðingar, skósmiðir,
stoðtækjasmiðir, þroskaþjálfi,
íþróttafræðingur og fleira reynt
fólk. Starfsstöðvar fyrirtækisins
eru fjórar: Í Trönuhrauni 8 í
Hafnarfirði er verkstæði og mót
taka, á annarri hæð í Orkuhús
inu, Suðurlandsbraut 34 í
Reykjavík, er megináhersla á
fótavandamál, skósmíði og inn
leggjagerð og dótturfyrirtækið
Bandagist.dk hefur aðsetur á
tveimur stöðum í Danmörku; í
Hróarskeldu og Glostrup.
„Stoð leitast við að veita ein
staklingum sem vegna meiðsla,
fötlunar eða veikinda þurfa á
stuðningi við líkama sinn að
halda framúrskarandi þjónustu
sem byggð er á sérþekkingu og
reynslu starfsmanna. Ennfremur
kappkostar Stoð að veita sér
fræðingum og starfsmönnum
á endurhæfingar og bæklun
arsviði þjónustu með upplý s
ingamiðlun og stuðningi, svo
þeir eigi auðveldara með að
sinna skjólstæðingum sínum.“
Í tilefni af tímamótunum
stendur Stoð fyrir ellefu opnum
fyrirlestrum og kynningum,
allt afmælisárið. Þar fjalla
sér fræðingar Stoðar og ýmsir
sam starfsaðilar, erlendir jafnt
sem innlendir, um ýmis mál sem
tengjast stoð og hjálpartækjum
og öðru því sem getur auð veld
að þeim lífið sem þurfa á slíkum
stuðningi að halda. Fræðslu
fund irnir eru öllum opnir en er
ætlað að höfða sérstaklega
til starfsfólks og nemenda í
heil brigðisgeiranum, sem og
viðskiptavina. Fræðslufundirnir
verða ýmist í hjálpartækjasal
Stoðar í Trönuhrauni 8 eða á
Hótel Hafnarfirði, sem er til húsa
steinsnar frá Stoð, á Reykjavíkur
vegi 72.
Fyrsti fræðslufundurinn, „Stutt
við bakið“, var 26. janúar og
hinn 23. febrúar er svo komið
að þeim Ástu S. Halldórsdóttur
og Guðmundi R. Magnússyni
stoðtækjafræðingum að segja
frá nýjustu straumum í þróun
gervilima og gestafyrirlesari með
þeim verður John Mortimer frá
samstarfsaðilanum Otto Bock
í Þýskalandi. Sá fræðslufundur
verður á Hótel Hafnarfirði.
„Ég hef almenna ánægju og
áhuga á vinnunni enda með
skemmtilegu fólki nánast allan
daginn. Áhugamálin eru algjör
lega árstíðabundin, á vetrum er
stundað hnit í TBR tvisvar í viku,
leikfimi tvisvar í viku með hinum
fræknu AGGF (Afrekshópi
Gauta Grétarssonar fimleika
stjóra) og svo skíðaiðkun, helst
í Ölpunum ef hægt er að koma
því við. Á sumrin er það aðal
lega útivera eins og gönguferð
ir, golf og stangveiði og svo
skotveiði á haustin. Við eigum
einnig lítinn bóndabæ í Suður
sveit með öðrum hjónum og þar
skortir ekki verkefnin.“
Elías Gunnarsson
– framkvæmdastjóri Stoðar
„Stoð leitast við að veita einstaklingum sem vegna meiðsla, fötlunar eða veikinda þurfa á stuðn
ingi við líkama sinn að halda framúrskarandi þjónustu sem byggð er á sérþekkingu og reynslu
starfsmanna.“
Nafn: Elías Gunnarsson
Fæðingarstaður: Reykjavík, 17.
janúar 1953
Foreldrar: Gunnar Runólfsson og
Ingibjörg Elíasdóttir
Maki: Ingunn Sæmundsdóttir verk
fræðingur
Börn: Sæmundur verkfræðingur,
Kjartan verkfræðingur og Elías Ingi
verslunarmaður
Menntun: Verkfræðingur frá
Technische Universität Berlin 1979.
Löggiltur verðbréfamiðlari 2005.
FÓlk
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
I
C
E
5
5
2
8
4
0
6
/2
0
1
1
Fyrirtæki sem eru með samning við Icelandair njóta þess í
hagkvæmari rekstri, betri tímanýtingu og ánægðara starfsfólki.
Hlunnindi sem fyrirtækjasamningur veitir:
I Sérstakur ferðaráðgjafi hefur umsjón með hverju fyrirtæki.
I Neyðarnúmer sem er opið allan sólarhringinn – alla daga ársins.
I Afsláttur sem býðst af fargjöldum til áfangastaða Icelandair.
I Nákvæmt viðskiptayfirlit á vefnum.
+ Allar nánari upplýsingar á www.icelandair.is/fyrirtaeki
eða sendið fyrirspurnir á fyrirtaeki@icelandair.is
ER ÞITT FYRIRTÆKI
MEÐ SAMNING?
ECONOMY COMFORT
Meiri þægindi, góð vinnuaðstaða,
rafmagnsinnstunga fyrir tölvu.