Frjáls verslun - 01.01.2012, Blaðsíða 76
76 FRJÁLS VERSLUN 1. TBL. 2012
Janne Sigurðsson segir að sér finnist gaman í vinnunni. Þeir sem vinna með henni segjast helst halda að
henni finnist gaman í vinnunni. Nýr forstjóri Fjarðaáls á Reyðarfirði er danska húsmóðirin og tölvuverkfræð
ing urinn sem bauð fram krafta sína í álverinu og reynist svo kröftug í vinnunni að hún tók þar öll völd.
Ég var oF Mjúk áður
TExTi: Gísli KrisTjánsson / mynd: GEir Ólafsson
janne sigurðssOn, FOrstjóri alcOa FjarðaÁls Á reyðarFirði
Janne Sigurðsson var ekki þekkt nafn í íslensku atvinnulífi þegar hún tók við stjórn inni í álveri Alcoa á Reyðarfirði.
Þar heima í héraði þekktu allir
orðið þessa skeleggu dönsku
konu en öðrum kom nafnið á
óvart þegar hún var kynnt sem
arftaki Tómasar Más Sigurðs
sonar.
Eitthvað hlýtur hún að hafa til
brunns að bera. Hún kom fyrst
í álver árið 2006. Þegar rætt
er við fólk um Janne er bent á
vinnu semi, opinskáa framkomu,
stjórnunarhæfileika og stjórnun
ar stíl sem kosti hennar – og
stundum galla.
Afslöppun að vera í vinnunni
Við biðjum Janne sjálfa að út
skýra þennan áhuga á vinnunni.
„Það er afslöppun og skemmti
legt að vera þar sem verk eru
unnin; þar sem eitthvað er að
gerast,“ segir Janne. Og hún
seg ir að sem stjórnandi kunni
hún best við sig „á gólfinu“
innan um þá sem vinna hina
raun verulegu vinnu.
Hún vill ekki sitja inni á skrif
stofu í fínum fötum og skipa
fyrir. Hún vill vera „á gólfinu“ í
vinnu galla með hjálm á höfði að
ræða málin „Ég tala við fólkið
og hlusta eftir hvaða vandamál
steðja að. En það er starfsfólkið
sem er sérfræðingarnir, ekki ég,“
segir Janne.
„Mér finnst gaman að vinna í
hópi,“ segir hún ennfremur og
segist finna fyrir stressi ef það
líða dagar án þess að hún kom
ist út í verksmiðjuna.
Þeir sem vinna með henni taka
undir þetta. Smári Kristinsson er
framkvæmdastjóri steypuskála í
álverinu. Hann hefur haft Janne
sem næsta yfirmann í fjögur ár.
„Hún hefur fólk með sér í ráð um
og hlustar á aðra,“ segir Smári.
„En hún er líka mjög ákveð in og
fylgir ákvörðunum eftir.“
Þessi eftirfylgni þýðir að eng
um í vinnu hjá Janne líðst að
humma verkin fram af sér.
Reyndur stjórnandi
Janne hefur þannig getið sér
orð sem stjórnandi. Hún kann
stjórn un og nýtur virðingar fyrir
stjórnunarstílinn.Þetta er ekki
sjálfl ært hjá henni núna eftir að
hún kom í álverið. Þegar hún
kom þangað til vinnu bjó hún
þegar að langri reynslu sem
stjórn andi í Danmörku. Hún er
tölvu verkfræðingur og var síðast
yfir farsímadeild Siemens í Dan
mörku en sagði upp til að fara til
draumalandsins, Íslands.
Það ganga sögur um komu
Janne í álverið á Reyðarfirði
fyrir sex árum. Það var í þann
mund sem verið var að ræsa
álverið. Það vantaði tölvulært
fólk sem gæti komið skipulagi á
upplý singaferla innan fyrirtækis.
Enginn var á lausu.
Þetta var fyrir hrun bankanna
og allir sem eitthvað smávegis
kunnu á tölvu voru í vinnu við
að telja verðlausa peninga fyrir
sunnanÁtti að reyna að næla í
ungstúdenta glóðvolga frá próf
borðinu? Eða hvað?
Skjótur frami
Spurningunni var aldrei svarað
því í þessum vandræðum miðj
um kom húsmóðir frá Eskifiði
og bauð fram krafta sína. Kona
Magn úsar múrara Sigurðar
sonar á Eskifirði og starfandi í
verk taka fyrirtækihans bauð sig
fram í starfið. Þau voru tiltölulega
ný komin til landsins frá Dan
mörku en hún gat þrátt fyrir það
bjarg að sér á íslensku.
Og hún fékk vinnuna og innan
sex ára var hún orðin forstjóri
í Fjarðaáli. Sagt er að hún hafi
birst þarna eins og valkyrja í
Wagneróperu og síðan unnið sig
upp úr einu stjórnunarstarfinu í
annað.
Smári segir að það hafi strax
komið í ljós að Janne hafði
mikið til brunns að bera. Hún
kunni til verka þótt hún væri ekki
sérfræð ingur í málmvinnslu. „Hún
bjó að mikilli reynslu í stjórnun í
fyrirtæki og það kom sér vel við
uppbygg inguna á Reyðarfirði,“
segir Smári.
Barði ekki í borðið áður
En hefur Janne breytt stjórnunar
stíl sínum frá því hún var í
far símunum í Danmörku. Hún
segir að svo sé: „Ég var oft of
mjúk áður; ekki nógu ákveðin
og reyndi að forðast átök,“ segir
Janne. „Það á ekki að pakka
öllu inn í fínar umbúðir. Menn
verða að geta barið í borðið en
ég gerði það ekki fyrst þegar
ég byrjaði sem deildarstjóri í
fyrirtæki í Danmörku. En ég var
búin að læra að berja í borðið
þegar ég fór frá Siemens!“
Hún segist samt aldrei hella
sér yfir fólk en eiga það til að
tuða. „Ég æsi mig ekki við fólk
en það hendir samt að ég fer yfir
strikið og þá vil ég sættast á eftir
og viðurkennna mistök mín. Ég
spyr því: Fór ég þarna yfir strikið
og þá biðst ég afsökunar og svo
getum við haldið áfram,“ segir
Janne.
Stjórnun er alltaf stjórnun
Janne þekkir marga framleiðslu
ferla í álverinuHún segist skipta
um skaut ef á þarf að halda.
Það er mikilvægt að hennar mati
að vita hvernig framleiðslan fer
fram og kunna skil á ferlunum,
sérstaklega ef vandamál koma
upp. En Janne segir að það séu
bara einföldustu störfin sem hún
kunni – erfiðustu störfin sé best
að láta sérfræðingunum – fram
leiðslustarfsmönnunum – eftir að
vinna.
En þekking á framleiðslunni er
ekki allt: „Stjórnun er alltaf stjórn
un, sama hverju stjórnað er,“
segir Janne.
Hún segir líka að verksmiðju
stjóri með mikla þekkingu á
framleiðslunni verði að gæta sín
þegar kemur að ákvörðunum.
„Það getur komið fyrir að
stjórn andinn treysti að lokum
bara á eigin kunnáttu og víki
ráðum annarra til hliðar og
svo kemur í ljós að aðrir vissu
betur. Of ítarleg þekking getur
„Tómas Már Sigurðs-
son, forstjóri Alcoa í
Evrópu: „Hún drífur
fólk áfram og er mjög
kerfisbundin, sérstak-
lega undir álagi.“