Frjáls verslun - 01.01.2012, Blaðsíða 90
90 FRJÁLS VERSLUN 1. TBL. 2012
gistinætur eftir
landshlutum
Höfuðborgarsvæðið 41%.
Suðurland 18%.
Norðurland 14%.
Vesturland 7%.
Austurland 7%.
Hálendið 6%.
Vestfirðir 4%.
Suðurnesin 3%.
Vestfirðir 4% og Suðurnesin 3%.
Gistinætur eftir tegund gist
ingar sýndu að hótel og gisti
heimili voru með 45% hlut
deild, tjaldsvæði 19%, farfugla
heimili og skálar 10%, sumar
hús og gestaíbúðir 7%, 6% gistu
hjá vinum og ættingjum, 5% í
bænda gistingu og 8% í annarri
tegund gistingar.
Hvað varðar gististaði gáfu
73% þeim einkunnina 810, 63%
gáfu veitingahúsum þá einkunn
og 39% skyndi bita stöð um.
46% á bílaleigubíl
Hvað varðar náttúrutengda
afþreyingu fóru 35,5% í skoð
un arferð með leiðsögn, 34,0%
fóru í hvalaskoðun, 17,3% í hesta
ferð, 16,5% í bátsferð og 15,2%
fóru í jökla og vélsleða ferð.
„Það sem trónir á toppnum og
kemur ekki á óvart er að 70,5%
fóru í sund og náttúruböð.
Fólk nýtir sér náttúrutengda
afþreyingu í stórum stíl og er
mjög sátt við hana. Það er sátt
við fjölbreytnina en 91% gaf
fjölbreytni í náttúrutengdri af
þreyingu einkunn á bilinu 810.“
Hvað varðar ferðamáta á
ferða laginu ferðuðust 46% á
bílaleigubíl. „Við báðum fólk
að gefa vegakerfinu, vega merk
ingum, þjónustu merk ing um
og áningarstöðum einkunn
og tæplega helmingurinn gaf
ástandi vega einkunnagjöfina
07. Við vorum með opna
spurn ingu í könnuninni um
hvað mætti bæta í íslenskri
ferða þjónustu og nefndu margir
eitthvað í tengslum við vega
kerfi ð. Dæmi um svör eru:
„Vega kerfið býður ekki upp á
ferðir á eigin vegum.“ „Sumir
vegir eru hættulegir.“ „Það
þyrftu að vera malbikaðir vegir
að aðalferðamannastöðunum.“
„Húsbílar og malarvegir eiga
ekki samleið.“ „Kortin sýna
ekki nógu skýrt hvaða vegir eru
malbikaðir og hvar eru malar
vegir.“ „Það vantar áningar
staði og útskot við þjóðvegina.“
Oddný segir að nokkuð hafi
verið kvartað undan vega kort
um og vegaskiltum; m.a. var
bent á að sum væru óskýr og
ill skiljanleg.
Flestir kæmu aftur að sumri til
Spurt var hversu ánægðir
ferð a mennirnir væru með
ferða manna staði á Íslandi á
heild ina litið og þá með tilliti
til upplýsinga og merkinga,
að gengis, hreinlætisaðstöðu,
öryggis mála, umgengni og al
menns ástands.
„Ef við tökum almennt ástand
gáfu 84% háa einkunn eða
810. Hreinlætisaðstaðan fékk
lægstu einkunn en 38,4% voru
frekar ósátt við hana. Þá fannst
sumum vanta meiri fræðslu á
skiltum, það var kvartað yfir
aðgenginu og að það vantaði
stikur á göngustígum og betri
upplýsingar um þá.“ Um 47%
þátttakenda fannst mjög líklegt
að þeir kæmu aft ur til Íslands
og 32% frekar líklegt. Af þeim
sem eru líklegir myndu 71,2%
vilja koma að sumri til.
Um 92% fannst ferðin hafa
staðist að mjög eða frekar
miklu leyti þær væntingar sem
gerðar höfðu verið til hennar.
Að mati þeirra sem svöruðu
liggja styrkleikar íslenskrar
ferða þjónustu einkum í náttúr
unni, fólkinu og gestrisni þess
og þeim fjölbreytileika sem í
boði er.
„Það er mikilvægt að gera
kannanir reglulega og afla með
þeim þekkingar um markaðinn,
slíkt leiðir til markvissari og
faglegri vinnubragða.“
Hvar gist?
Hótel og gistiheimili 45%.
Tjaldsvæði 19%.
Farfuglaheimili og skálar 10%.
Sumarhús og gestaíbúðir 7%.
Vinir og ættingjar 6%.
Bændagisting 5%.
Önnur gistiing 8%.
Sagt um
vegakerfið
Vegakerfið býður ekki upp á
ferðir á eigin vegum.
Sumir vegir eru hættulegir.
Það þyrftu að vera malbik
aðir vegir að aðalferða
mannastöðunum.“
Húsbílar og malarvegir eiga
ekki samleið.
Kortin sýna ekki nógu skýrt
hvaða vegir eru malbikaðir og
hvar eru malarvegir.
Það vantar áningarstaði og
útskot við þjóðvegina.
Vegaskilti of á tíðum
illskiljanleg.
Hvers konar
afþreying?
Sund og náttúruböð 71%.
Ferðir með leiðsögn 36%.
Hvalaskoðun 34%.
Jökla og vélsleðaferðir 15%.
Kvartanir
Hreinlætisaðstaðan fékk lægstu
einkunn en 38% voru frekar
ósátt við hana.
Vanar meiri upplýsingar á skiltum.
Aðgengi að ferðamannastöðum.
Vantar fleiri stikur á göngustígum.
Vantar meiri upplýsingar um
göngustíga.
Styrkleikar ferða
þjónustunnar
Náttúran.
Gestrisni Íslendinga.
Sá fjölbreytileiki á Íslandi
sem í boði er.